„Páll Pálsson (jökull)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Páll Pálsson (jökull). '''Páll Pálsson jökull''' kennari fæddist 17. ágúst 1848 í Hörgsdal á Síðu, V.-Skaft. og lést 21. júlí 1912 í Hlíð u. Eyjafjöllum.<br> Foreldrar hans voru Páll Pálsson, húsmaður, trésmiður, f. 1. ágúst 1824 á Prestbakka á Síðu, d. 28. febrúar 1895 í Eystri-Ásum í Skaftártungu, og kona hans Guðrún Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 16. febrúar 1816 á Mukaþverá í Eyj...)
 
m (Verndaði „Páll Pálsson (jökull)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 4. júlí 2023 kl. 14:56

Páll Pálsson (jökull).

Páll Pálsson jökull kennari fæddist 17. ágúst 1848 í Hörgsdal á Síðu, V.-Skaft. og lést 21. júlí 1912 í Hlíð u. Eyjafjöllum.
Foreldrar hans voru Páll Pálsson, húsmaður, trésmiður, f. 1. ágúst 1824 á Prestbakka á Síðu, d. 28. febrúar 1895 í Eystri-Ásum í Skaftártungu, og kona hans Guðrún Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 16. febrúar 1816 á Mukaþverá í Eyjaf., d. 8. október 1902.

Páll var hjá foreldrum sínum í Hörgsdal til 1851, á Geirlandi þar 1851-1855, á Hörgslandi 1855-1859, í Reykjavík 1859-1860, með föður sínum á Kálfafelli 1860-1862, fór þá til Reykjavíkur.
Hann nam í Lærða skólanum 1866-1870. Hann var kennari í Jómsborg í Eyjum 1874-1875, kenndi víða á Austfjörðum, m.a. á Reyðarfirði, í Mýrdal 1903-1904. Páll var oft leiðsögumaður, m.a. enska vísindamannsins Watts í rannsóknum hans á Vatnajökli sumurin 1874-1875, var fylgdarmaður Þorvaldar Thoroddsens og ýmissa Englendinga og fékk af því viðurnefni sitt.
Hann var bóndi á Brunnum í Suðursveit 1876-1879, í Hraunkoti í Lóni í A.-Skaft. 1879-1880, á Skálafelli í Suðursveit 1880-1882. Hann fór til Seyðisfjarðar 1882, var þar á Vestdalseyri 1892, var sýsluskrifari í á Höfðabrekku í Mýrdal í V.-Skaft. 1905-1908, var hjá bróður sínum í Hlíð 1908-1910, hjá dóttur sinni í Vík í Mýrdal 1910-1911 og síðan aftur í Hlíð til æviloka.
Þau Anna giftu sig 1876, eignuðust átta börn.
Anna lést 1897.
Páll eignaðist barn með Guðlaugu 1902.

I. Kona Páls, (18. september 1876), var Anna Ingibjörg Sigbjörnsdóttir húsfreyja, f. 29. desember 1856, d. 25. nóvember 1897. Foreldrar hennar voru Sigbjörn Sigfússon prestur á Kálfafellsstað, f. 6. maí 1820, d. 27. júní 1874, og kona hans Oddný Friðrika Pálsdóttir prests að Sandfelli, Thorarensen, húsfreyja, f. 8. júní 1820, d. 17. október 1888.
Börn þeirra:
1. Guðrún Friðrika Pálsdóttir húsfreyja á Norðfirði, f. 9. október 1876, d. 13. maí 1916.
2. Sigbjörn Pálsson, f. 15. desember 1878.
3. Einar Árni Páll Pálsson, f. 9. apríl 1880, d. 9. júlí 1899.
4. Sveinn Pálsson, f. 14. apríl 1881, d. 11. febrúar 1882.
5. Guðlaug Sigríður Pálsdóttir húsfreyja í Vík í Mýrdal, á Stóru-Hellu u. Jökli og í Reykjavík, f. 19. október 1885 á Vestdalseyri á Seyðisfirði, d. 2.febrúar 1945. Maður hennar Steindór Gunnlaugsson. Síðari maður Konstantín Alexander Eberhardt af þýskum ættum, iðnaðarmaður. Barnsfeður hennar Erlendur Kristjánsson, Friðrik Tómasson, Hafliði Þorsteinsson. 6. Júlíus Pálsson, f. 29. nóvember 1886, bóndi á Karlsstöðum, V.-Ís., á Gljúfurá, í Austmannsdal í Arnarfirði, síðast á Bíldudal, d. 20. apríl 1974.
7. Andvana meybarn, f. 24. september 1889.
8. Lára Magnea Pálsdóttir, f. 2. nóvember 1893, d. 8. mars 1969, húsfreyja í Reykjavík.

II. Barnsmóðir Páls jökuls var Guðlaug Ólafsdóttir vinnukona á Litlu-Heiði í Mýrdal, f. 3. ágúst 1860, d. 1. febrúar 1951.
Barn þeirra:
9. Páll Pálsson bóndi á Litlu-Heiði í Mýrdal, f. 11. mars 1902, d. 13. júní 1978.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.