„Sólveig Ásbjarnardóttir (kennari)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Sólveig Ásbjarnardóttir. '''Ástríður ''Sólveig'' Ásbjarnardóttir''' kennari fæddist 26. janúar 1926 á Guðmundarstöðum í Vopnafirði.<br> Foreldrar hennar voru Ásbjörn Stefánsson bóndi, f. 27. október 1877, d. 4. júní 1947, og kona hans Ástríður Kristjana Sveinsdóttir húsfreyja, f. 6. desember 1886, d. 12. nóvember 1956. Sólveig nam í Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1947, lauk kennaraprófi 1...) |
m (Verndaði „Sólveig Ásbjarnardóttir (kennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 26. júní 2023 kl. 17:37
Ástríður Sólveig Ásbjarnardóttir kennari fæddist 26. janúar 1926 á Guðmundarstöðum í Vopnafirði.
Foreldrar hennar voru Ásbjörn Stefánsson bóndi, f. 27. október 1877, d. 4. júní 1947, og kona hans Ástríður Kristjana Sveinsdóttir húsfreyja, f. 6. desember 1886, d. 12. nóvember 1956.
Sólveig nam í Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1947, lauk kennaraprófi 1950, sótti námskeið á vegum Kennaraháskólans (í kennslu 6-9 ára barna) 1978.
Hún kenndi í Barnaskólanum í Eyjum 1950-1953, var stundakennari í Fellaskóla í Rvk 1978-1979, hafði börn í heimagæslu 1973-1976, var starfandi fóstra við dagheimilið Ós 1977-1978. Hún vann við leikskóla í Rvk frá 1981.
Þau Jens Jóhannes giftu sig 1954, eignuðust fimm börn.
Jens Jóhannes lést 2011.
I. Maður Sólveigar, (3. apríl 1954), var Jens Jóhannes Jónsson frá Vatnsleysu í Skagafirði, búfræðingur, bifreiðastjóri, f. 1. maí 1921 í Mýrarkoti í Hún., d. 7. maí 2011. Foreldrar hans voru Jón Kristvinsson bóndi, f. 29. október 1877, d. 12. apríl 1970, og kona hans Guðný Anna Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. september 1886, d. 14. janúar 1972.
Börn þeirra:
1. Anna Jensdóttir kennari, f. 18. desember 1953. Maður hennar Sigurður V. Viggósson.
2. Ásbjörn Jensson verkamaður, f. 3. apríl 1955. Kona hans Vilborg Tryggvadóttir Tausen
3. Jón Haukur Jensson ljósmyndari, f. 11. janúar 1958. Kona hans Berglind Björk Jónasdóttir.
4. Ástríður Jóhanna Jensdóttir húsfreyja, f. 18. júní 1960. Maður hennar Ragnar Kjærnested.
5. Erla Sesselja Jensdóttir viðskiptafræðingur, f. 18. október 1966. Maður hennar Gunnar F. Birgisson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Morgunblaðið 16. maí 2011. Minning Jens Jóhannesar
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.