„Oddsstaðir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:oddstaðir.jpg|thumb|250px|Vestri-Oddstaðir]]
[[Mynd:oddstaðir.jpg|thumb|250px|Vestri-Oddsstaðir]]
''Einnig er til hús við Ásaveg sem heitir Oddsstaðir. Sjá [[Oddsstaðir við Ásaveg]]
''Einnig er til hús við Ásaveg sem heitir Oddsstaðir. Sjá [[Oddsstaðir við Ásaveg]]
----
----
Lína 13: Lína 13:


== Lífið á Oddsstöðum ==
== Lífið á Oddsstöðum ==
Á Oddstöðum var ávallt líf og fjör, enda var það fjölmennt heimili. Á veturna var fólk inni og spilaði, en á sumrin og haustin var gjarnan farið í útileiki og var fullorðna fólkið ekki síðra við að taka þátt. Heimilisfólkið var einnig miklir og góðir söngmenn og var það oft að fólkið tók lagið í vinafagnaði uppi á bæjum.
Á Oddsstöðum var ávallt líf og fjör, enda var það fjölmennt heimili. Á veturna var fólk inni og spilaði, en á sumrin og haustin var gjarnan farið í útileiki og var fullorðna fólkið ekki síðra við að taka þátt. Heimilisfólkið var einnig miklir og góðir söngmenn og var það oft að fólkið tók lagið í vinafagnaði uppi á bæjum.


=== Ábúendur ===
=== Ábúendur ===

Útgáfa síðunnar 26. október 2006 kl. 08:09

Vestri-Oddsstaðir

Einnig er til hús við Ásaveg sem heitir Oddsstaðir. Sjá Oddsstaðir við Ásaveg


Við Oddsstaði var tvíbýli, með tvær jarðir. Í Jarðabók Árna Magnússonar er sagt að hún sé fjögur kýrfóður. Upphaflegt heiti bæjarins var Oddastaðir, en um 1600 víkur það fyrir núverandi heiti.

Fylgilönd og eignir

Oddsstaðir töldust til Elliðaeyjajarða og fylgdi þeim jörðum 30 sauða beit þar í ey, ásamt hinum ýmsu nytjum sem fyrir finnast í eynni. Til Oddsstaða heyrðu tveir hjallar í Skipasandi og fiskigarðar hjá Presthúsagörðum.

Búskapur lagðist niður stuttu eftir 1950. Vanalega voru tvær til fjórar kýr á jörðinni. Garðræktin hélt ennþá sínum gangi og var ávallt mikil.

Örnefni

Norðaustur í Oddsstaðatúni var strýtulaga grashóll, sem kallaðist Strýtuhóll eða Útburðarhóll. Margir héldu að nafnið Útburðarhóll sé dreginn af því að þar væri grafinn útburður og að sögðust menn heyra þar útburðavæl, en Guðjón Jónsson bóndi á Oddsstöðum sagði að nafnið væri dregið af því að þangað hafi aska verið borin frá Presthúsum. Suður af Vestri-Oddsstöðum var grashóll sem bar nafnið Stórihóll, en þar átti huldufólk að búa og vildi Guðjón bóndi að hann yrði algjörlega látinn í friði. Fyrir sunnan Stórahól er Stóralág, lítil flöt sem er talið hafa verið gamalt garðstæði eða akurgerði og voru börn þar oft að leik. Austan við Stórulág og Stórahól var Litlihóll en síðar var þar reistur útbúinn kartöflukofi. Þegar hann var fjarlægður kom í ljós að hann reyndist vera öskuhaugur. Í norðausturhorni túnsins, norðan við Eystri-Oddsstaði, var slægjublettur sem kallaðist Rófa.

Lífið á Oddsstöðum

Á Oddsstöðum var ávallt líf og fjör, enda var það fjölmennt heimili. Á veturna var fólk inni og spilaði, en á sumrin og haustin var gjarnan farið í útileiki og var fullorðna fólkið ekki síðra við að taka þátt. Heimilisfólkið var einnig miklir og góðir söngmenn og var það oft að fólkið tók lagið í vinafagnaði uppi á bæjum.

Ábúendur

Guðjón á Oddsstöðum

Guðjón Jónsson var síðasti ábúandi á jörðinni. Hann var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Guðlaug Pétursdóttir en seinni kona hans var Guðrún Grímsdóttir. Frá þeim er mikill ættbogi, Oddsstaðaættin, og fjölmargir af þeirri ætt í Eyjum sem og á fastalandinu. Auk bústarfa stundaði Guðjón á Oddsstöðum sjó, var formaður en kunnastur er hann líklega fyrir smíðar sínar, aðallega líkkistusmíðar, en hann smíðaði um árabil líkkistur fyrir flesta þá sem létust í Eyjum. Hann var einnig orðheppinn og kunnur fyrir skjót og eftirminnileg tilsvör og margar sögur tilgreindar af slíku:

  • Páll Kolka var lengi héraðslæknir í Eyjum en flutti héðan. Einhverju sinni eftir það kom hann í heimsókn til Eyja og hitti þá m.a. Guðjón á Oddsstöðum. Spurði Kolka hann hvernig atvinnan, þ.e. líkkistusmíðin, gengi. Og þá svaraði Guðjón: „Ég skal segja þér, Kolka minn, að þetta var aldeilis prýðilegt meðan þú varst hér en hreint ekkert síðan.“
  • Einhverju sinni var Guðjón spurður hvort mannslát hefðu verið tíð í Eyjum að undanförnu. Hann svaraði á þessa leið: „Það dó hér einn ágætismaður og tvær óláns kellíngar.“ Kunnugir sögðu að Guðjón hefði verið fenginn til að smíða utan um manninn en kisturnar fyrir kerlingarnar hefðu verið pantaðar úr Reykjavík.

Heimildir