„Guðni Pálsson (Sólnesi)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Guðni Pálsson (Sólnesi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 12: | Lína 12: | ||
2. Theodóra Guðnadóttir húsfreyja á Höllustöðum í Reykhólasveit, Barð., f. 18. september 1921, d. 28. apríl 2010. Maður hennar Samúel Björnsson. | 2. Theodóra Guðnadóttir húsfreyja á Höllustöðum í Reykhólasveit, Barð., f. 18. september 1921, d. 28. apríl 2010. Maður hennar Samúel Björnsson. | ||
II. Kona Guðna var [[Margrét Halldórsdóttir|Oddný ''Margrét'' Halldórsdóttir]], f. 22. júlí 1904, d. 8. maí 1990.<br> | II. Kona Guðna var [[Margrét Halldórsdóttir (Sólnesi)|Oddný ''Margrét'' Halldórsdóttir]], f. 22. júlí 1904, d. 8. maí 1990.<br> | ||
Barn þeirra:<br> | Barn þeirra:<br> | ||
3. [[Anna Ragnheiður Guðnadóttir]], f. 25. janúar 1942 í Eyjum, d. 27. september 2019 á Landspítalanum.<br> | 3. [[Anna Ragnheiður Guðnadóttir]], f. 25. janúar 1942 í Eyjum, d. 27. september 2019 á Landspítalanum.<br> |
Núverandi breyting frá og með 20. apríl 2023 kl. 11:10
Guðni Pálsson verkamaður fæddist 18. maí 1892 í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum og lést 6. september 1959.
Foreldrar hans voru Páll Guðmundsson, þá vinnuhjú í Gýgjarhólskoti, síðar í Vesturheimi, f. 1864, d. 31. desember 1948, og barnsmóðir hans Guðfinna Guðmundsdóttir, þá vinnuhjú í Gýgjarhólskoti, síðar húsfreyja á Litla-Fljóti í Biskupstungum, f. 17. apríl 1858 í Skálholtssókn, d. 27. júní 1934.
Guðni var tökubarn á Litla-Fljóti í Biskupstungum 1901, vinnumaður í Kjarnholti í Biskupstungum 1910, vinnumaður í Efsta-Dal í Laugardal 1920, húsbóndi í Litla-Hvammi í Reykjavík í lok árs 1920, vinnumaður á Minni-Borg í Grímsnesi 1930, síðar verkamaður í Eyjum og Hafnarfirði.
Þau Ingveldur giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau voru vinnuhjú í Efsta-Dal í Laugardalshreppi, Árn. 1920, bjuggu í Litla-Hvammi í Reykjavík í lok árs 1920. Þau skildu.
Þau Oddný Margrét giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Sólnesi við Landagötu 5B frá 1939, fluttu til Reykjavíkur 1944.
Guðni lést 1959 og Oddný Margrét 1990.
I. Kona Guðna, (skildu), var Ingveldur Jóhannsdóttir húsfreyja í Litla-Hvammi í Reykjavík í lok árs 1920, f. 4. október 1891 á Arnarstöðum í Helgafellssveit, d. 3. október 1986. Foreldrar hennar voru Jóhann Sigurðsson, f. 3. ágúst 1839, d. 24. janúar 1899, og Kristrún Sigríður Sveinbjarnardóttir, f. 28. ágúst 1857, d. 18. nóvember 1908.
Börn þeirra:
1. Guðfinna Guðnadóttir húsfreyja, f. 29. maí 1920 í Efsta-Dal, d. 20. mars 2013. Maður hennar Guðmundur Kristmundsson.
2. Theodóra Guðnadóttir húsfreyja á Höllustöðum í Reykhólasveit, Barð., f. 18. september 1921, d. 28. apríl 2010. Maður hennar Samúel Björnsson.
II. Kona Guðna var Oddný Margrét Halldórsdóttir, f. 22. júlí 1904, d. 8. maí 1990.
Barn þeirra:
3. Anna Ragnheiður Guðnadóttir, f. 25. janúar 1942 í Eyjum, d. 27. september 2019 á Landspítalanum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 4. október 2019. Minning Önnu Guðnadóttur.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.