„Flosi Bjarnason (Melstað)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Flosi Bjarnason. '''Flosi Bjarnason''' frá Melstað við Faxastíg 8b, sjómaður, vélstjóri, trillukarl, iðnverkamaður fæddist þar 20. september 1917 og lést 7. júlí 2009 í Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi.<br> Foreldrar hans voru Bjarni Antoníusson frá Arnarhólsstöðum í Skriðdal, S.-Múl., verkamaður, f. 17. ágúst 1888, d. 27. maí 1975, og kona hans María Bjarnadóttir frá Kárdalstungu í...)
 
m (Verndaði „Flosi Bjarnason (Melstað)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 22. mars 2023 kl. 16:24

Flosi Bjarnason.

Flosi Bjarnason frá Melstað við Faxastíg 8b, sjómaður, vélstjóri, trillukarl, iðnverkamaður fæddist þar 20. september 1917 og lést 7. júlí 2009 í Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi.
Foreldrar hans voru Bjarni Antoníusson frá Arnarhólsstöðum í Skriðdal, S.-Múl., verkamaður, f. 17. ágúst 1888, d. 27. maí 1975, og kona hans María Bjarnadóttir frá Kárdalstungu í Vatnsdal, Hún., húsfreyja, f. 7. júní 1896, d. 11. mars 1976.

Flosi var með foreldrum sínum víða, allt frá Neskaupstað til Eyjafjarðar.
Hann lauk vélstjóraprófi í Eyjum, var tvo vetur í Menntaskólanum á Akureyri.
Þau Rósbjörg giftu sig, eignuðust fjögur börn, en síðasta barnið fæddist andvana. Þau bjuggu eitt ár á Krossi í Mjóafirði eystra 1940-1941, fluttu þaðan til Seyðisfjarðar og aftur til Mjóafjarðar, en settust að í Neskaupstað 1944 og áttu þar heima þar til Rósbjörg lést af barnsförum 1948.
Flosi var lengst sjómaður, en vann um skeið í Völundi í Reykjavík.
Hann gerði út trillur, eignaðist bát 1978, sem hann gerði út á Grásleppu og handfæraveiðar. Báturinn hét Sæbjörg NK 52 og var skírð upp og nefnd Enok NK 45. Hann stundaði sjómennsku til 75 ára aldurs.
Flosi var heiðraður af Sjómannadagsráði 73 ára.
Flosi lést 2009.

I. Kona Flosa var Rósbjörg Þórðardóttirr frá Skógum í Mjóafirði eystra, húsfreyja, f. 23. september 1919, d. 19. október 1948. Foreldrar hennar voru Þórður Kristinn Sveinsson bóndi á Krossi og í Skógum í Mjóafirði eystra, f. 28. júlí 1893, d. 29. mars 1981, og kona hans Sigríður Þórdís Eiríksdóttir húsfreyja, f. 30. október 1889, d. 2. mars 1949.
Börn þeirra:
1. Erla Flosadóttir, f. 13. maí 1942. Maður hennar Sigurður Már Helgason.
2. Sigríður Flosadóttir, f. 21. september 1944. Fyrrum maður hennar Pálmi Stefánsson. Sambúðarmaður hennar Jón Sigfússon.
3. Þórður Flosason, f. 23. júní 1946. Kona hans Borghildur Stefánsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Mjófirðingasögur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987-1990.
  • Morgunblaðið 14. júlí 2009. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.