„Unnur Guðfinna Pétursdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Unnur Guðfinna Pétursdóttir. '''Unnur Guðfinna Pétursdóttir''' frá Fögrubrekku við Vestmannabraut 68, húsfreyja, verkakona fæddist þar 15. apríl 1921 og lést 8. júní 2009 á Ísafirði.<br> Foreldrar hennar voru Pétur Þórðarson frá Sauðárkróki, verkamaður, sjómaður, f. 5. október 1885, d. 20. mars 1946, og Ólafía Sigurðardóttir (Fögrub...)
 
m (Verndaði „Unnur Guðfinna Pétursdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 17. febrúar 2023 kl. 20:58

Unnur Guðfinna Pétursdóttir.

Unnur Guðfinna Pétursdóttir frá Fögrubrekku við Vestmannabraut 68, húsfreyja, verkakona fæddist þar 15. apríl 1921 og lést 8. júní 2009 á Ísafirði.
Foreldrar hennar voru Pétur Þórðarson frá Sauðárkróki, verkamaður, sjómaður, f. 5. október 1885, d. 20. mars 1946, og Ólafía Sigurðardóttir húsfreyja, f. 11. mars 1899 í Njarðvíkursókn, Gull., d. 22. september 1978.
Fósturforeldrar Unnar frá fimm ára aldri voru móðurmóðir hennar Guðný Jónsdóttir, f. 12. ágúst 1861, d. 15. ágúst 1944 og maður hennar Jón Jónsson í Merkinesi í Höfnum.

Börn Ólafar og Péturs
1. Sigríður Lovísa Pétursdóttir, f. 9. mars 1917 í Hvíld, d. 22. apríl 1999.
2. Guðný Sigurða Pétursdóttir, f. 16. nóvember 1919 á Jaðri, d. 20. maí 1921.
3. Unnur Guðfinna Pétursdóttir, f. 15. apríl 1921 á Fögrubrekku, d. 8. júní 2009. Fyrrum sambúðarmaður hennar Sigurður Breiðfjörð Ólafsson.
Barn Ólafar og Óla Kristjáns Olsen:
4. Harry Ólsen Ólason, f. 15. nóvember 1926, d. 26. nóvember 1951.

Unnur flutti til Reykjavíkur 1957. Hún vann verkakvennastörf, m.a. hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, í 12 ár hjá Efnalauginni Hjálp og eftir það við aðhlynningu á Landakoti og hjá Heimilisþjónustu Reykjavíkurborgar til 70 ára aldur, er hún lét af störfum.
Unnur eignaðist barn með Jóhanni 1940.
Þau Sigurður hófu sambúð 1943, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Höfnum, en skildu. Unnur flutti til Reykjavíkur 1957.
Unnur lést 2009 í heimsókn til Dagnýjar dóttur sinnar á Ísafirði.

I. Barnsfaðir Unnar var Jóhann Sigurðsson, f. 24. apríl 1913, d. 15. maí 1995.
Barn þeirra:
1. Dagný Jóna Jóhannsdóttir húsfreyja á Ísafirði, f. 21. febrúar 1940.

II. Fyrrum sambúðarmaður Unnar, (frá 1943, skildu) var Sigurður Breiðfjörð Ólafsson, f. 27. júlí 1924, d. 23. febrúar 1985. Foreldrar hans voru Ólafur Fjeldstad Lárusson, f. 24. júlí 1882, d. 6. nóvember 1949, og Elísabet Jónsdóttir, f. 30. september 1889, d. 9. febrúar 1973.
Börn þeirra:
2. Pétur Sigurðsson bifreiðastjóri, f. 26. janúar 1946 á Sólbakka í Höfnum, d. 13. janúar 2006. Fyrrum kona hans var Kristín Jónsdóttir. Kona hans Guðrún Magnúsdóttir.
3. Elísabet Sigurðardóttir, f. 12. júní 1948. Maður hennar Ómar Karlsson.
4. Ólafur Sigurðsson, f. 22. júlí 1951. Kona hans Gerður Sveinsdóttir.
5. Gróa Elma Sigurðardóttir, f. 19. desember 1953. Maður hennar Börje Karlsson.
Fósturbarn Unnar frá ungum aldri, sonur Péturs sonar hennar:
6. Vignir Pétursson, f. 13. maí 1964.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.