„Sigmundur Sigurgeirsson (húsasmíðameistari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|150px|''Sigmundur Sigurgeirsson. '''Sigmundur Sigurgeirsson''' húsasmíðameistari fæddist 9. janúar 1926 á Karlsbergi við Heimagötu 20 og lést 15. janúar 2008 á Droplaugarstöðum.<br> Foreldrar hans voru Sigurgeir Albertsson trésmiður, f. 19. mars 1895, d. 5. ágúst 1979, og kona hans Margrét Sigmundsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1898, d. 13. nóvember 1968. Sig...)
 
m (Verndaði „Sigmundur Sigurgeirsson (húsasmíðameistari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 17. febrúar 2023 kl. 16:36

Sigmundur Sigurgeirsson.

Sigmundur Sigurgeirsson húsasmíðameistari fæddist 9. janúar 1926 á Karlsbergi við Heimagötu 20 og lést 15. janúar 2008 á Droplaugarstöðum.
Foreldrar hans voru Sigurgeir Albertsson trésmiður, f. 19. mars 1895, d. 5. ágúst 1979, og kona hans Margrét Sigmundsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1898, d. 13. nóvember 1968.

Sigurgeir var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Reykjavíkur 1927.
Hann lærði húsasmíði, fékk sveinsréttindi 1945 og öðlaðist meistararéttindi 1948.
Sigmundur vann við iðn sína alla starfsævi sína, einkum fékkst hann við gerð snúinna stiga og stigahandriða.
Hann söng í fjölda kóra, m.a. Drengjakór Reykjavíkur, Karlakór Reykjavíkur, Karlakórnum Fóstbræðrum, Dómkórnum, Kór Grensáskirkju, Pólyfónkórnum, kór Seltjarnarneskirkju og Frímúrarakórnum. Hann var heiðraður af Fóstbræðrum.

I. Kona Sigmundar, (skildu), var Margrét Jóhannsdóttir frá Ólafsfirði.

II. Kona Sigmundar, (24. febrúar 1968), Ásdís Sigurðardóttir frá Hrísdal í Miklaholtshreppi, f. 22. febrúar 1941. Foreldrar hennar voru Sigurður Kristjánsson, f. 5. október 1888, d. 18. september 1969, og Margrét Oddný Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 26. september 1899, d. 9. ágúst 1985.
Börn þeirra:
1. Sigurgeir Ómar Sigmundsson lögreglufulltrúi, f. 27. nóvember 1967. Kona hans Ingunn Mai Friðleifsdóttir tannlæknir.
2. Margrét Sigmundsdóttir flugfreyja, f. 6. mars 1971. Maður hennar Bjarni Ólafurr Ólafsson lögreglufulltrúi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.