„Eyrún Gísladóttir (Arnarnesi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Eyrún Gísladóttir. '''Eyrún Gísladóttir''' frá Arnarnesi við Brekastíg 36, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 17. janúar 1931 og lést 2. desember 1997.<br> Foreldrar hennar voru Gísli Vilhjálmsson útgerðarmaður, lýsiskaupmaður, síðar á Akranesi, f. 26. janúar 1899, d. 10. maí 1975, og kona hans Hildur Jóhannesdóttir (Arnarnesi)|Hildur Jóhannesd...)
 
m (Verndaði „Eyrún Gísladóttir (Arnarnesi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 25. janúar 2023 kl. 15:12

Eyrún Gísladóttir.

Eyrún Gísladóttir frá Arnarnesi við Brekastíg 36, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 17. janúar 1931 og lést 2. desember 1997.
Foreldrar hennar voru Gísli Vilhjálmsson útgerðarmaður, lýsiskaupmaður, síðar á Akranesi, f. 26. janúar 1899, d. 10. maí 1975, og kona hans Hildur Jóhannesdóttir frá Neskaupstað, húsfreyja, f. 23. ágúst 1906, d. 21. apríl 1941.
Fósturmóðir hennar var Ingveldur Árnadóttir á Litla-Bakka á Akranesi, móðurmóðir hennar, f. 29. maí 1872, d. 28. mars 1950.

Börn Hildar og Gísla:
1. Gísli Vilhjálmsson Gíslason sjómaður, vélstjóri, f. 20. október 1928 í Neskaupstað, fórst með vélbátnum Svaninum við Hofsós 9. nóvember 1959.
2. Eyrún Gísladóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 17. janúar 1931 á Arnarnesi, d. 2. desember 1997.

Eyrún var með foreldrum sínum, flutti með þeim tveggja ára úr Eyjum að Litla-Bakka á Akranesi. Hún missti móður sína 10 ára gömul og ólst síðan upp hjá móðurmóður sinni Ingveldi Árnadóttur á Litla-Bakka.
Eyrún lauk gagnfræðaprófi á Akranesi 1947, námi í Hjúkrunarskóla Íslands í október 1953, lauk námi í geðhjúkrun í Nýja hjúkrunarskólanum í mars 1981.
Hún var hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum , fæðingadeild í nokkra mánuði 1954, á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað frá júlí 1963-nóvember 1967, á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1967-1968, Héraðshælinu á Blönduósi sept. 1968-31. desember 1973, Kleppsspítalanum janúar -maí 1974, Héraðshælinu á Blönduósi frá maí 1975, hjúkrunarforstjóri frá 1. maí 1982.
Þau Árni giftu sig 1952, eignuðust tvö börn.
Eyrún lést 1997 og Árni 2020.

I. Maður Eyrúnar, (30. mars 1952), var sr. Árni Sigurðsson sóknarprestur, kennari, f. 13. nóvember 1927, d. 26. október 2020. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson frá Vigur, sýslumaður, bæjarfógeti á Sauðárkróki, f. 10. september 1887, d. 20. júní 1963, og kona hans Guðríður Stefanía Arnórsdóttir frá Hvammi í Laxárdal, Skagaf., húsfreyja, f. 15. apríl 1889, d. 14. júní 1948.
Börn þeirra:
1. Arnór Árnason kennari, f. 6. júlí 1952. Kona hans Ásta Guðbjörg Rögnvaldsdóttir.
2. Hildur Árnadóttir hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, f. 21. júlí 1956. Barnsfaðir hennar Þorleifur Ragnarsson. Maður hennar Pétur Böðvarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 11. desember 1997. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.