„Guðlaugur Bjarnason (Happastöðum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðlaugur Bjarnason''' frá Holti á Síðu í V.-Skaft., verkamaður fæddist þar 23. september 1863 og lést 5. nóvember 1937 í Eyjum.<br> Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson bóndi, f. 5. nóvember 1830 í Holti, d. 5. ágúst 1888 í Hryggjum í Mýrdal, og kona hans Þórunn Bjarnadóttir frá Fossi á Síðu, húsfreyja, f. 28. desember 1835, d. 26. desember 1870 í Heiðarseli á Síðu. Guðlaugur var með foreldrum sínum í Holti til 1870, en þá lést móði...) |
m (Verndaði „Guðlaugur Bjarnason (Happastöðum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 30. nóvember 2022 kl. 20:30
Guðlaugur Bjarnason frá Holti á Síðu í V.-Skaft., verkamaður fæddist þar 23. september 1863 og lést 5. nóvember 1937 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson bóndi, f. 5. nóvember 1830 í Holti, d. 5. ágúst 1888 í Hryggjum í Mýrdal, og kona hans Þórunn Bjarnadóttir frá Fossi á Síðu, húsfreyja, f. 28. desember 1835, d. 26. desember 1870 í Heiðarseli á Síðu.
Guðlaugur var með foreldrum sínum í Holti til 1870, en þá lést móðir hans. Hann var í Heiðarseli 1870-1871, niðursetningur á Fossi 1871-1873, á Teigingalæk 1873-1874, í Mosakoti 1874-1880. Hann var vinnudrengur í Mosakoti 1880-1884, fór þá í Mýrdal, var vinnumaður í Hryggjum 1884/6-1901.
Hann fór til Reykjavíkur 1901, var vinnumaður þar og síðan lausamaður 1902 og 1910, var síðan á Seyðisfirði um skeið.
Guðlaugur flutti til Eyja 1911, var verkamaður þar.
Hann tók að sér börn til fósturs. Þannig voru hjá honum 3 fósturbörn 1920, öll börn Guðbjargar Ingveldar Eyjólfsdóttur á Seyðisfirði og Sigurðar Gunnarssonar. Vinnukona hjá Guðlaugi var Einarína Eyjólfsdóttir systir Guðbjargar Ingveldar.
Börnin voru:
1. Sigríður Svanhvít Sigurðardóttir, f. 17. febrúar 1911, d. 14. október 1992.
2. Gunnar Kristberg Sigurðsson, f. 9. ágúst 1914, d. 7. maí 1996.
3. Árni Byron Sigurðsson, f. 22. október 1916, d. 12. janúar 1991.
Börnin voru hjá honum 1927, en 1930 voru hjá honum á Happastöðum Gunnar og Árni. Sigríður Svanhvít var farin.
Guðlaugur lést 1937.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.