„Finnbogi Ólafsson (Kirkjuhól)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
(Tæmdi síðuna)
Merki: Tæming
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Finnbogi Ólafsson.jpg|thumb|200px|''Finnbogi Hafsteinn Ólafsson.]]
'''Finnbogi Hafsteinn Ólafsson''' frá [[Kirkjuhóll|Kirkjuhól]],  netagerðarmeistari fæddist 25. september 1928 í [[Ásnes]]i og lést 31. maí 2011 í [[Hraunbúðir|Hraunbúðum]].<br>
Foreldrar hans voru [[Ólafur Beck Bjarnason]] frá Seyðisfirði, verkamaður, f.  28. nóvember 1898, d. 9. mars 1971, og kona hans [[Dagmey Einarsdóttir (Kirkjuhól)|Dagmey Einarsdóttir]] húsfreyja,  verkakona frá Grænhól á Álftanesi, f.  10. janúar 1904, d. 12. september 1993.


Börn Dagmeyjar og Ólafs:<br>
1. [[Finnbogi Ólafsson (Kirkjuhól)|Finnbogi Hafsteinn Ólafsson]], f. 25. september 1928, d. 31. maí 2011.<br>
2. [[Kristín Ólafsdóttir (Kirkjuhól)| Guðfinna Kristín Ólafsdóttir]], f. 25. júlí 1930, d. 21. október 2005.<br>
3. Jóna Dalrós Ólafsdóttir, f. 20. september 1931, d. 3. maí 1940.<br>
4. [[Birna Ólafsdóttir (Kirkjuhól)| Guðbjörg Birna Ólafsdóttir]], f. 24. febrúar 1934.
Finnbogi var með foreldrum sínum í æsku, í Ásnesi, [[Hásteinsvegur|Hásteinsvegi 17]] og síðan á Kirkjuhól, en var ,,í sveit“ á sumrum á Svanavatni  í A-Landeyjum hjá Marmundi Kristjánssyni og Aðalheiði Kjartansdóttur.<br>
Hann vann hjá netaverkstæðinu Nót frá 1943, en stundaði sjómennsku í og með, varð netagerðarmeistari. Það verkstæði varð Netagerð Ingólfs og þar starfaði Finnbogi til ársins 1963, en þá stofnaði hann netagerðina Net hf.,  ásamt [[Óskar Haraldsson (Nikhól)|Óskari Haraldssyni]], [[Júlíus Hallgrímsson (Þingeyri)|Júlíusi Hallgrímssyni]] og konum þeirra. <br>
Finnbogi vann að netagerð til ársins 2003.<br>
Þau Guðrún Sigríður giftu sig 1952, eignuðust þrjú börn.
Þau byggðu húsið við [[Heiðarvegur|Heiðarveg 62]], þar sem þau bjuggu til ársins 1991 þegar þau fluttu að [[Áshamar|Áshamri 23]] og bjuggu þar til  maí 2010, er  þau fluttu í dvalar- og hjúkrunarheimilið [[Hraunbúðir]].<br>
Finnbogi Hafsteinn lést 2011 og Guðrún Sigríður 2012.
I. Kona Finnboga Hafsteins, (27. september 1952), var [[Guðrún Þorsteinsdóttir (Arnarfelli)|Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir]] frá [[Arnarfell]]i, húsfreyja, f. 6. ágúst 1931 á [[Strönd]], d. 27. mars 2012.<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Lilja Guðrún Finnbogadóttir]] húsfreyja á Akureyri, f. 17. maí 1952 á Kirkjuhól. Maður hennar Gunnar Marinó Sveinbjörnsson.<br>
2. [[Þorsteinn Finnbogason]] pípulagningameistari í Eyjum, f. 4. apríl 1959. Kona hans [[Hulda Berglind Skarphéðinsdóttir]].<br>
3. [[Ingibjörg Finnbogadóttir]] húsfreyja, stúdent frá Laugarvatni, f. 9. júlí 1961. Fyrri maður hennar [[Sigurður Páll Guðjónsson]]. Maður hennar [[Jón Pétursson sálfræðingur)|Jón Pétursson]].
{{Heimildir|
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].
*Íslendingabók.is.
*Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
*Manntöl.
*Morgunblaðið 8. apríl 2011. Minning.
*Prestþjónustubækur. }}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Iðnaðarmenn]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 21. öld]]
[[Flokkur: Íbúar í Ásnesi]]
[[Flokkur: Íbúar við Hásteinsveg]]
[[Flokkur: Íbúar á Kirkjuhól]]
[[Flokkur: Íbúar við Heiðarveg]]
[[Flokkur: Íbúar við Áshamar]]
[[Flokkur: Íbúar í Hraunbúðum]]

Útgáfa síðunnar 19. nóvember 2022 kl. 16:00