„Gunnar Þór Þorbergsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Gunnar Þór Þorbergsson. '''Gunnar Þór Þorbergsson''' frá Ísafirði, sjómaður, útgerðarmaður, netagerðarmaður, verkamaður fæddist þar 26. október 1933 og lést 3. janúar 2003.<br> Foreldrar hans voru Þorbergur Skagfjörð Gíslason, f. 27. ágúst 1902, d. 16. ágúst 1959, og Jóna Lilja Þórðardóttir, f. 25. júní 1909, d. 6. júní 1959.<br> Fósturmóðir Gunnars var Halldóra Rannveig Þórðardótti...)
 
m (Verndaði „Gunnar Þór Þorbergsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 15. nóvember 2022 kl. 15:27

Gunnar Þór Þorbergsson.

Gunnar Þór Þorbergsson frá Ísafirði, sjómaður, útgerðarmaður, netagerðarmaður, verkamaður fæddist þar 26. október 1933 og lést 3. janúar 2003.
Foreldrar hans voru Þorbergur Skagfjörð Gíslason, f. 27. ágúst 1902, d. 16. ágúst 1959, og Jóna Lilja Þórðardóttir, f. 25. júní 1909, d. 6. júní 1959.
Fósturmóðir Gunnars var Halldóra Rannveig Þórðardóttir í Súðavík, f. 24. nóvember 1895, d. 25. desember 1954.

Gunnar Þór var með fósturmóður sinni, flutti með henni og Þórði uppeldisbróður sínum að Hlíð í Álftafirði.
Hann lærði netagerð.
Gunnar Þór hóf sjómennsku hér á landi og erlendis, flutti til Akraness 1953. Hann keypti Freyju SH 125, 22 tonna bát, árið 1955 með Þórði Óskarssyni uppeldisbróður sínum og þeir gerðu bátinn út frá Akranesi í tvö ár.
Gunnar vann við netagerð og fleira tengt sjávarútvegi.
Hann flutti til Eyja. Síðustu starfsárin vann hann í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins (FES).
Gunnar Þór bjó síðast við Brekastíg 33.
Þau Margrét hófu sambúð 1954, eignuðust fjögur börn, bjuggu við Suðurgötu á Akranesi, en skildu 1966-1967.
Gunnar Þór lést 2003.

I. Kona Gunnars Þórs, (3. september 1960, skildu), er Margrét Teitsdóttir, f. 31. ágúst 1937. Foreldrar hennar voru Teitur Benediktsson, f. 14. nóvember 1903, d. 19. febrúar 1939, og Unnur Sveinsdóttir, f. 11. ágúst 1910, d. 2. apríl 2004.
Börn þeirra:
1. Halldóra Lilja Gunnarsdóttir, f. 17. apríl 1956. Maður hennar Gísli Magnús Arason.
2. Örn Arnar Gunnarsson, f. 28. júní 1959. Sambúðarkona hans Benja Maneecom frá Tailandi.
3. Rúna Gunnarsson, f. 16. maí 1960. Kona hans Hrefna Ingólfsdóttir.
4. Teitur Gunnarsson, f. 14. febrúar 1964. Kona hans Anna Björg Gunnarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.