„Gunnar Kristján Gunnarsson (Vík)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Gunnar Kristján Gunnarsson''' fulltrúi, skrifstofustjóri í Reykjavík fæddist 18. febrúar 1938 í Vík við Bárustíg 13.<br> Foreldrar hans voru Gunnar Ísberg Hannesson verslunarmaður, ljósmyndari í Reykjavík, f. 28. mars 1915, d. 24. júní 1976, og kona hans Guðrún ''Margrét'' Kristjánsdóttir, f. 16. júlí 1915 í Túni, d. 18. ágúst 1993. Gunnar var með móður sinni, flutti með henni...)
 
m (Verndaði „Gunnar Kristján Gunnarsson (Vík)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 29. september 2022 kl. 18:16

Gunnar Kristján Gunnarsson fulltrúi, skrifstofustjóri í Reykjavík fæddist 18. febrúar 1938 í Vík við Bárustíg 13.
Foreldrar hans voru Gunnar Ísberg Hannesson verslunarmaður, ljósmyndari í Reykjavík, f. 28. mars 1915, d. 24. júní 1976, og kona hans Guðrún Margrét Kristjánsdóttir, f. 16. júlí 1915 í Túni, d. 18. ágúst 1993.

Gunnar var með móður sinni, flutti með henni til Reykjavíkur á fæðingarári sínu.
Hann lauk lokaprófum í Verslunarskólanum 1956.
Gunnar var skrifstofumaður hjá Landsímanum, varð ritstjóri Símaskrár og gegndi til 1964, vann hjá Heimilistækjum 1964-2002, síðan hjá Íslandstryggingu, sem varð Vörður, til 2008.
Þau Geirrún giftu sig 1959, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Miklubraut 7, á Kleppsvegi 40, á Lindarbraut 6, en síðast á Nesbala. Geirrún lést 2020.

I. Kona Gunnars, (26. desember 1959), var Geirrún Marsveinsdóttir húsfreyja, f. 2. ágúst 1938, d. 5. júlí 2020. Foreldrar hennar voru Marsveinn Jónsson verkamaður í Hafnarfirði, f. 25. október 1897 í Ranakoti á Stokkseyri, d. 8. mars 1984, og Sólveig Sigurbjörg Guðsteinsdóttir, f. 15. desember 1905 í Kringlu í Grímsnesi, d. 12. apríl 1988.
Börn þeirra:
1. Gunnar Grétar Gunnarsson innkaupastjóri, f. 8. nóvember 1960. Kona hans Hrafnhildur Kristjánsdóttir.
2. Baldur Þór Gunnarsson rafvirki, framkvæmdastjóri hjá Securitas, f. 17. september 1966. Kona hans Sigrún Hauksdóttir.
3. Rúnar Geir Gunnarsson golfvallasérfræðingur, f. 13. október 1973. Barnsmóðir hans Bryndís Alexandersdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 17. júlí 2020. Minning Geirrúna.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.