„Óskar Einarsson (húsasmiður)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Óskar Þorsteinn Einarsson. '''Óskar Þorsteinn Einarsson''' frá Hallskoti í Fljótshlíð, húsasmiður fæddist þar 7. maí 1926 og lést 13. júlí 2008.<br> Foreldrar hans voru Einar Þorsteinsson bóndi, f. 8. maí 1892, d. 17. september 1968, og kona hans Margrét Eiríksdóttir húsfreyja, f. 13. desember 1893, d. 8. apríl 1966. Óskar var með foreldrum sínum í æsku.<br> Hann flutti til Eyja tæplega tví...)
 
m (Verndaði „Óskar Einarsson (húsasmiður)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 29. september 2022 kl. 16:51

Óskar Þorsteinn Einarsson.

Óskar Þorsteinn Einarsson frá Hallskoti í Fljótshlíð, húsasmiður fæddist þar 7. maí 1926 og lést 13. júlí 2008.
Foreldrar hans voru Einar Þorsteinsson bóndi, f. 8. maí 1892, d. 17. september 1968, og kona hans Margrét Eiríksdóttir húsfreyja, f. 13. desember 1893, d. 8. apríl 1966.

Óskar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann flutti til Eyja tæplega tvítugur til náms í húsasmiði, lauk því námi á Sauðárkróki.
Þau Þrúður fluttu á Hellu 1949. Óskar teiknaði og byggði hús þeirra, fyrst við Hrafnskála og síðar við Freyvang. Hann var smiður í trésmiðju Kf. Þórs á Hellu og var síðan einn af stofnendum smíðaverkstæðisins Rangár á Hellu 1963. Þar vann hann um skeið, en varð síðan verkstjóri við virkjanir. Þar var Þrúður einnig vinnandi.
Þau Þrúður giftu sig 1947, eignuðust eitt barn.
Þrúður lést 2005 og Óskar 2008.

I. Kona Óskars, (1947), var Þrúður Helgadóttir frá Sólvangi, húsfreyja, f. þar 6. júlí 1925, d. 18. nóvember 2005 á Sjúkrhúsinu á Selfossi.
Barn þeirra:
1. Helgi Bjarni Óskarsson, f. 18. febrúar 1955. Kona hans Guðrún Arndís Eiríksdóttir, f. 13. janúar 1959.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.