„Þorsteinn Jónsson (Laufási)“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
The content of the new revision is missing or corrupted.
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:thorsteinn.jpg|thumb| Þorsteinn Jónsson]]
''Sjá [[Þorsteinn Jónsson|aðgreiningarsíðuna]] fyrir aðra sem hafa borið nafnið „'''Þorsteinn Jónsson'''“''


----
Þorsteinn fæddist í Gularáshjáleigu í Austur Landeyjum 14. október 1880. Hann var sonur Jóns Einarssonar og Þórunnar Þorsteinsdóttur.  Þau fluttu til Vestmannaeyja árið 1883. Þorsteinn var kvæntur [[Elínborg Gísladóttir|Elínborgu Gísladóttur]] og eignuðust þau 13 börn. Þorsteinn átti bróður, [[Ísleifur Jónsson|Ísleif Jónsson]] að nafni, sem dó í [[Vilborgarstaðir#Suðurlandsskjálftinn 1896|suðurlandsskjálftanum 1896]] þar sem hann var í fýlatekju í Dufþekju.
== Sjómaður ==
Þorsteinn hóf sjómennskuferil sinn um fermingu á opnu skipi með [[Hannes lóðs|Hannesi lóðs]] á [[Miðhús]]um.  Hann varð svo formaður á teinæringnum [[Ísak]] árið 1900 og var með hann til ársins 1905.
Hann var ásamt öðrum fyrstur manna til þess að kaupa vélbát til Vestmannaeyja og markaði á þann hátt upphaf vélbátaaldar í Vestmannaeyjum.  Báturinn sem Þorsteinn og félagar keyptu var nefndur [[Unnur]] og var Þorsteinn formaður.  Hann eignaðist síðar tvo aðra báta með sama nafni og var formaður með þá til ársins 1948 og hafði þá verið formaður í samtals 48 ár.
== Framfarasinni ==
Þorsteinn var mjög framfarasinnaður í útgerðarmálum og var meðal annars sá fyrsti til að gera tilraunir með veiðar í þorskanet. Hann var gerður að heiðursborgara Vestmannaeyjabæjar er hann varð sjötugur þann 14. október 1950.
Þorsteinn hafði mikinn áhuga á ritstörfum og eftir hann standa rit og greinar. Hann skrifaði tvær bækur; ævisögu sína, Formannsævi í Eyjum og einnig Aldahvörf í Eyjum sem er greinargóð lýsing á aldarfari í Eyjum í kjölfar upphafs vélbátaútgerðar.
Þorsteinn lést 25. mars árið 1965.
[[Flokkur:Fólk]]
[[Flokkur:Formenn]]
[[Flokkur:Heiðursborgarar]]

Útgáfa síðunnar 11. ágúst 2006 kl. 11:10