„Óli Jóhannsson (Stíghúsi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Óli Kristján Jóhannsson''' frá Stíghúsi við Njarðarstíg 5, sjómaður, farmaður, stýrimaður, verkstjóri fæddist þar 6. mars 1926 og lést 28. mars 1999 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur.<br> Foreldrar hans voru Jóhann Pétur Pálmason frá Stíghúsi, sjómaður, múrarameistari, f. 4. mars 1895, d. 7. janúar 1988, og kona hans [[Ólafía Óladóttir (Stíghúsi)|Ólafía Ingibjörg Óladóttir (Lóa í Stíghúsi)]...) |
m (Verndaði „Óli Jóhannsson (Stíghúsi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 23. júní 2022 kl. 11:55
Óli Kristján Jóhannsson frá Stíghúsi við Njarðarstíg 5, sjómaður, farmaður, stýrimaður, verkstjóri fæddist þar 6. mars 1926 og lést 28. mars 1999 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Foreldrar hans voru Jóhann Pétur Pálmason frá Stíghúsi, sjómaður, múrarameistari, f. 4. mars 1895, d. 7. janúar 1988, og kona hans Ólafía Ingibjörg Óladóttir (Lóa í Stíghúsi) frá Ólahúsi í Mjóafirði eystra, húsfreyja, verkakona, f. 17. nóvember 1897 á Mjóafirðir, d. 22. mars 1965.
Börn Ólafíu og Jóhanns:
1. Pálmi Jóhannsson sjómaður, f. 18. janúar 1925, d. 5. febrúar 1990 .
2. Óli Kristján Jóhannsson stýrimaður, verkstjóri, f. 6. mars 1926, d. 28. mars 1999.
3. Rögnvaldur Ólafur Jóhannsson sjómaður, f. 27. desember 1927, d. 15. júní 1974.
4. Guðbjörg Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 29. desember 1930, d. 15. júlí 2018.
5. Ingi Randver Jóhannsson endurskoðandi, skákmeistari, f. 5. desember 1936, d. 30. október 2010.
Óli var með foreldrum sínum í æsku, í Stíghúsi.
Hann tók hið minna vélstjórapróf í Eyjum 1945, lauk námi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1956.
Óli hóf snemma sjómennsku, var á togurum í Hafnarfirði og Reykjavík til 1952, var stýrimaður á skipum Jökla hf. til 1965, var síðan um skeið verkstjóri hjá byggingafyrirtæki í Reykjavík. Hann hóf siglingar að nýju, var hjá Jöklum hf. frá 1970-1981. Þá var hann verkstjóri hjá Hafskipum um skeið og var síðan lestarmaður hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna til starfsloka.
Þau Gunnvör Erna giftu sig 1954, eignuðust sex börn. Þau bjuggu í Kjalarlandi 13.
Óli Kristján lést 1999 og Gunnvör Erna 2022.
I. Kona Óla Kristjáns, (25. desember 1954), var Gunnvör Erna Sigurðardóttir úr Reykjavík, húsfreyja, saumakona, ræstitæknir, f. 31. júlí 1930, d. 10. maí 2022 á Bylgjuhrauni á Hrafnistu í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Sigurður Einarsson verkamaður, f. 6. júní 1903 í Reykjavík, d. 24. janúar 1971, og kona hans Guðrún Markúsdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1895 í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, d. 23. júlí 1971.
Börn þeirra:
1. Gunnar Rúnar Ólason byggingameistari, f. 7. apríl 1954. Kona hans Kristín J. Sigurðardóttir.
2. Randver Einar Ólason, f. 21. maí 1955, d. 22. júní 2019.
3. Páll Eggert Ólason vélstjóri, f. 20. september 1956. Kona hans Hólmfríður Bjarkadóttir.
4. Sigurður Óli Ólason stýrimaður, f. 17. febrúar 1961. Kona hans Sigrún Linda Loftsdóttir.
5. Jóhann Ólafur Ólason verslunarstjóri, f. 18. mars 1964. Fyrrum kona hans Berlind Hallgrímsdóttir. Sambúðarkona hans Ingibjörg Þ. Hjaltadóttir.
6. Lóa Björg Óladóttir verslunarstjóri, f. 28. september 1966.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 9. apríl 1999. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.