„Hjörtþór Hjörtþórsson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Hjörtþór Hjörtþórsson (Hjössi)''' sjómaður, verkamaður fæddist 14. apríl 1885 í Garðhúsum á Eyrarbakka og lést 10. september 1944.<br> Foreldrar hans voru Hjörtþór Illugason verslunarmaður, f. 26. nóvember 1848, d. 15. október 1896, og kona hans Vilborg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 3. ágúst 1856, d. 9. júlí 1896. Börn Vilborgar og Hjörtþórs í Eyjum:<br> 1. Hjörtþór Hjörtþórsson sjómaður, verkamaður, f. 14. apríl 1885, d. 10....) |
m (Verndaði „Hjörtþór Hjörtþórsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 21. maí 2022 kl. 16:35
Hjörtþór Hjörtþórsson (Hjössi) sjómaður, verkamaður fæddist 14. apríl 1885 í Garðhúsum á Eyrarbakka og lést 10. september 1944.
Foreldrar hans voru Hjörtþór Illugason verslunarmaður, f. 26. nóvember 1848, d. 15. október 1896, og kona hans Vilborg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 3. ágúst 1856, d. 9. júlí 1896.
Börn Vilborgar og Hjörtþórs í Eyjum:
1. Hjörtþór Hjörtþórsson sjómaður, verkamaður, f. 14. apríl 1885, d. 10. september 1944.
2. Illugi Hjörtþórsson skipstjóri, f. 26. júlí 1886, d. 30. nóvember 1930.
3. Lúðvík Júlíus Hjörtþórsson verkamaður, verkstjóri, f. 5. júlí 1892, d. 13. október 1973.
Hjörtþór var með foreldrum sínum, en þau létust bæði, er hann var ellefu ára.
Hann var 17 ára vinnupiltur í Núpakoti u. Eyjafjöllum 1901 og þar var einnig Lúðvík bróðir hans, þá léttadrengur.
Hjörtþór flutti undan Eyjafjöllum til Eyja 1909, stundaði sjómennsku, leigði í Sandprýði við Bárustíg 16b 1910, í Landlyst við Strandveg 43b 1920, í Jómsborg við Víðisveg 9 1930, á Bergi við Bárugötu 4 1940.
Hjörtþór varð að síðustu starfsmaður í Magnúsarbakaríi, bjó síðast á Sólheimum við Njarðarstíg 15. Hann lést 1944.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.