„Guðni Guðjónsson (Brekkum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Gudni Gudjonsson og Jonina.jpg|thumb|''Guðni Guðjónsson og Jónína Guðmunda Jónsdóttir.]]
'''Guðni Guðjónsson''' frá Brekkum í Hvolhreppi, Rang., bóndi fæddist þar 11. júní 1898 og lést 14. apríl 1995 á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.<br>
'''Guðni Guðjónsson''' frá Brekkum í Hvolhreppi, Rang., bóndi fæddist þar 11. júní 1898 og lést 14. apríl 1995 á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.<br>
Foreldrar hans voru Guðjón Jóngeirsson bóndi, söðlasmiður, trésmiður, f. 29. maí 1863, d. 2. febrúar 1943, og Guðbjörg Guðnadóttir húsfreyja, f. 25. mars 1871, d. 6. ágúst 1961.
Foreldrar hans voru Guðjón Jóngeirsson bóndi, söðlasmiður, trésmiður, f. 29. maí 1863, d. 2. febrúar 1943, og Guðbjörg Guðnadóttir húsfreyja, f. 25. mars 1871, d. 6. ágúst 1961.

Útgáfa síðunnar 14. maí 2022 kl. 20:30

Guðni Guðjónsson og Jónína Guðmunda Jónsdóttir.

Guðni Guðjónsson frá Brekkum í Hvolhreppi, Rang., bóndi fæddist þar 11. júní 1898 og lést 14. apríl 1995 á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru Guðjón Jóngeirsson bóndi, söðlasmiður, trésmiður, f. 29. maí 1863, d. 2. febrúar 1943, og Guðbjörg Guðnadóttir húsfreyja, f. 25. mars 1871, d. 6. ágúst 1961.

Guðni sótti vertíðir í Eyjum á fyrri árum sínum. Afi hans gaf honum jörðina Skækil í A-Landeyjum 1. júní 1918. Hann breytti nafninu á jörðinni í Guðnastaði, bjó þar til 1926. Þau Jónína voru í Eyjum 1926-1927, bjuggu í Bergholti við Vestmannabraut 67, en bjuggu á Brekkum í Hvolhreppi frá 1927. Jónína lést 1969 og Guðni bjó áfram til 1971. Hann flutti til dóttur sinnar í Kópavogi og vann í trésmiðjunni Víði í Reykjavík. Árið 1973 flutti Guðni á Selfoss og vann þar við söðlasmíði uns hann flutti á Hrafnistu í Hafnarfirði árið 1991.
Þau Jónína Guðmunda giftu sig 1922, eignuðust tólf börn.
Guðni lést 1995.

I. Kona Guðna, (8. júlí 1922), var Jónína Guðmunda Jónsdóttir frá Austur-Búðarhólshjáleigu (nú Hólavatn) í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 5. júní 1902, d. 16. júní 1969.
Börn þeirra:
1. Valgerður Guðnadótttir húsfreyja á Selfossi, f. 14. júní 1923, d. 21. janúar 2022. Maður hennar Skúli Guðnason.
2. Ingólfur Guðnason málarameistari í Reykjavík, f. 21. febrúar 1925. Kona hans Fanney Kristjánsdóttir.
3. Guðni Brynjólfur Guðnason kaupfélagsstjóri, f. 1. apríl 1926, d. 15. janúar 2022. Kona hans Valgerður Þórðardóttir.
4. Ágústa Guðnadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 20. ágúst 1927, d. 5. febrúar 1980.. Fyrri maður Óskar Óskarsson. Síðari maður Kristmundur Magnússon.
5. Haraldur Guðnason bóndi, síðar eftirlitsmaður í Reykjavík, f. 14. desember 1928, d. 17. janúar 2021. Kona hans Ragnnhildur G. Pálsdóttir.
6. Gunnar Guðnason mjólkurbifreiðastjóri á Selfossi, f. 7. mars 1930, d. 1. júní 2013. Kona hans Erla Guðmundsdóttir.
7. Hafsteinn Guðnason verkamaður í Reykjavík, f. 22. október 1932, d. 19. febrúar 1995, ókvæntur.
8. Júlíus Guðnason trésmiður í Reykjavík, f. 16. október 1933, d. 30. október 1968. Sambúðarkona Kristín Ástríður Pálsdóttir.
9. Guðjón Sverrir Guðnason verkamaður í Eyjum, f. 31. maí 1935, ókvæntur.
10. Drengur, f. 31. maí 1935, d. 15. febrúar 1936.
11. Dagbjört Jóna Guðnadóttir bankamaður í Hafnarfirði, f. 1. september 1939. Maður hennar Jón Þ. Brynjólfsson.
12. Þorsteinn Guðnason verslunarstjóri í Reykjavík, f. 19. júní 1942, d. 25. apríl 1990. Kona hans Hrefna Kristmundsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Morgunblaðið 25. apríl 1995. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.