„Gísli Sighvatsson (kennari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Gísli Sighvatsson''' kennari fæddist 21. október 1950 á Hásteinsvegi 9 og lést 27. maí 1987.<br> Foreldrar hans voru Sighvatur Bjarnason aðalféhirðir, f. 15. júní 1919 í Eyjum, d. 6. desember 1998, og kona hans Elín Jóhanna Ágústsdóttir frá Aðalbóli, húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður, f. 12. júní 1925, d. 13. október 2021.<br> Börn Elínar og Sighva...)
 
m (Verndaði „Gísli Sighvatsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 27. mars 2022 kl. 14:46

Gísli Sighvatsson kennari fæddist 21. október 1950 á Hásteinsvegi 9 og lést 27. maí 1987.
Foreldrar hans voru Sighvatur Bjarnason aðalféhirðir, f. 15. júní 1919 í Eyjum, d. 6. desember 1998, og kona hans Elín Jóhanna Ágústsdóttir frá Aðalbóli, húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður, f. 12. júní 1925, d. 13. október 2021.

Börn Elínar og Sighvats:
1. Bjarni Sighvatsson útvarpsvirki, skrifstofumaður, f. 19. júlí 1949 á Aðalbóli. Kona hans Auróra Guðrún Friðriksdóttir.
2. Gísli Sighvatsson menntaskólakennari, f. 21. október 1950 á Hásteinsvegi 9. d. 27. maí 1987. Kona hans Ólöf Helga Þór.
3. Viktor Ágúst Sighvatsson læknir, f. 21. janúar 1952 á Hásteinsvegi 58. Fyrrum kona Margrét Ísdal. Kona hans Jóna Margrét Jónsdóttir.
4. Ásgeir Sighvatsson rafvirki, f. 15. nóvember 1955. Kona hans Hilda Torres.
5. Stúlka, f. 31. janúar 1960, d. sama dag.
6. Elín Sighvatsdóttir ritari á Landspítala, f. 1. nóvember 1961.
Börn Sighvats frá fyrra hjónabandi hans:
7. Kristín Sighvatsdóttir, bjó í Bandaríkjunum, f. 25. september 1942, d. 26. október 2012. Maður hennar Charles Lynch.
8. Bryndís Sighvatsdóttir, f. 3. júní 1945 d. 30. október 1945.

Gísli var stúdent í Menntaskólanum á Laugarvatni 1971, stundaði nám í Kennaraháskóla Íslands í eitt ár, nam þýsku og þýskar bókmenntir í Freiburg í Þýskalandi í tæp fimm ár. Hann fór aftur í Kennaraháskólann, lauk BA-prófi í Háskólanum í þýsku og uppeldisfræði og ári síðar kennslufræði. Gísli nam síðan við háskólann í Manitoba í Kanada.
Gísli var kennari við grunnskólann og Framhaldsskólann í Eyjum á árunum 1977-1982, kennari við Fjölbrautarskólann í Garðabæ var hann frá 1986 og í þýsku í viðlögum í Garðaskóla.
Þau Ólöf Helga giftu sig 1987, eignuðust ekki barn saman, en Gísli gekk barni Ólafar í föðurstað. Þau bjuggu í Birkihvammi 13 í Kópavogi.
Gísli lést 1987.

I. Kona Gísla, (23. maí 1987), er Ólöf Helga Þór kennari, f. 14. ágúst 1956. Foreldrar hennar Arnaldur Jónasson Þór garðyrkjubóndi í Mosfellsbæ, f. 23. febrúar 1918, d. 21. október 1988, og kona hans Kristín Jensdóttir Þór húsfreyja, f. 8. janúar 1922, d. 24. janúar 2008.
Barn hennar og fósturbarn Gísla:
1. Gunnar Sveinn Magnússon, f. 2. janúar 1978. Sambúðarkona hans Inga Hrönn Kristjánsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.