„Pétur Guðbjartsson (kjötiðnaðarmaður)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Jón Pétur Björnsson Guðbjartsson''' frá Stóra-Laugardal í Tálknafirði, sjómaður, matsveinn, kjötiðnaðarmaður fæddist þar 14. júlí 1904 og lést 28. febrúar 1993.<br> Foreldrar hans voru Guðbjartur Einarsson húsmaður, sjómaður, verkamaður í Stóra-Laugardal, f. 17. ágúst 1867, d. 24. nóvember 1937, og kona hans Ólöf Þóra Benjamínsdóttir húskona, síðar húsfreyja, f. 2. september 1875, d. 4. september 1963. Pétur var með foreldrum sínu...)
 
m (Verndaði „Pétur Guðbjartsson (kjötiðnaðarmaður)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 10. mars 2022 kl. 17:26

Jón Pétur Björnsson Guðbjartsson frá Stóra-Laugardal í Tálknafirði, sjómaður, matsveinn, kjötiðnaðarmaður fæddist þar 14. júlí 1904 og lést 28. febrúar 1993.
Foreldrar hans voru Guðbjartur Einarsson húsmaður, sjómaður, verkamaður í Stóra-Laugardal, f. 17. ágúst 1867, d. 24. nóvember 1937, og kona hans Ólöf Þóra Benjamínsdóttir húskona, síðar húsfreyja, f. 2. september 1875, d. 4. september 1963.

Pétur var með foreldrum sínum á Stóra-Laugabóli í æsku.
Hann leitaði til Eyja rúmlega tvítugur, stundað sjómennsku, var lengst matsveinn, var kjötiðnaðarmaður, vann í Vöruhúsinu og Kaupfélaginu, var síðar skrifstofumaður þar.
Hann var hagmæltur.
Þau Vigdís giftu sig 1927, eignuðust barn, sem lést af slysförum fárra ára gamalt. Þau ólu upp barn. sem kom til þeirra vikugamalt. Þau voru í Mörk 1925, í Háaskála 1927, í Baðhúsinu 1930, á Urðavegi 42 1940, í Pétursey, (Hásteinsvegi 43) 1945, en voru komin í nýbyggt hús sitt við Brimhólabraut 2 1948.
Vigdís lést 1972.
Pétur flutti til Reykjavíkur við Gosið 1973 og bjó þar síðan, dvaldi síðustu árin á Droplaugarstöðum.
Hann lést 1993.

I. Kona Péturs, (1927), var Vigdís Hjartardóttir frá Álftarhóli í A-Landeyjum, húsfreyja, þá ekkja, f. 25. júlí 1887, d. 1972.
Barn þeirra:
1. Erna Pétursdóttir, f. 21. júlí 1928, d. líklega 1931 af slysförum. Hún er með foreldrum sínum við manntal 1930, en ekki við húsvitjun síðari hluta árs 1931.
Fóstursonur hjónanna var
2. Ottó Laugdal Ólafsson sjómaður, bifreiðastjóri, iðnverkamaður í Svíþjóð, f. 30. júní 1932, d. 26. október 1995.

Börn Vigdísar og fyrri manns hennar Karls Árnasonar.
Stjúpbörn Péturs voru Bára og Kristín:
1. Andvana stúlka, f 12. október 1912 á Borgum í Norðfirði.
2. Sigfinnur Karlsson vélstjóri, verkalýðsleiðtogi í Neskaupstað, f. 19. febrúar 1915, d. 7. maí 2004.
2. Hjörtrós Bára Karlsdóttir húsfreyja, tvíburi, f. 1. maí 1919, d. 25. apríl 1979.
3. Andvana drengur, tvíburi, f. 1. maí 1919.
4. Kristín Karlsdóttir húsfreyja, f. 28. janúar 1921, d. 30. september 1997.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.