„Ólafur Vídalín Jónsson (Dalbæ)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Ólafur Vídalín Jónsson''' frá Dalbæ, forstjóri í Prince Roberts í British Columbia fæddist 26. október 1899 í Dalbæ og lést 17. nóvember 1974, nefndi sig Philippson Vestra. Foreldrar hans voru Jón Filippusson, f. 14. september 1878 í A-Landeyjum, d. 23. júlí 1956 í Vancouver, og kona hans Jóhanna Sigríður Jónsdóttir húsfreyja frá Gjábakka f....)
 
m (Verndaði „Ólafur Vídalín Jónsson (Dalbæ)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 4. mars 2022 kl. 12:57

Ólafur Vídalín Jónsson frá Dalbæ, forstjóri í Prince Roberts í British Columbia fæddist 26. október 1899 í Dalbæ og lést 17. nóvember 1974, nefndi sig Philippson Vestra. Foreldrar hans voru Jón Filippusson, f. 14. september 1878 í A-Landeyjum, d. 23. júlí 1956 í Vancouver, og kona hans Jóhanna Sigríður Jónsdóttir húsfreyja frá Gjábakka f. 15. september 1876, d. 16. apríl 1916.

Börn Sigríðar og Jóns:
1. Ólafur Vídalín Jónsson, f. 26. október 1899, d. 17. nóvember 1974. Hann nefndi sig Philippson Vestra. Kona hans var Karla Marie Jensen.
2. George Jónsson Philippson raffræðingur í Prince Roberts, f. 21. júní 1903. Kona hans Lillian Catton Philippson.
3. Kristín Sigurást Jónsdóttir Ormiston húsfreyja í Victoria B.C., f. 9. ágúst 1907. Maður hennar Harry Alexander Ormiston.
4. Ingibjörg Philippia Jónsdóttir Kristjánsson húsfreyja í Prince Roberts í B.C., f. 26. október 1909. Maður hennar Arthur Hjörtur Kristjánsson.
5. Thorstina Sigurbjörg Jónsdóttir Degg húsfreyja í Raymond í Washington-fylki, f. 8. febrúar 1913. Maður hennar Norman Oliver Degg.
6. Jóhann Jónsson Philippson umsjónarmaður í Victoria. Kona hans Margaret Anderson Philippson.

Ólafur var með foreldrum sínum, í Dalbæ og fór með þeim til Vesturheims 1902.
Hann var forstjóri í Prince Roberts í British Columbia.
Þau Karla Marie giftu sig, eignuðust tvö börn.
Ólafur lést 1974.

I. Kona Ólafs Vídalíns var Karla Marie Jensen Philippson húsfreyja, f. 15. október 1901.
Börn þeirra:
1. Keith, f. um 1928.
2. Gerald Johann, f. 28. júní 1929.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.