„Guðleif Erlendsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Guðleif Erlendsdóttir''' frá Neðri-Dal u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist þar 16. febrúar 1842 og lést 1. febrúar 1938 í Eyjum.<br> Foreldrar hennar voru Erlendur Árnas...)
 
m (Verndaði „Guðleif Erlendsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 5. október 2021 kl. 17:35

Guðleif Erlendsdóttir frá Neðri-Dal u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist þar 16. febrúar 1842 og lést 1. febrúar 1938 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Erlendur Árnason bóndi í Neðri-Dal og á Hlíðarenda, f. 8. október 1817, d. 6. nóvember 1898, og kona hans Bóel Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 17. mars 1817, d. 6. nóvember 1886.

Guðleif var með foreldrum sínum í Hallskoti í Fljótshlíð 1850, á Hlíðarenda 1855 og 1860.
Þau Sveinn giftu sig 1869, eignuðust fjögur lifandi börn og tíu andvana fædd börn. Auk þess áttu þau fósturbarn. Tvö barna þeirra dóu nýfædd og eitt tæpra átta ára.
Þau Sveinn bjuggu í Miðeyjarhólmi 1869-1897, en áttu síðar heimili hjá Sigurveigu dóttur sinni þar og á Felli í Mýrdal.
Sveinn lést 1921 á Felli.
Guðleif flutti til Eyja 1930, dvaldi með Sigurveigu dóttur sinni hjá Þorgerði Hallgrímsdóttur dótturdóttur sinni á Hásteinsvegi 5 1930.
Guðleif lést 1938.

I. Maður Guðleifar, (16. október 1869), var Sveinn Jónsson frá Hvammi u. Eyjafjöllum, bóndi í Miðeyjarhólmi, f. 6. nóvember 1840, d. 20. ágúst 1921 á Felli í Mýrdal. Foreldrar hans voru Jón Sveinsson bóndi í Hvammi, f. 12. ágúst 1816, d. 22. nóvember 1883, og kona hans Ólöf Þórðardóttir húsfreyja, f. 5. júní 1807, d. 5. júní 1890.
Börn fædd lifandi:
1. Bóel Sigurleif Sveinsdóttir, f. 3. september 1870, d. 20. ágúst 1878.
2. Ólöf Sveinsdóttir, f. 10. september 1871, d. 13. september 1871.
3. Sigurveig Sveinsdóttir húsfreyja í Miðeyjarhólmi og á Felli í Mýrdal, f. 1. september 1872, d. 19. apríl 1955.
Fósturbarn hjónanna:
4. Bóel Sigríður Kristjánsdóttir, f. 16. júlí 1884. Hún flutti til Vesturheims.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.