„Ólafur Sigurðsson (Skuld)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4: Lína 4:


Ólafur var [[Aflakóngar|aflakóngur]] Vestmannaeyja árið 1964.
Ólafur var [[Aflakóngar|aflakóngur]] Vestmannaeyja árið 1964.
[[Óskar Kárason]] samdi formannavísu um Ólaf:
:''Aflann greitt í fleyið fær
:''frískur Skuldar-Óli.
:''Þéttan Ófeig rekkur rær
:''rok þótt stífan gjóli.


{{Heimildir|
{{Heimildir|
* Óskar Kárason. ''Formannavísur''. Vestmannaeyjum, 1950.
* Þórarinn Ingi Ólafsson. http://www.eyjar.is/ingiol/}}
* Þórarinn Ingi Ólafsson. http://www.eyjar.is/ingiol/}}
[[Flokkur:Fólk]]
[[Flokkur:Fólk]]
[[Flokkur:Formenn]]
[[Flokkur:Formenn]]
[[Flokkur:Aflakóngar]]
[[Flokkur:Aflakóngar]]

Útgáfa síðunnar 25. júlí 2006 kl. 09:23

Ólafur Sigurðsson fæddist 14. október 1915 í Skuld í Vestmannaeyjum. Var hann alla ævi kenndur við fæðingarstað sinn, Óli í Skuld. Foreldrar hans voru Sigurður Oddsson og Ingunn Jónasdóttir í Skuld. Ólafur var kvæntur Ástu Bjartmars og eignuðust þau 3 börn. Ólafur lést 16 mars 1969.

Ólafur hóf formennsku þegar hann var 19 ára gamall á Skallagrím. Seinna var hann meðal annars formaður með Freyju, Helga og Ófeig II. Skömmu eftir stríðið gerðist hann meðeigandi og skipsstjóri Ófeigs 30 tonna báts. Sú útgerð gekk vel, enda fiskaði Ólafur vel. Árið 1955 keyptu Ófeigsmenn nýjan stálbát frá Hollandi Ófeig III. VE 325, og var hann með fyrstu stálbátum sem komu til landsins. Aflaði Ólafur afburðavel á þennan bát. Árið 1959 keypti Ófeigsútgerðin 100 tonna stálbát frá Austur Þýskalandi.

Ólafur var aflakóngur Vestmannaeyja árið 1964.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Ólaf:

Aflann greitt í fleyið fær
frískur Skuldar-Óli.
Þéttan Ófeig rekkur rær
rok þótt stífan gjóli.



Heimildir