„Engilbert Ottó Sigurðsson yngri“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 17: Lína 17:
Börn þeirra eru:<br>
Börn þeirra eru:<br>
1. [[Kolbrún Engilbertsdóttir]] sjúkrahússtarfsmaður í Reykjavík, f. 16. júlí 1952 á Sjúkrahúsinu í Eyjum. <br>
1. [[Kolbrún Engilbertsdóttir]] sjúkrahússtarfsmaður í Reykjavík, f. 16. júlí 1952 á Sjúkrahúsinu í Eyjum. <br>
2. [[Þór Engilbertsson]] húsasmíðameistari og verktaki, eigandi byggingafyrirtækisins Tvö Þ í Eyjum, f. 16. apríl 1954 í Hljómskálanum.<br>
2. [[Þór Engilbertsson]] húsasmíðameistari og verktaki, eigandi byggingafyrirtækisins Tvö Þ í Eyjum, f. 16. apríl 1954 í [[Hljómskálinn|Hljómskálanum]].<br>
{{Heimildir|
{{Heimildir|
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].  
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].  

Útgáfa síðunnar 23. janúar 2021 kl. 21:19

Engilbert Ottó Sigurðsson yngri frá Hofsstöðum, sjómaður, bifreiðastjóri fæddist 14. maí 1931.
Foreldrar hans voru Sigurður Bjarnason sjómaður, f. 25. ágúst 1895, d. 13. ágúst 1981 og sambýliskona hans Þorbjörg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 22. febrúar 1895, d. 9. júní 1948.

Börn Þorbjargar og Sigurðar voru:
1. Andvana stúlka, f. 26. desember 1917.
2. Anna Ester Sigurðardóttir, f. 18. nóvember 1919, d. 19. janúar 1980.
3. Sigurður Hilmar Sigurðsson, f. 26. apríl 1921, d. 27. september 2014.
4. Solveig Sigurðardóttir, f. 19. desember 1923, d. 7. desember 1994.
5. Engilbert Ottó Sigurðsson, f. 14. maí 1931.

Engilbert ólst upp með foreldrum sínum. Móðir hans lést 1948. Árið 1949 bjuggu feðgarnir Sigurður Bjarnason og synir hans Sigurður Hilmar og Engilbert á Brekastíg 23. Guðríður Guðfinna kom til Eyja 1952. Kolbrún dóttir þeirra fæddist á því ári og þau Guðríður Guðfinna giftu sig í júlí 1953.
Þau hófu búskap sinn í kjallaranum á Seljalandi, síðan í Hljómskálanum (Hvítingavegi 10). Þar fæddist Þór 1954. Fjölskyldan bjó á Brekastíg 23 hjá Sigurði föður Engilberts uns þau höfðu gert hús sitt á Fjólugötu íbúðarhæft. Þau fluttu þangað 1964 og hafa búið þar síðan.

I. Kona Engilberts, (31. júlí 1953), er Guðríður Guðfinna Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. febrúar 1931 í Vík í Mýrdal.
Börn þeirra eru:
1. Kolbrún Engilbertsdóttir sjúkrahússtarfsmaður í Reykjavík, f. 16. júlí 1952 á Sjúkrahúsinu í Eyjum.
2. Þór Engilbertsson húsasmíðameistari og verktaki, eigandi byggingafyrirtækisins Tvö Þ í Eyjum, f. 16. apríl 1954 í Hljómskálanum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.