„Kristján Belló Gíslason“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Kristján Belló Gíslason“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Kristján Belló.jpg|thumb|200px|''Kristján Belló Gíslason.]] | [[Mynd:Kristján Belló.jpg|thumb|200px|''Kristján Belló Gíslason.]] | ||
'''Kristján Belló Gíslason''' leigubílstjóri fæddist 1. febr. 1912 í [[Sandprýði]] og lést 31. maí 2005 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.<br> | '''Kristján Belló Gíslason''' leigubílstjóri fæddist 1. febr. 1912 í [[Sandprýði]] og lést 31. maí 2005 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.<br> | ||
Foreldrar hans voru [[Gísli Þórðarson (Jaðri)|Gísli Þórðarson]] verkamaður, f. 5. desember 1877 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 7. nóvember 1943, og kona hans [[Guðleif Kristjánsdóttir (Jaðri)| | Foreldrar hans voru [[Gísli Þórðarson (Jaðri)|Gísli Þórðarson]] verkamaður, f. 5. desember 1877 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 7. nóvember 1943, og kona hans [[Guðleif Kristjánsdóttir (Jaðri)|Guðleif Kristjánsdóttir]] húsfreyja, f. 13. október 1886 á Voðmúlastöðum í Landeyjum, d. 22. janúar 1917. | ||
Börn Guðleifar og Gísla voru:<br> | Börn Guðleifar og Gísla voru:<br> |
Núverandi breyting frá og með 29. september 2020 kl. 17:22
Kristján Belló Gíslason leigubílstjóri fæddist 1. febr. 1912 í Sandprýði og lést 31. maí 2005 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Foreldrar hans voru Gísli Þórðarson verkamaður, f. 5. desember 1877 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 7. nóvember 1943, og kona hans Guðleif Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 13. október 1886 á Voðmúlastöðum í Landeyjum, d. 22. janúar 1917.
Börn Guðleifar og Gísla voru:
1. Haraldur Gíslason sjómaður, verkamaður, f. 24. apríl 1907, d. 24. nóvember 1989. Hann var tökubarn í Múlakoti 1920.
2. Sigríður Stefanía Gísladóttir húsfreyja í Reykjavík og Kópavogi, f. 11. apríl 1908, d. 10. mars 1995. Hún ólst upp hjá ömmusystur sinni í Hamragörðum u. V-Eyjafjöllum.
3. Þuríður Guðlaug Gísladóttir, f. 19. september 1909, d. 6. ágúst 1971. Hún var tökubarn á Grjótá í Fljótshlíð 1920.
4. Kristján Belló Gíslason leigubifreiðastjóri í Reykjavík, f. 1. febrúar 1912, d. 31. maí 2005.
5. Fanney Gísladóttir verkakona, f. 16. desember 1914, d. 10. júní 2005. Hún var tökubarn í Miðkoti í Fljótshlíð 1920.
6. Soffía Gísladóttir húsfreyja í Fljótshlíð og í Hvolhreppi, f. 31. desember 1915, d. 14. september 2003. Hún var tökubarn í Múlakoti 1920.
7. Ásta Gísladóttir, f. 17. janúar, d. sama dag.
Föðursystkini Kristjáns Belló:
1. Þorkell Þórðarson í Sandprýði, f. 7. desember 1872 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 14.júlí 1945.
2. Magnús Þórðarson Thorlacius kaupmaður, bóndi, verkamaður á Skansinum, f. 24. desember 1876 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. apríl 1955.
3. Guðrún Þórðardóttir verkakona, f. 31. ágúst 1882 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. mars 1878.
Barn Þórðar og fyrri konu hans Sigríðar Nikulásdóttur, f. 8. mars 1838, d. 24. maí 1864 var
4. Ívar Þórðarson á Mið-Sámsstöðum í Fljótshlíð, bóndi, síðar í Eyjum, f. 3. september 1863, d. 10. apríl 1924.
Guðleif móðir Kristjáns lést, er hann var tæpra fimm ára. Hann var með föður sínum á Litlu-Grund 1917, í Múlakoti í Fljótshlíð 1920.
Kristján vann sveitastörf, var vinnumaður í Múlakoti, starfaði við sjómennsku, vörubílaakstur og síðan leigubílaakstur, fyrst á Litlu bílastöðinni, en á Hreyfli 1946-1990.
Hann eignaðist barn með Kristjönu 1932.
Þau Halldóra fluttu til Kópavogs 1946, bjuggu fyrst við Digranesveg, en síðar að Hátröð 8, en 1988 í Vogatungu 101.
I. Barnsmóðir Kristjáns Bellós var Kristjana Alberta Hannesdóttir, f. 18. ágúst 1907 á Þurranesi í Saurbæ, Dal., d. 21. desember 1985. Foreldrar hennar voru Hannes Guðnason bóndi, f. 13. mars 1868, d. 21. febrúar 1924, og kona hans Margrét Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1875, d. 23. febrúar 1955.
Barn þeirra:
1. Vera Fannberg Kristjánsdóttir, Fróðengi 8 í Reykjavík, húsfreyja, f. 10. júlí 1932. Barnsfaðir hennar var Flosi Gunnlaugur Ólafsson. Barnsfaðir hennar var Guðmundur Steingrímsson. Maður hennar Sigurjón Richter.
II. Kona Kristjáns Bellós var Halldóra Stefánsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 6. ágúst 1922 á Raufarhöfn, d. 26. ágúst 2012 á Hrafnistu í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Stefán Sigurbjörn Guðmundsson frá Hafursstöðum í Svalbarðshreppi, N.-Þing., sjómaður, verkamaður, f. 23. jan. 1889, d. 3. júlí 1967 og kona hans Arnþrúður Margrét Hallsdóttir frá Hóli á Langanesi, húsfreyja, f. 8. des. 1897, d. 9. des. 1980.
Börn þeirra:
2. Gísli Þröstur Kristjánsson verkstjóri, kaupmaður í Reykjavík, f. 1. okt. 1943. Fyrri kona hans Guðrún Erna Björnsdóttir. Sambýliskona Oddný S. Gestsdóttir.
3. Guðleif Kristjánsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, matráðskona, f. 29. jan. 1945, d. 14. maí 2014. Maður hennar Helgi Eiríksson.
4. Arnþrúður Margrét Kristjánsdóttir húsfreyja, matartæknir, f. 7. febr. 1947. Maður hennar Hafsteinn M. Guðmundsson.
5. Guðni Svavar Kristjánsson rafvirkjanemi, f. 20. nóv. 1954, d. 7. ágúst 1984. Kona hans Júlíana Sóley Gunnarsdóttir.
6. Stefán Rúnar Kristjánsson bifvélavirki, f. 2. apríl 1957. Fyrri kona Kona Lilja Hreiðarsdóttir. Kona hans Agla R. Róbertsdóttir.
Barn Halldóru með Árna Pétri Lund frá Raufarhöfn:
7. Árni Pétursson Lund, fóstraður hjá móðurforeldrum á Raufarhöfn, f. 28. október 1938, d. 8. júlí 2013. Kona hans Svanhildur Á. Sigurðardóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók. is
- Manntöl.
- Morgunblaðið 7. júní 2005. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Ættingjar.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.