„Póstmál“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 6: Lína 6:


{{Heimildir|
{{Heimildir|
* Haraldur Guðnason og [[Þorsteinn Þ. Víglundsson]]. Póstmál í Eyjum. ''[[Blik]]''. 1967. 26. árg
* [[Haraldur Guðnason]] og [[Þorsteinn Þ. Víglundsson]]. Póstmál í Eyjum. ''[[Blik]]''. 1967. 26. árg
}}
}}


[[Flokkur:Saga]]
[[Flokkur:Saga]]

Útgáfa síðunnar 19. júlí 2006 kl. 11:14

Ekki hefur það gengið klakklaust í gegnum aldirnar að koma bréfum til og frá Vestmannaeyjum. Opinberir póstflutningar við Eyjar komust ekki á fyrr en undir lok 18. aldar og voru það síður en svo reglulegar sendingar. Fyrsta póststofnun á Íslandi komst í gagnið árið 1782 og var þá ráðinn einn landspóstur sem sá um flutninga. Mikið baráttumál var fyrir Vestmannaeyinga að fá viðunandi póstflutninga enda þurftu þeir sjálfir að sækja póst sinn upp í Landeyjar. Vont veður og brim gerðu það að verkum að ekki náðist í póstinn, stundum svo mánuðum skipti. Þegar svo áraði tóku menn upp á hinni fornu aðferð að senda flöskupóst. Ekki er aðferðin mjög traust en til eru dæmi um að menn hafi fengið póstinn 12 tímum eftir sendingu. Voru þá verðlaun fyrir að pósturinn hafi komist til skila, tóbaksspöng sem sett var með í flöskuna.

Frá 1872 - aldamóta 1900

Árið 1872 kom tilskipun frá konungi um að póstafgreiðslumenn skyldu settir víða um land. Póstafgreiðslumaður var settur í Vestmannaeyjum og fékk hann 15 ríkisdali í árslaun. Sýslumaðurinn, Michael Marius Ludovico Aagaard, fékk starfið. Áður en póstafgreiðslan komst í gagnið voru póstsendingar til Vestmannaeyja 5-6 sinnum um árið. Þegar póstafgreiðsla var stofnuð í Vestmannaeyjum jukust póstflutningar og við lok 19. aldar var tekið á móti pósti rúmlega 50 sinnum á ári.



Heimildir