„Ólafur Elísson“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 7: | Lína 7: | ||
{{Heimildir| | {{Heimildir| | ||
* Haraldur Guðnason. ''Við Ægisdyr: Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár'', II. bindi. Reykjavík, Vestmannaeyjabær, 1991. | * [[Haraldur Guðnason]]. ''Við Ægisdyr: Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár'', II. bindi. Reykjavík, Vestmannaeyjabær, 1991. | ||
}} | }} | ||
[[Flokkur:Fólk]] | [[Flokkur:Fólk]] | ||
[[Flokkur:Bæjarstjórar]] | [[Flokkur:Bæjarstjórar]] |
Útgáfa síðunnar 18. júlí 2006 kl. 15:06
Ólafur Elísson var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum frá 1982 til 1986. Ólafur fæddist þann 24. júlí 1953 í Reykjavík. Foreldrar hans eru Elís Kristjánsson, húsasmíðameistari, og Anna Óskarsdóttir, húsmóðir.
Ólafur varð stúdent frá Verslunarskóla Íslands árið 1974 og síðar cand. oecon. frá Háskóla Íslands. Hann varð löggiltur endurskoðandi árið 1982. Ólafur starfaði hjá bæjarsjóði Njarðvíkur og síðar hjá Endurskoðunarskrifstofu Sigurðar Stefánssonar sf. í Reykjavík og Vestmannaeyjum með námi og til 1982. Frá árinu 1986 til ársins 1999 vann hann sem endurskoðandi og var einn af eigendum endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækisins Deloitte. Ólafur hefur starfað sem sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vestmannaeyja frá árinu 1999. Ólafur hefur gegnt ýmsum trúnaðar- og félagsstörfum, m.a. var hann formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum frá árinu 1989 til 1992 og forseti Kiwanisklúbbsins Helgafells í Vestmannaeyjum 2001 til 2002.
Ólafur kvæntist árið 1976 Stellu Skaptadóttur og eiga þau saman 3 börn, Sjöfn, Skapta Örn og Hlín.
Heimildir
- Haraldur Guðnason. Við Ægisdyr: Saga Vestmannaeyjabæjar í 60 ár, II. bindi. Reykjavík, Vestmannaeyjabær, 1991.