„Aðalheiður Jóna Sigurgrímsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Aðalheiður Jóna Sigurgrímsdóttir. '''Aðalheiður Jóna Sigurgrímsdóttir''' húsfreyja fæddist 3. júlí 1940...)
 
m (Verndaði „Aðalheiður Jóna Sigurgrímsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 22. apríl 2020 kl. 21:15

Aðalheiður Jóna Sigurgrímsdóttir.

Aðalheiður Jóna Sigurgrímsdóttir húsfreyja fæddist 3. júlí 1940 í Reykjavík og lést 16. júlí 2004.
Foreldrar hennar voru Sigurgrímur Árni Ólafsson netagerðarmeistari, síðar skrifstofumaður hjá Mjólkursamsölunni, f. 1. febrúar 1911, d. 19. maí 1969, og Lára Laufey Sigursteinsdóttir húsfreyja, f. 8. júlí 1914, d. 18. maí 1991.

Systir Aðalheiðar Jónu var
1. Svana Sigurrós Sigurgrímsdóttir húsfreyja, f. 2. september 1935, d. 17. nóvember 2004.

Aðalheiður Jóna var verkakona með heimilishaldi í Reykjavík og á Hellu, var að síðustu ræstitæknir á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Þau Guðmundur giftu sig 1959, en skildu. Þau eignuðust tvö börn.
Hún giftist Halldóri 1965. Þau eignuðust tvö börn, bjuggu á Hellu. Þau fluttu til Eyja 1976, keyptu London við Miðstræti 3 1977 og bjuggu þar.

Aðalheiður Jóna var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (1959, skildu), var Guðmundur Líndal Benediktsson frá Siglufirði, verkstjóri, f. 9. ágúst 1932, d. 20. desember 2008. Foreldrar hans voru Benedikt Einarsson frá Siglufirði, vélsmiður, f. 14. mars 1906, d. 27. september 1980, og María Ingunn Guðmundsdóttir frá Broddadalsá í Strandas., húsfreyja, f. 31. júlí 1899, d. 21. febrúar 1974.
Börn þeirra:
1. María Guðmundsdóttir Líndal húsfreyja í Neðri-Hundadal í Dalas., f. 20. mars 1959. Maður hennar Sigursteinn Hjartarson.
2. Svana Guðmundsdóttir Líndal húsfreyja, f. 27. apríl 1960. Sambýlismaður hennar Hjálmtýr Unnar Guðmundsson.

II. Síðari maður Aðalheiðar Jónu, (18. september 1965), er Halldór Haraldsson frá Efri-Rauðalæk í Holtum, Rang., sjómaður, verkamaður í London, f. 13. mars 1946.
Börn þeirra:
3. Geir Halldórsson starfsmaður á lyftara hjá Eimskipum, f. 22. apríl 1965. Sambýliskona hans Helena Sigríður Pálsdóttir.
4. Haraldur Halldórsson starfsmaður Áhaldahússins, f. 14. mars 1966.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.