„Ásta Sigurðardóttir (Vatnsdal)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Ásta Hildur Sigurðardóttir. '''Ásta Hildur Sigurðardóttir''' frá Vatnsdal, húsfreyja, iðnverkakona...)
 
m (Verndaði „Ásta Sigurðardóttir (Vatnsdal)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 3. janúar 2020 kl. 19:50

Ásta Hildur Sigurðardóttir.

Ásta Hildur Sigurðardóttir frá Vatnsdal, húsfreyja, iðnverkakona, verkakona fæddist 11. janúar 1928 í Vatnsdal og lést 4. nóvember 2014.
Foreldrar hennar voru Sigurður Högnason verkamaður frá Vatnsdal, f. 4. október 1897, d. 31. ágúst 1951, og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 28. mars 1907 í Vík í Mýrdal, d. 6. janúar 1989.

Börn Ingibjargar og Sigurðar:
1. Ásta Hildur Sigurðardóttir, f. 11. janúar 1928 í Vatnsdal, d. 4. nóvember 2014.
2. Högni Sigurðsson, f. 19. janúar 1929, d. 11. september 2018.
3. Ólafur Ragnar Sigurðsson, f. 3. mars 1931 í Vatnsdal.
4. Sigríður Sigurðardóttir, f. 26. ágúst 1932 í Vatnsdal, d. 2. maí 1992.
5. Kristín Ester Sigurðardóttir, f. 5. febrúar 1939 í Vatnsdal, d. 11. maí 1988.
6. Hulda Sigurbjörg Sigurðardóttir, f. 27. ágúst 1947 í Vatnsdal.

Ásta var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann hjá Netagerð Vestmannaeyja í nokkur ár og síðan í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja. Einnig starfaði hún um tíma í Hraunbúðum.
Þau Björn giftu sig 1953, eignuðust ekki börn.
Þau bjuggu í fyrstu í Vatnsdal, byggðu hús að Grænuhlíð 13 og bjuggu þar til Goss.
Við Gos 1973 fluttust þau Björn til Stokkseyrar og bjuggu þar um skeið og síðan í Hveragerði, en þar starfaði Ásta Hildur á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Ási. Þau bjuggu nokkur ár í Hveragerði og fluttu síðan aftur heim til Eyja, bjuggu fyrst á Heiðarvegi 36 og síðan að Túngötu 18.
Þau Björn giftu sig 1953, eignuðust ekki börn. Ásta Hildur lést 2014 og Björn 2016.

I. Maður Ástu Hildar, (16. desember 1953), var Björn Jónsson frá Barðsgerði í Flókadal, Skagafirði, f. 17. október 1925, d. 13. febrúar 2016. Foreldrar hans voru Jón Stefánsson bóndi í Nesi, og Rósa Jóakimsdóttir, þá ekkja í Barðsgerði, f. 5. september 1893, d. 23. ágúst 1972.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.