„Sigríður Sóley Sveinsdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Sigríður Sóley Sveinsdóttir. '''Sigríður Sóley Sveinsdóttir''' frá Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri í V-Skaftaf...) |
m (Verndaði „Sigríður Sóley Sveinsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 28. desember 2019 kl. 21:36
Sigríður Sóley Sveinsdóttir frá Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri í V-Skaftafellssýslu, húsfreyja fæddist þar 26. maí 1913 og lést 7. maí 2003 í Dvalarheimilinu í Holtsbúð í Garðabæ.
Foreldrar hennar voru Sveinn Jónsson frá Eystri-Ásum í Skaftártungu, bóndi, f. þar 5. apríl 1880, d. 23. desember 1959 í Reykjavík, og kona hans Hildur Jónsdóttir frá Þykkvabæjarklaustri, húsfeyja, ljósmóðir, f. þar 10. ágúst 1890, d. 13. júlí 1981.
Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, á Þykkvabæjarklaustri til 1916, með þeim í Hlíð í Skaftártungu 1916-1919, hjá þeim á Borgarfelli þar 1919-1920, á Þykkvabæjarklaustri 1920-1935.
Hún fluttist til Eyja 1935.
Þau Karl Óskar giftu sig 1935, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Einidrangi, Brekastíg 29 1935, í Steinum við Urðaveg 8 1941 og í Dal við Kirkjuveg 35 1946.
Þau fluttu í Mosfellssveit 1947, bjuggu á Skeggjastöðum og í Grafarholti, sem þá var í Mosfellssveit, og síðan í Reykjavík.
Karl Óskar lést 1986 og Sigríður 2003.
I. Maður Sigríðar Sóleyjar, (1935), var Karl Óskar Guðmundsson frá Viðey, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 6. apríl 1911 í Nýjabæ í Ásahreppi, Rang., d. 16. janúar 1986.
Börn þeirra:
1. Viðar Einarsson, f. 26. nóvember 1935 á Einidrangi. Kona hans Adda Ingvarsdóttir.
2. Svanhildur Karlsdóttir, f. 3. október 1941 í Steinum.
3. Hrafnhildur Karlsdóttir, f. 2. júní 1946 í Dal. Sambýlismaður hennar Ómar Guðmundsson.
4. Guðmundur Karlsson vélaverkfræðingur, framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 24. mars í Grafarholti í Mosfellssveit. Kona hans Sigrún Katrín Sigurjónsdóttir. Barnsmóðir hans Karen Hólmgeirs Jóhannsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 16. maí 2003. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
- Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.