„Björg Jóhanna Jónsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Björg Jóhanna Jónsdóttir''' frá Flateyri við Önundarfjörð, húsfreyja á Miðbælisbökkum undir A-Eyjafjöllum fæddist 2. ágúst 1924 á Vegbergi og lést 2. októ...)
 
m (Verndaði „Björg Jóhanna Jónsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 27. júní 2019 kl. 14:30

Björg Jóhanna Jónsdóttir frá Flateyri við Önundarfjörð, húsfreyja á Miðbælisbökkum undir A-Eyjafjöllum fæddist 2. ágúst 1924 á Vegbergi og lést 2. október 1998.
Foreldrar hennar voru Jón Magnússon verkamaður, síðar skósmiður, f. 22. apríl 1895, d. 29. apríl 1957, og kona hans Elín María Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. desember 1903, d. 16. nóvember 1977.

Björg fæddist foreldrum sínum á Vegbergi 1924, en þau voru þar vertíðarfólk. Hún fluttist með þeim til Flateyrar og var með þeim til fimmtán ára aldurs.
Hún fluttist til Reykjavíkur, vann þar vinnukonustörf, en vann einnig við síldarverkun á Siglufirði.
Hún giftist Óskari Júníussyni um 1954, en þau skildu barnlaus.
Björg réðst bústýra til Óskars Ketilssonar bónda á Miðbælisbökkum u. A-Eyjafjöllum. Þau giftu sig 1959, eignuðust þrjú börn.
Óskar lést 1993. Björg bjó áfram á Miðbælisbökkum með Steinari Kristjáni syni sínum.
Björg Jóhanna lést 1998.

Björg Jóhanna var tvígift.

I. Fyrri maður hennar, (um 1954, skildu), var Óskar Júníusson úr Keflavík, f. 12. september 1922, d. 10. ágúst 2001. Foreldrar hans voru Júníus Ólafsson sjómaður í Keflavík, f. 10. júní 1897, d. 29. nóvember 1959, og María Jónsdóttir, f. 23. janúar 1897, d. 16. apríl 1958.
Þau voru barnlaus.

II. Síðari maður Bjargar Jóhönnu, (1959), var Óskar Ketilsson sjómaður, bóndi, f. 5. apríl 1929 á Vestri-Uppsölum, d. 11. maí 1993 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Guðrún María Óskarsdóttir húsmóðir í Hafnarfirði, síðar á Selfossi, f. 17. júlí 1959. Barnsfaðir hennar er Axel Sigurgeir Axelsson. Maki var Garðar H. Björgvinsson.
2. Jón Ingvar Óskarsson rafeindavirki í Reykjavík, f. 25. desember 1961. Barnsmóðir hans er Martha Jörundsdóttir.
3. Steinar Kristján Óskarsson bóndi á Miðbælisbökkum, starfsmaður Pósts og síma, síðar á Selfossi, f. 13. október 1965. Kona hans er Jóhanna Kristín Þorvarðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.