„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1999/ Staðarákvarðanir vatnsleiðslu og útlögn frá Landeyjasandi til Vestmannaeyja 1968“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><big>Staðarákvarðanir vatnsleiðslu og útlögn frá Landeyjasandi til Vestmannaeyja 17. og 18. júlí 1968</big></big><br> '''Siglingaleið'''<br> Fyrsti áfangi við vatnsl...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 21: Lína 21:
Var nú haldið á snúningspunkt no. 4, bauju staðsetta þétt við Klettinn og ber baujuna í málaða, hvíta klessu í berginu, sem er vel til hægri við bás, dökkgræna brimrauf, en vestan tveggja, minni brimraufa í berginu. Baujan í snúnigspunkti 4 var staðsett í miðunum: 1) Skorsteinn á byggingu Fiskiðju, ber yfir merki á miðjum stærri Olíutanka Skeljungs á Nausthamarsbryggju,. 2) Leiðarvarðan laus við annan verkamannabústað við Urðaveg talið frá austri, eða leiðarvarðan ber austan til í hús Hauks Högnasonar við Landagötu.<br>
Var nú haldið á snúningspunkt no. 4, bauju staðsetta þétt við Klettinn og ber baujuna í málaða, hvíta klessu í berginu, sem er vel til hægri við bás, dökkgræna brimrauf, en vestan tveggja, minni brimraufa í berginu. Baujan í snúnigspunkti 4 var staðsett í miðunum: 1) Skorsteinn á byggingu Fiskiðju, ber yfir merki á miðjum stærri Olíutanka Skeljungs á Nausthamarsbryggju,. 2) Leiðarvarðan laus við annan verkamannabústað við Urðaveg talið frá austri, eða leiðarvarðan ber austan til í hús Hauks Högnasonar við Landagötu.<br>
Klukkan 02.10 var P.H. Lading kominn í 4. snúnigspunkt. Var siglt í því miði meðfram Heimakletti og vatnsleiðslan lögð í hreinsaða, sprengda rennu, sem teiknuð hefur verið í kort í stórum kvarða 1:2000.
Klukkan 02.10 var P.H. Lading kominn í 4. snúnigspunkt. Var siglt í því miði meðfram Heimakletti og vatnsleiðslan lögð í hreinsaða, sprengda rennu, sem teiknuð hefur verið í kort í stórum kvarða 1:2000.
Var siglt í miðinu: Skorsteinn á Fiskiðju, ber yfir merki á olíutanka Skeljungs, þar til komið var í tvö gul merki. Var formerkið staðsett a þili Nausthamarsbryggju, 14 metra til suðurs frá bryggjuhorni, en bakmerki á svonefndu Tangahúsi. Var gula bakmerkið staðsett ca. 12 metra til austurs frá norðurvesturhomi hússins (stað bakmerkis rauðra innsiglingarljósa).<br>
Var siglt í miðinu: Skorsteinn á Fiskiðju, ber yfir merki á olíutanka Skeljungs, þar til komið var í tvö gul merki. Var formerkið staðsett a þili Nausthamarsbryggju, 14 metra til suðurs frá bryggjuhorni, en bakmerki á svonefndu Tangahúsi. Var gula bakmerkið staðsett ca. 12 metra til austurs frá norðurvesturhomi hússins (stað bakmerkis rauðra innsiglingarljósa).
[[Mynd:Greinarhöfundur lengst til vinstri Sdbl. 1999.jpg|miðja|thumb|Greinarhöfundur, lengst til vinstri, við Bakkafjöru í (Krossandi) Ljósm: Sigurg. Jónass.]]
<br>
Klukkan 02.50 var skipið komið vel inn úr hafnarmynninu og út af gömlu verslunarhúsunum á Skansinum.<br>
Klukkan 02.50 var skipið komið vel inn úr hafnarmynninu og út af gömlu verslunarhúsunum á Skansinum.<br>
Við síðasta áfanga leiðarinnar, inn hina sprengdu rennu, aðstoðaði dráttarbáturinn Magni frá Reykjavík.<br>
Við síðasta áfanga leiðarinnar, inn hina sprengdu rennu, aðstoðaði dráttarbáturinn Magni frá Reykjavík.<br>

Útgáfa síðunnar 15. apríl 2019 kl. 13:39

Staðarákvarðanir vatnsleiðslu og útlögn frá Landeyjasandi til Vestmannaeyja 17. og 18. júlí 1968

Siglingaleið
Fyrsti áfangi við vatnslögnina var, að leiðslunni var fleytt á tunnum í land frá danska kapalskipinu P. Henry Lading, sem lá fyrir akkerum um 1000 metra frá landi í merkjum, sem höfðu verið sett upp á Bakkafjöru.
Byrjað var að fleyta leiðslunni í land kl. 16.05 og var því verki endanlega lokið kl. rúmlega 18.00. Var leiðslan dregin 100 metra á land af jarðýtum. Þegar endinn var kominn 10 m upp á ströndina (kl. 17.35) var tunnunum ýtt í beina línu frá merkjunum og skáru síðan 2 froskmenn tunnurnar frá leiðslunni.
Lagðist vatnsleiðslan þarna nákvæmlega í merkjum. Klukkan 21.00 lögðu dráttarskipin Frigga og Lóðsinn af stað með kapalskipið P.H. Lading til Vestmannaeyja. Dráttarbáturinn Frigga togaði 120 metra framan við P.H. Lading, en Lóðsinn var á bakborðshlið kapalskipsins og togaði til suðausturs. Klukkan um 23.15 var Lading í snúningspunkti 1. norðan Elliðaeyjar. Að þeim punkti var siglt í merkjum uppstilltum á Krosssandi.
Við snúningspunkt 1 var siglt inn í 2 merki, sem voru staðsett á Urðum samsíða línu 26° 11' frá núlllínunni: Faxaskersviti til Urðavita, 100 metra austan staðsetningar rafstengs í sjókorti no. 9 af Álnum.

Staðsetning súningspunkts no. 1 var auk merkja:
Hábarð > 42°44
Urðaviti
Faxaskersviti > 20°13
Ratsjárfjarlægðir:
Elliðaey - 0,76 sml.
Faxasker - 2,00 sml.

Bauja hafði verið lögð í snúnigspunkti 1 og var reynt að hafa eins lítið yfirvarp á baujunni og mögulegt var. Bauja þessi var fast við bakborða á P.H. Lading, þegar leiðslan var lögð.
Siglt var í merkjum á Urðunum til klukkan um 00.40, en þá var beygt inn í 2 hvít merki, staðsett uppi á brekku innan Friðarhafnar og (bera yfir) norðurhafnargarðsvita. Eru merki þessi í línunni innra horn Friðarhafnarbryggju, ber yfir norður¬hafnargarðsvita (Hörgeyrarhafnargarðsvita).
Var siglt í þessari línu til klukkan um 01.45, að snúið var og beygt inn á Heimaklett. Snúnigspunktur no. 3 var merktur með bauju, sem lá í miðinu. Merkin ber yfir Hörgeyrarhafnargarðsvita, og var hornið milli miðsins og Urðavita 95°41'. Ennfremur var þversnið á þessum punkti: Landakirkjuturn ber yfir skorstein á nýbyggðu húsi Ingvars Gunnlaugssonar við Bakkastíg. Var baujan vel frí a stjórnborða, þegar H.P. Lading tók stefnu á Heimaklett.
Var nú haldið á snúningspunkt no. 4, bauju staðsetta þétt við Klettinn og ber baujuna í málaða, hvíta klessu í berginu, sem er vel til hægri við bás, dökkgræna brimrauf, en vestan tveggja, minni brimraufa í berginu. Baujan í snúnigspunkti 4 var staðsett í miðunum: 1) Skorsteinn á byggingu Fiskiðju, ber yfir merki á miðjum stærri Olíutanka Skeljungs á Nausthamarsbryggju,. 2) Leiðarvarðan laus við annan verkamannabústað við Urðaveg talið frá austri, eða leiðarvarðan ber austan til í hús Hauks Högnasonar við Landagötu.
Klukkan 02.10 var P.H. Lading kominn í 4. snúnigspunkt. Var siglt í því miði meðfram Heimakletti og vatnsleiðslan lögð í hreinsaða, sprengda rennu, sem teiknuð hefur verið í kort í stórum kvarða 1:2000. Var siglt í miðinu: Skorsteinn á Fiskiðju, ber yfir merki á olíutanka Skeljungs, þar til komið var í tvö gul merki. Var formerkið staðsett a þili Nausthamarsbryggju, 14 metra til suðurs frá bryggjuhorni, en bakmerki á svonefndu Tangahúsi. Var gula bakmerkið staðsett ca. 12 metra til austurs frá norðurvesturhomi hússins (stað bakmerkis rauðra innsiglingarljósa).

Greinarhöfundur, lengst til vinstri, við Bakkafjöru í (Krossandi) Ljósm: Sigurg. Jónass.


Klukkan 02.50 var skipið komið vel inn úr hafnarmynninu og út af gömlu verslunarhúsunum á Skansinum.
Við síðasta áfanga leiðarinnar, inn hina sprengdu rennu, aðstoðaði dráttarbáturinn Magni frá Reykjavík.
Klukkan 03.00 var P.H. Lading bundinn við Nausthamarsbryggju og var gengið frá enda kapalsins 2 dögum síðar. Þegar gengið hafði verið endanlega frá leiðslunni og endi lagður að dæluhúsi á Skansi, fast við suðurhafnargarð, höfðu verið lagðir 12.850 metrar.

Veður straumar:
Meðan á lögn leiðslunnar stóð var veður mjög ákjósanlegt. hægviðri og aðeins suðaustan andvari. Við sandinn og á Álnum var óvenju straumlétt. Ég undirritaður hef það eftir staðkunnugum sjómanni við Landeyjasand, er þarna var, þegar fleytt var í land (Óskar Gíslason frá Arnarhóli), að hann hefði sjaldan séð eða merkt svo lítinn straum uppi við sandinn og í Álnum og þarna var.
Á leið út á snúningspunkt 2 (merkin í Friðarhöfn, ber yfir norðurhafnargarðsvita) var sem fyrr segir straumlétt, en vesturfall það, sem merkja mátti, þ.e. straumur í vestur.
Í snúningspunkti 2 fór skipið nokkuð af leið og út úr merkjum. Kom hér tvennt til. Straumur setti nú orðið til suðausturs og suðurs og mjög erfitt að sjá til merkjanna í Friðarhöfn. Bæði var skuggsýnt af nóttu og auk þess lá stórt flutningaskip við Friðarhafnarbryggju. Var skipið uppljómað og blindaði alla sýn á bakmerki og frekar dauft ljós sem hafði verið sett á nyrðri hafnargarðshaus. Ljós á skipum og bátum voru þá fljótlega slökkt, þegar boðum hafði verið komið í land. Straumur, sem setti til suðurs og suðausturs hélst alla leið að snúnigspunkti 3, þegar snúið var inn að Heimakletti.

Mælingarmerki:
Á leiðinni frá Krosssandi voru með stuttu millibili teknar hornamælingar með sextanti. Mældu undirritaður og stýrimaður Frigga hornin með sextöntum af nýjustu, þýskri gerð. Mikil áhersla var lögð á tíðar mælingar við snúningspunkta og er lagt var í miðinu: Merkin í Friðarhöfn ber yfir norðurgarð (frá snúningspunkti 2 til 3). Hornamælingar voru gerðar þar til komið var í snúningspunkt no. 4 við Heimaklett, og siglt var í merkinu: Skorsteinn Fiskiðju ber yfir merki á olíutanka Skeljungs.
Skyggni meðan á lögninni stóð var sæmilegt, létt þoka var þó á fjallatindum og huldi tíðast hæstu punkta eins og Heimaklett og Blátind.
Á Álnum voru mælingar fremur erfiðar, þar eð horn til mælistaða voru mjög lítil og ekki sást vel til, en merki uppi á sandinum, flakið af Dragör og þá einkum merki við rafmagnsstreng sáust fremur illa. Stýrimaður var fremur óvanur í fyrstu og átti erfitt með að átta sig á þessum merkjum. Eru staðir á þessari leið færri en síðar.
Þegar leið á lögnina dimmdi nokkuð af nóttu, en vitarnir á Urðum og Faxaskeri sáust greinilega, svo og Hábarð. Slökkt var á hafnarvitunum, en við sextantmælingar er nauðsynlegt að kveikt sé á þeim, einkum vegna þess að rauði Hringskersvitinn er mjög góður landfræðilegur punkur. Turn Landakirkju sést ætíð allvel.

Gæta verður vel við slíka lögn og mælingar, að höfnin sé að öðru leyti en ljósum á merkjum og vitum algerlega myrkvuð og stór hafskip beri ekki fyrir merkin. Sömuleiðis verður að gæta vel, að engar bifreiðar með ljósum séu á bryggjum eða á Skansinum. Ljós í merkjum verða að vera mun sterkari. Ef sett er upp bakmerki efst á Haugum (austan litlu fella), sem ber við ljósan himin á það að vera dökkmálað ekki hvítt.
Uppsetningu merkja og ákvörðun snúningspunkta önnuðust Þórhallur Jónsson verkfræðingur og undirritaður. Snúningspunktur 1 var ákveðinn með sextanti og theodolít. Var Lóðsinum lagt nákvæmlega í punktinn við akkeri. Merki á Urðum og í Friðarhöfn voru staðsett með theodólít. Merki á Nausthamri mæld út í korti og síðan nakvæmar ákvörðuð frá Lóðsinum utan og innan hafnar í öðrum miðum yfir hinni sprengdu rennu.
Við hornamælingar væri mjög nauðsynlegt að þriðji maður læsi af dýpi eða merkti inn á dýptarmæli um leið og staðir eru mældir. Aðstaða til þess var erfið, þar eð brúin á P.H. Lading er 21 metri á breidd og yfirleitt mælt í þeim enda eða nálægt þar sem leiðslan rann út bakborðsmeginn. Dýptarmælir er aftur á móti í brúarhúsi úti í stjórnborðshlið skipsins.

Samanburður ratsjármynda
Eftir að mældir sextantsstaðir höfðu verið settir út í sjókort no. 9 af Álnum voru staðir þessir bornir saman við ratsjármælingar m/s Friggu, en þar um borð höfðu með ákveðnu millibili verið teknar ratsjármyndir. Var myndunum varpað upp á tjald og fjarlægðir mældar nákvæmlega og síðan reiknaðar hlutfallslega miðað við kvarða (skala) ratsjár hverju sinni.
Ratsjársstaðir Friggu komu alveg heim við sextantmælingar um borð í Lading, en Frigga var 120 metra framan við Lading. Ratsjárstaðir þessir eru merktir með bókstöfum í frumkorti.
Ef gera skal nákvæmar staðarákvarðanir með fleiri eða stöðugum ratsjánnyndum síðar, væri nauðsynlegt að setja upp greinileg ratsjármerki á nokkrum stöðum, einkum á Faxaskeri og Urðum.

Álit N. P. Níelsens skipstjóra
Þá var endanleg lega og staðsetning leiðslunnar eins og hún hefur verið sett út í sjókort no. 9 skv. sextantmælingum rædd vandlega við skipstjóra P.H. Lading, N. P. Nielsen. Voru þeir hr. N. P. Nielsen skipstjóri og hr. Philippsen verkfræðingur með mér við samanburð ratsjarmynda og sextantmælinga. Einkum voru frávik, sem orðið höfðu á beinni línu rædd vandlega. Frávik þessi eru t.d. á sunnanverðri leið frá snúningspunkti 1 (við Elliðaey) og að snúningspunkti 2 í Flóanum, en þar er beygt til vesturs. Einnig setti talsvert til suðurs í snúningspunkti 2. Hr. N. P. Nielsen skipstjóri var algjörlega sammála þessum frávikum og sagði, að þau kæmu alveg heim við siglingu Lading, þar eð skipið hefði á þessum stöðum borið úr merkjum vegna strauma.
Nielsen skipstjóri áleit, að merki á Urðum og í Sandi mættu ekki vera minni og ljós á merkjunum hefðu verið alltof dauf. Hafði nokkuð borið út af með skyggni hefðu merkin ekki sést.
Vestmannueyjum 23. júlí 1968
Guðjón Ármann Eyjólfsson

Greinargerð þessi er send til eftirtaldra aðila:
Bæjarstjórans í Vestmannaeyjum
Rafveitu Vestmannaeyja
RARIK - Reykjavík
Sjómælinga Íslands
Sömu aðilar fengu sjókort no. 9 með útsetningu mælistaða, svo og fékk skipstjóri N.P. Nielsen eitt eintak.
Afrit mælistaða með sextanti og ratsjármælingar Friggu, sem notaðar voru til samanburðar við hornamælingar eru sendar bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum og íslensku sjómælingunum.

Vestmannaeyjum 23. júlí 1968
Guðjón Ármann Eyjólfsson