„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1991/Hvalveiðar Norðmanna“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3: Lína 3:




<big><big><big><big><big><center>Hvalveiðar Norðmanna við Ísland 1883-1915 </center></big></big></big></big></big>
<big><big><big><big><big><center>Hvalveiðar Norðmanna við Ísland 1883-1915 </center>




'''Höfundurinn stundaði nám við Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum á árunum 1985-1987 og lauk prófi II. stigs vorið 1987. Þetta er lokaritgerð hans í íslensku frá skólanum. Hjálmar er Eskfirðingur, búsettur á Eskifirði og stundar sjó þaðan.'''<br>
'''Höfundurinn stundaði nám við Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum á árunum 1985-1987 og lauk prófi II. stigs vorið 1987. Þetta er lokaritgerð hans í íslensku frá skólanum. Hjálmar er Eskfirðingur, búsettur á Eskifirði og stundar sjó þaðan.'''<br>
 
[[Mynd:Hjálmar Yngvason Sdbl. 1991.jpg|thumb|253x253dp]]
Í ritgerð þessari er fyrst reynt að rekja ástæður þess að Norðmenn hófu hvalveiðar við Ísland. Síðan er þróunin frá stofnun fyrstu stöðvarinnar til þeirrar síðustu rakin.<br>
Í ritgerð þessari er fyrst reynt að rekja ástæður þess að Norðmenn hófu hvalveiðar við Ísland. Síðan er þróunin frá stofnun fyrstu stöðvarinnar til þeirrar síðustu rakin.<br>
Leitast er við að svara því hvers vegna flestar stöðvarnar voru fluttar frá Vestfjörðum til Austfjarða upp úr aldamótum og hvers vegna þær hættu starfsemi sinni, hver af annarri upp úr 1910.<br>
Leitast er við að svara því hvers vegna flestar stöðvarnar voru fluttar frá Vestfjörðum til Austfjarða upp úr aldamótum og hvers vegna þær hættu starfsemi sinni, hver af annarri upp úr 1910.<br>
Lína 14: Lína 14:


'''Upphafið.'''<br>
'''Upphafið.'''<br>
Yfirleitt er talið að Norðmaðurinn Svend Foyn hafi átt frumkvæðið að hvalveiðum Norðmanna við Ísland. Hann hafði lagt grunninn að nútíma hvalveiðum með því að finna upp nothæfan sprengiskutul árið 1864. Hann hóf veiðar í Varangersfirði við Finnmörk í Norður-Noregi, gekk illa fyrstu árin en eftir því sem hann þróaði hinn nýja sprengiskutul fóru veiðarnar að ganga betur. Upp úr 1877 fékk hann ekki lengur að sitja einn að veiðunum við Finnmörk og um 1882 voru hvalveiðistöðvar Norðmanna í Norður-Noregi orðnar sjö og hvalveiðibátarnir samtals fimmtán. Þessi aukna sókn varð til þess að aflinn fór stöðugt minnkandi. Það var samt ekki fyrir neina tilviljun að Ísland varð fyrir valinu sem fyrsti staðurinn utan Noregs sem Norðmenn fóru að stunda veiðar frá. Sjómennirnir frá Haugasundi sögðu frá hval við strendur Íslands eftir að þeir fóru að stunda síldveiðar við landið.<br> Ýmsir tæknilegir örðugleikar höfðu orðið til þess að Bandaríkjamenn, sem höfðu stundað veiðar frá Seyðisfirði gáfust upp árið 1867. Sömu örlög fékk einnig "Det Danske Fiskeriselskab" í Hafnarfirði og á Djúpavogi árið 1871. (Tönnesen, J.N. DMHH, bls. 13-14 - Gils G. Vík. bls 310-313 - Ásgeir J., Ægir bls 44)<br>
Yfirleitt er talið að Norðmaðurinn Svend Foyn hafi átt frumkvæðið að hvalveiðum Norðmanna við Ísland. Hann hafði lagt grunninn að nútíma hvalveiðum með því að finna upp nothæfan sprengiskutul árið 1864. Hann hóf veiðar í Varangersfirði við Finnmörk í Norður-Noregi, gekk illa fyrstu árin en eftir því sem hann þróaði hinn nýja sprengiskutul fóru veiðarnar að ganga betur. Upp úr 1877 fékk hann ekki lengur að sitja einn að veiðunum við Finnmörk og um 1882 voru hvalveiðistöðvar Norðmanna í Norður-Noregi orðnar sjö og hvalveiðibátarnir samtals fimmtán. Þessi aukna sókn varð til þess að aflinn fór stöðugt minnkandi. Það var samt ekki fyrir neina tilviljun að Ísland varð fyrir valinu sem fyrsti staðurinn utan Noregs sem Norðmenn fóru að stunda veiðar frá. Sjómennirnir frá Haugasundi sögðu frá hval við strendur Íslands eftir að þeir fóru að stunda síldveiðar við landið.
[[Mynd:Hvalveiðar við Svalbarða Sdbl. 1991.jpg|miðja|thumb|Hvalveiðar við Svalbarða - Eftir gamalli teiknimynd.]]
<br> Ýmsir tæknilegir örðugleikar höfðu orðið til þess að Bandaríkjamenn, sem höfðu stundað veiðar frá Seyðisfirði gáfust upp árið 1867. Sömu örlög fékk einnig "Det Danske Fiskeriselskab" í Hafnarfirði og á Djúpavogi árið 1871. (Tönnesen, J.N. DMHH, bls. 13-14 - Gils G. Vík. bls 310-313 - Ásgeir J., Ægir bls 44)<br>
Eins og áður sagði fór að þrengja að [[Svend Foyn]] við Finnmörk og fór hann því að huga að nýjum veiðisvæðum. Hann fékk augastað á Íslandi um sama leyti og þrír aðrir Norðmenn fengu áhuga á að koma hér á fót hvalveiðistöð. Það voru þeir Mons Larsen og bræðurnir Peder og Thomas Amlie.<br> Þessir menn stofnuðu hvalveiðifélag og vorið 1883 hófust þeir handa á Langeyri í Álftafirði við Ísafjarðardjúp. Þetta fyrsta sumar var aðeins einn bátur notaður við veiðarnar og nefndist hann Ísafold. Tölur um afla eru nokkuð á reiki en talað er um að annað hvort hafi veiðst 8 eða 13 hvalir þetta sumar. (Tönnesen bls. 14-16 - Gils G. bls. 313 - Ásgeir J. bls. 44).<br>
Eins og áður sagði fór að þrengja að [[Svend Foyn]] við Finnmörk og fór hann því að huga að nýjum veiðisvæðum. Hann fékk augastað á Íslandi um sama leyti og þrír aðrir Norðmenn fengu áhuga á að koma hér á fót hvalveiðistöð. Það voru þeir Mons Larsen og bræðurnir Peder og Thomas Amlie.<br> Þessir menn stofnuðu hvalveiðifélag og vorið 1883 hófust þeir handa á Langeyri í Álftafirði við Ísafjarðardjúp. Þetta fyrsta sumar var aðeins einn bátur notaður við veiðarnar og nefndist hann Ísafold. Tölur um afla eru nokkuð á reiki en talað er um að annað hvort hafi veiðst 8 eða 13 hvalir þetta sumar. (Tönnesen bls. 14-16 - Gils G. bls. 313 - Ásgeir J. bls. 44).<br>


'''Sigldi ekki undir dönsku flaggi.'''<br>
'''Sigldi ekki undir dönsku flaggi.'''<br>
Strax þetta fyrsta ár mættu Norðmennirnir ýmsum erfiðleikum af hálfum íslenskra og danskra yfirvalda sem leist ekki meir en svo á þeir færu að raka saman fé hér við land. Samkvæmt lögum var útlendingum bannað að stunda veiðar við Ísland nema þeir settust að á landinu og tækju sér íslenskan ríkisborgararétt. Einnig áttu þeir að sigla undir dönskum fána og það gat til að mynda Svend Foyn ekki hugsað sér:<br>
Strax þetta fyrsta ár mættu Norðmennirnir ýmsum erfiðleikum af hálfum íslenskra og danskra yfirvalda sem leist ekki meir en svo á þeir færu að raka saman fé hér við land. Samkvæmt lögum var útlendingum bannað að stunda veiðar við Ísland nema þeir settust að á landinu og tækju sér íslenskan ríkisborgararétt. Einnig áttu þeir að sigla undir dönskum fána og það gat til að mynda Svend Foyn ekki hugsað sér:<br>
"Jeg har fart under norsk flagg siden jeg begynte til sjös og under andet flagg farer jeg heller ikke etter denne dag." (Tönnesen bls. 16-18)<br>
"Jeg har fart under norsk flagg siden jeg begynte til sjös og under andet flagg farer jeg heller ikke etter denne dag." (Tönnesen bls. 16-18)
[[Mynd:Svend og Hans Ellefsen Sdbl. 1991.jpg|miðja|thumb|Frá vinstri: Svend Foyn, hinn frægi norski útgerðarmaður; brauryðjandu um selveiðar og hvalveiðar Norðmanna. Til hægri: Hans Ellefsen.]]
<br>
Hann dró sig því út úr fyrirtækinu eftir aðeins eitt ár og yfirgaf Ísland en áður hafði hann hafið byggingu hvalstöðvar við Norðfjörð. Úr því varð ekki nema grunnurinn og skorsteinninn og komst sú hvalstöð aldrei í gagnið. Þegar Foyn dró sig út úr fyrirtækinu vildi [[Mons Larsen]] einnig losna og það varð úr að [[Thomas Amlie]] keypti hluti þeirra í hvalveiðistöðinni. Hann fluttist einnig búferlum til Íslands og hóf veiðar á Ísafold.<br>
Hann dró sig því út úr fyrirtækinu eftir aðeins eitt ár og yfirgaf Ísland en áður hafði hann hafið byggingu hvalstöðvar við Norðfjörð. Úr því varð ekki nema grunnurinn og skorsteinninn og komst sú hvalstöð aldrei í gagnið. Þegar Foyn dró sig út úr fyrirtækinu vildi [[Mons Larsen]] einnig losna og það varð úr að [[Thomas Amlie]] keypti hluti þeirra í hvalveiðistöðinni. Hann fluttist einnig búferlum til Íslands og hóf veiðar á Ísafold.<br>
Eftir fyrsta árið fóru veiðarnar að ganga betur og veiddi Amlie 20-25 hvali á hverju ári 1884 -1886. (Gils G. bls. 313-314 – Ásgeir J. bls. 45-46).<br>
Eftir fyrsta árið fóru veiðarnar að ganga betur og veiddi Amlie 20-25 hvali á hverju ári 1884 -1886. (Gils G. bls. 313-314 – Ásgeir J. bls. 45-46).<br>
Lína 28: Lína 32:
Þeir fóru að framleiða gúanó árið 1892 og var það nýlunda að nýta allan hvalinn en ekki bara spikið og láta svo skrokkinn reka til hafs. Þessi framleiðsla á gúanói kom sér oft vel fyrir hvalveiðistöðvarnar þegar verð á hvallýsi var lágt.<br>
Þeir fóru að framleiða gúanó árið 1892 og var það nýlunda að nýta allan hvalinn en ekki bara spikið og láta svo skrokkinn reka til hafs. Þessi framleiðsla á gúanói kom sér oft vel fyrir hvalveiðistöðvarnar þegar verð á hvallýsi var lágt.<br>
Árið 1893 voru bátar Ellefsens fimm að tölu, sjö árið 1900 og flestir urðu bátar í eigu hans níu árið 1908. Fyrirtæki Ellefsens átti eftir að verða stærsta hvalútgerðarfélag Norðmanna við Ísland. (Tönnesen bls. 18-24 - Gils G. bls. 313 - Ásgeir J. bls. 63).<br>
Árið 1893 voru bátar Ellefsens fimm að tölu, sjö árið 1900 og flestir urðu bátar í eigu hans níu árið 1908. Fyrirtæki Ellefsens átti eftir að verða stærsta hvalútgerðarfélag Norðmanna við Ísland. (Tönnesen bls. 18-24 - Gils G. bls. 313 - Ásgeir J. bls. 63).<br>
Árið 1890 var næsta hvalveiðistöð byggð á Framnesi að Höfða við Dýrafjörð. Það var félagið "Victor" frá Tönsberg sem stóð að henni og framkvæmdastjóri var Lauritz Berg. Hvalveiðihlutafélagið "Talkna" hóf rekstur hvalveiðistöðvar í Tálknafirði árið 1892. Framkvæmdastjóri þess var fyrst [[Johan Stixrud]] og síðan [[Jakob Odland]] en félagið varð allumfangsmikið.<br>
Árið 1890 var næsta hvalveiðistöð byggð á Framnesi að Höfða við Dýrafjörð. Það var félagið "Victor" frá Tönsberg sem stóð að henni og framkvæmdastjóri var Lauritz Berg. Hvalveiðihlutafélagið "Talkna" hóf rekstur hvalveiðistöðvar í Tálknafirði árið 1892. Framkvæmdastjóri þess var fyrst [[Johan Stixrud]] og síðan [[Jakob Odland]] en félagið varð allumfangsmikið.
[[Mynd:Lauritz og Thomas Sdbl. 1991.jpg|miðja|thumb|Frá vinstri: Lauritz Berg, Thomas Amlin]]
<br>
Árið 1894 stofnaði [[Marcus Bull]] hvalveiðistöð á Hesteyri við Hesteyrarfjörð undir félagsnafninu Brödrene Bull. Hann kom fyrir ýmsum nýjungum í verksmiðju sinni sem stórbættu vinnuskilyrði og juku afköst.<br>
Árið 1894 stofnaði [[Marcus Bull]] hvalveiðistöð á Hesteyri við Hesteyrarfjörð undir félagsnafninu Brödrene Bull. Hann kom fyrir ýmsum nýjungum í verksmiðju sinni sem stórbættu vinnuskilyrði og juku afköst.<br>
Árið 1895 var hlutafélagið "Harpunen" stofnað í Kristianiu og var forstjóri þess [[Carl F. Herlofsen]]. Félagið reisti hvalveiðistöð á Dvergasteinseyri við Álftafjörð vestra og rak hana síðan í átta ár.<br>
Árið 1895 var hlutafélagið "Harpunen" stofnað í Kristianiu og var forstjóri þess [[Carl F. Herlofsen]]. Félagið reisti hvalveiðistöð á Dvergasteinseyri við Álftafjörð vestra og rak hana síðan í átta ár.<br>
Lína 36: Lína 42:
Fram til aldamóta var steypireyðurin aðaluppistaðan í aflanum. Þegar tekið er tillit til stærðar og spikmagns verður steypireyðurin að teljast mikilvægasti hluti aflans. Sem dæmi má nefna að steypireyðurin nam 60% af afla Ellefsens frá 1889-1900. Verðmæti einnar steypireyðar jafngildir tveimur langreyðum og sex sandreyðum. <br>
Fram til aldamóta var steypireyðurin aðaluppistaðan í aflanum. Þegar tekið er tillit til stærðar og spikmagns verður steypireyðurin að teljast mikilvægasti hluti aflans. Sem dæmi má nefna að steypireyðurin nam 60% af afla Ellefsens frá 1889-1900. Verðmæti einnar steypireyðar jafngildir tveimur langreyðum og sex sandreyðum. <br>
Um aldamótin var steypireyðum farið að fækka en veiðar á langreyðum jukust aftur á móti þannig að fjöldi veiddra hvala minnkaði ekki. Vegna mikillar fjölgunar báta fækkaði lýsisfötum á bát til muna. Flestir urður bátarnir vestra 27, sumarið 1901, en það var síðasta sumarið sem allar stöðvarnar voru starfræktar þar. Bestu árin verða að teljast 1900 – 1902 en á þeim tíma kom samt sem áður í ljós að veiðisvæðið út af Vestfjörðum þoldi ekki allan þennan flota. Hvalabátarnir urðu að sækja sífellt lengra á veiðarnar eða allt norður og austur fyrir Langanes og suður fyrir Reykjanes. Raddir fóru að heyrast í þá átt að miklu hentugra yrði að stunda veiðarnar frá Austfjörðum. Góður afli sumarið 1901 freistaði samt ennþá og árið 1902 var hvalveiðifélagið "Hekla" stofnað í Haugasundi og reisti það hvalveiðistöð á Hesteyri þar sem Bull hafði áður verið með sína stöð. (Tönnesen bls. 24, 30-36 - Gils G. bls. 315-316 - Ásgeir J. bls. 64-65).<br>
Um aldamótin var steypireyðum farið að fækka en veiðar á langreyðum jukust aftur á móti þannig að fjöldi veiddra hvala minnkaði ekki. Vegna mikillar fjölgunar báta fækkaði lýsisfötum á bát til muna. Flestir urður bátarnir vestra 27, sumarið 1901, en það var síðasta sumarið sem allar stöðvarnar voru starfræktar þar. Bestu árin verða að teljast 1900 – 1902 en á þeim tíma kom samt sem áður í ljós að veiðisvæðið út af Vestfjörðum þoldi ekki allan þennan flota. Hvalabátarnir urðu að sækja sífellt lengra á veiðarnar eða allt norður og austur fyrir Langanes og suður fyrir Reykjanes. Raddir fóru að heyrast í þá átt að miklu hentugra yrði að stunda veiðarnar frá Austfjörðum. Góður afli sumarið 1901 freistaði samt ennþá og árið 1902 var hvalveiðifélagið "Hekla" stofnað í Haugasundi og reisti það hvalveiðistöð á Hesteyri þar sem Bull hafði áður verið með sína stöð. (Tönnesen bls. 24, 30-36 - Gils G. bls. 315-316 - Ásgeir J. bls. 64-65).<br>
Hans Ellefsen varð fyrstur til að koma sér upp hvalveiðistöð á Austfjörðum. Hann valdi sér stað á Asknesi í Mjóafirði árið 1900. Í upphafi var það ætlun hans að reka tvær hvalveiðstöðvar en svo illa vildi til að stöðin á Sóbakka brann til kaldra kola árið 1901.<br>
Hans Ellefsen varð fyrstur til að koma sér upp hvalveiðistöð á Austfjörðum. Hann valdi sér stað á Asknesi í Mjóafirði árið 1900. Í upphafi var það ætlun hans að reka tvær hvalveiðstöðvar en svo illa vildi til að stöðin á Sóbakka brann til kaldra kola árið 1901.
[[Mynd:Viðbúnir að skjóta Sdbl. 1991.jpg|miðja|thumb|Viðbúnir að skjóta.]]
<br>
Rekstur hvalveiðistöðvarinnar á Asknesi gekk vel og veitti Ellefsen mörgum Íslendingum atvinnu. Hann átti einnig stóran þátt í því að minnka þá óvild sem Íslendingar sýndu norsku hvalveiðmönnunum oft á tíðum. Margir Íslendingar fengu einnig vinnu hjá Lauritz Berg sem flutti hvalveiðistöðina "Victor" frá Dýrafirði til Mjóafjarðar árið 1900. Fleiri fylgdu svo í kjölfarið. Marcus BuII flutti frá Hesteyri austur til Hellisfjarðar árið 1900.<br>
Rekstur hvalveiðistöðvarinnar á Asknesi gekk vel og veitti Ellefsen mörgum Íslendingum atvinnu. Hann átti einnig stóran þátt í því að minnka þá óvild sem Íslendingar sýndu norsku hvalveiðmönnunum oft á tíðum. Margir Íslendingar fengu einnig vinnu hjá Lauritz Berg sem flutti hvalveiðistöðina "Victor" frá Dýrafirði til Mjóafjarðar árið 1900. Fleiri fylgdu svo í kjölfarið. Marcus BuII flutti frá Hesteyri austur til Hellisfjarðar árið 1900.<br>
Hlutafélagið Chr. Salversen og co. keyptu stöðina árið 1905 en Bull var áfram framkvæmdastjóri. Ásgeir Ásgeirsson flutti stöð sína til Eskifjarðar árið 1904 og þýskur maður Dr. Poul, reisti hvalveiðistöð á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð árið 1902. Hún hét "Germania" og var einungis rekin í tvö ár. Árið 1904 voru því enn reknar fyrir vestan Langeyrarstöðin á Álftafirði, "Talkna" á Tálknafirði og Hekla í Hesteyrarfirði. (Tönnesen bls. 36-38 - Gils G. bls. 317-318 - Ásgeir J. bls. 88)<br>
Hlutafélagið Chr. Salversen og co. keyptu stöðina árið 1905 en Bull var áfram framkvæmdastjóri. Ásgeir Ásgeirsson flutti stöð sína til Eskifjarðar árið 1904 og þýskur maður Dr. Poul, reisti hvalveiðistöð á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð árið 1902. Hún hét "Germania" og var einungis rekin í tvö ár. Árið 1904 voru því enn reknar fyrir vestan Langeyrarstöðin á Álftafirði, "Talkna" á Tálknafirði og Hekla í Hesteyrarfirði. (Tönnesen bls. 36-38 - Gils G. bls. 317-318 - Ásgeir J. bls. 88)<br>
Lína 47: Lína 55:
Hér á eftir verður vikið að vinnunni á hvalveiðistöðvunum. Heimildir eru reyndar af skornum skammti en þó gefur [[Magnús Gíslason]] greinargóða lýsingu á lífinu á hvalveiðistöðinni á Asknesi í Mjóafirði í bók sinni Á hvalveiðistöðvum.<br>
Hér á eftir verður vikið að vinnunni á hvalveiðistöðvunum. Heimildir eru reyndar af skornum skammti en þó gefur [[Magnús Gíslason]] greinargóða lýsingu á lífinu á hvalveiðistöðinni á Asknesi í Mjóafirði í bók sinni Á hvalveiðistöðvum.<br>
Lýsingar Magnúsar á verkun hvalsins og annarri vinnu sem tilheyrði, eru líklega dæmigerðar fyrir hvalveiðistöðvarnar á landinu almennt. Hans Ellefsen hafði alltaf 40-50 Íslendinga í vinnu hjá sér á hverju sumri í hvalveiðistöðinni á Asknesi og var Magnús einn af þeim sem vann þar öll árin sem hún var starfrækt, eða frá 1901-1911.<br>
Lýsingar Magnúsar á verkun hvalsins og annarri vinnu sem tilheyrði, eru líklega dæmigerðar fyrir hvalveiðistöðvarnar á landinu almennt. Hans Ellefsen hafði alltaf 40-50 Íslendinga í vinnu hjá sér á hverju sumri í hvalveiðistöðinni á Asknesi og var Magnús einn af þeim sem vann þar öll árin sem hún var starfrækt, eða frá 1901-1911.<br>
Verkamönnunum var skipt í starfsflokka og hafði hver flokkur sinn ákveðna verk að vinna. Þegar hvalveiðibátarnir komu með hval þurfti að byrja á því að draga hann á land og var það gert með því að festa taug í sporðinn. Síðan var hvalurinn dreginn með eimvindu upp á trépall í flæðarmálinu. Þessi pallur kallaðist "flenseplan" og þeir sem flettu spikinu af hvalnum "flensarar." Byrjað var á því að rista skurð inn úr spikinu frá sporði og fram á haustrjónu. Síðan var festur vírstrengur í spiklengjuna hausmegin á hvalnum og hverri spiklengjunni af annarri flett af. Því næst voru þær dregnar inn í spikbræðsluhúsið og saxaðar niður í þunnar flísar. Saxaða spikið var svo fært upp í bræðslukörin. Þeir sem unnu við þetta voru kallaðir "spikloftsmenn". Hvalskrokkurinn var aftur á móti dreginn upp á svokallað kjötloft þar sem kjötið var skorið frá beinunum. Beinin voru söguð og höggvin í sundur en kjötið skorið í bita og síðan var allt soðið í sérstökum kötlum. (Magnús G. bls. 50-53).<br>
Verkamönnunum var skipt í starfsflokka og hafði hver flokkur sinn ákveðna verk að vinna. Þegar hvalveiðibátarnir komu með hval þurfti að byrja á því að draga hann á land og var það gert með því að festa taug í sporðinn. Síðan var hvalurinn dreginn með eimvindu upp á trépall í flæðarmálinu. Þessi pallur kallaðist "flenseplan" og þeir sem flettu spikinu af hvalnum "flensarar." Byrjað var á því að rista skurð inn úr spikinu frá sporði og fram á haustrjónu. Síðan var festur vírstrengur í spiklengjuna hausmegin á hvalnum og hverri spiklengjunni af annarri flett af. Því næst voru þær dregnar inn í spikbræðsluhúsið og saxaðar niður í þunnar flísar. Saxaða spikið var svo fært upp í bræðslukörin. Þeir sem unnu við þetta voru kallaðir "spikloftsmenn". Hvalskrokkurinn var aftur á móti dreginn upp á svokallað kjötloft þar sem kjötið var skorið frá beinunum. Beinin voru söguð og höggvin í sundur en kjötið skorið í bita og síðan var allt soðið í sérstökum kötlum. (Magnús G. bls. 50-53).
[[Mynd:Skotið hefur heppnast Sdbl. 1991.jpg|miðja|thumb|Skotið hefur heppnast.]]
<br>
Magnús vann sem ketiltæmari nokkur sumur og eru lýsingar hans á því starfi þess vegna allítarlegar. Þetta starf var mjög erfitt og sóðalegt og þurfti þrekmenni til að gegna því. Á hvalveiðistöðinni á Asknesi voru 24 katlar þegar hún var fullbyggð. Kjötið af meðalstórum hval fyllti tvo kjötkatla en bein úr þremur hvölum þurfti til að fylla einn beinketil. Vinnan við hreinsun katlanna hófst um kl. þrjú að nóttu og unnu tveir menn við hreinsun hvers ketils. Þeir skiptust á að fara niður í ketilinn þar sem ekki var unnt að haldast þar við nema stutta stund í einu. Þegar búið var að skrúfa lokin af kötlunum streymdi út sjóðandi gufa en mennirnir hófust síðan handa eins fljótt og auðið var vegna þess að engan tíma mátti missa. Kjötið og beinin voru dregin út úr kötlunum með sérstökum járnkrókum.<br>
Magnús vann sem ketiltæmari nokkur sumur og eru lýsingar hans á því starfi þess vegna allítarlegar. Þetta starf var mjög erfitt og sóðalegt og þurfti þrekmenni til að gegna því. Á hvalveiðistöðinni á Asknesi voru 24 katlar þegar hún var fullbyggð. Kjötið af meðalstórum hval fyllti tvo kjötkatla en bein úr þremur hvölum þurfti til að fylla einn beinketil. Vinnan við hreinsun katlanna hófst um kl. þrjú að nóttu og unnu tveir menn við hreinsun hvers ketils. Þeir skiptust á að fara niður í ketilinn þar sem ekki var unnt að haldast þar við nema stutta stund í einu. Þegar búið var að skrúfa lokin af kötlunum streymdi út sjóðandi gufa en mennirnir hófust síðan handa eins fljótt og auðið var vegna þess að engan tíma mátti missa. Kjötið og beinin voru dregin út úr kötlunum með sérstökum járnkrókum.<br>
Fljótlega þurfti að fara ofan í katlana sjálfa og moka upp úr þeim en við það var notað bæði kvísl og skófla. "Kjötið var oftast í samfelldri kássu, sérstaklega þegar það var af gömlum skrokkum eins og oft var þetta sumar (1903) því að það veiddist svo mikið að skrokkarnir söfnuðust fyrir. Þegar maður fór að róta í þessu stigu upp hitabylgur svo að menn sveið í andlitið og stundum einnig í líkamann í gegnum fötin. Við blotnuðum fljótt af svita og gufu og tók þá að renna í augun og fylgdi því sár sviði svo að maður varð að halda augum aftur öðru hvoru. Þegar maður hafði unnið þannig eins og tíu mínútur var maður að þrotum kominn og varð að fara upp úr til að klæða sig úr, fór hinn þá ofan í og þannig gekk þetta sitt á hvað þar til ketillinn var tómur." (Magnús G. bls. 28-31).<br>
Fljótlega þurfti að fara ofan í katlana sjálfa og moka upp úr þeim en við það var notað bæði kvísl og skófla. "Kjötið var oftast í samfelldri kássu, sérstaklega þegar það var af gömlum skrokkum eins og oft var þetta sumar (1903) því að það veiddist svo mikið að skrokkarnir söfnuðust fyrir. Þegar maður fór að róta í þessu stigu upp hitabylgur svo að menn sveið í andlitið og stundum einnig í líkamann í gegnum fötin. Við blotnuðum fljótt af svita og gufu og tók þá að renna í augun og fylgdi því sár sviði svo að maður varð að halda augum aftur öðru hvoru. Þegar maður hafði unnið þannig eins og tíu mínútur var maður að þrotum kominn og varð að fara upp úr til að klæða sig úr, fór hinn þá ofan í og þannig gekk þetta sitt á hvað þar til ketillinn var tómur." (Magnús G. bls. 28-31).
[[Mynd:Í gini hvalsins Sdbl. 1991.jpg|thumb|250x250dp|Í gini hvalsins.]]
Sumarið 1903 var stanslaus veiði í fimm mánuði og varð það aflamesta sumarið hjá Ellefsen en alls veiddust 486 hvalir. Á þessum tíma var stöðin ekki fullbyggð þannig að mannskapurinn hafði engan veginn undan að vinna hvalinn. Mesta áhersla var lögð á að bræða spikið en minna hirt um skrokkana, þeim var hrint á flot og lagt við festar í flæðarmálinu. Þegar líða tók á sumarið og aflinn fór að minnka var farið að velja skástu skrokkana úr kösinni og nýta þá. Eins og nærri má geta var þetta erfið og mjög óþrifaleg vinna. Veturinn eftir var síðan unnið af kappi við að sjóða, þurrka og mala hvalkjötið og beinin þó afurðirnar yrðu oft rýrar vegna þess hve hráefnið var lélegt. Vinnan við þurrkunina og þó sérstaklega mölunina var erfið og heilsuspillandi.<br>
Sumarið 1903 var stanslaus veiði í fimm mánuði og varð það aflamesta sumarið hjá Ellefsen en alls veiddust 486 hvalir. Á þessum tíma var stöðin ekki fullbyggð þannig að mannskapurinn hafði engan veginn undan að vinna hvalinn. Mesta áhersla var lögð á að bræða spikið en minna hirt um skrokkana, þeim var hrint á flot og lagt við festar í flæðarmálinu. Þegar líða tók á sumarið og aflinn fór að minnka var farið að velja skástu skrokkana úr kösinni og nýta þá. Eins og nærri má geta var þetta erfið og mjög óþrifaleg vinna. Veturinn eftir var síðan unnið af kappi við að sjóða, þurrka og mala hvalkjötið og beinin þó afurðirnar yrðu oft rýrar vegna þess hve hráefnið var lélegt. Vinnan við þurrkunina og þó sérstaklega mölunina var erfið og heilsuspillandi.<br>
"Mölunardagarnir þóttu slæmir dagar því að þá var vinna bæði erfíð og óholl. Rykið var rétt óþolandi, sérstaklega þegar möluð voru bein, þá sá ekki maður mann ef tveir eða þrír faðmar voru á milli. Ekki heyrðist heldur mannamál fyrir skrölti og hávaða í myllunni. Sumir óku efninu í hjólbörum að myllukjaftinum og aðrir mokuðu því inn í vélina. Unnu sex menn í einu við innmoksturinn. Skiptu þeir á kortérs fresti við aðra sex, sem hvíldu sig, því engir hefðu haldið þetta út án hvíldar. Þeir sem af hólmi voru leystir hímdu svo utan dyra milli mokstrartarnanna og voru líkari vofum en mennskum mönnum. Þegar dagsverkinu var lokið voru sumir svo sárir fyrir brjósti að þeir þoldu varla að hósta eða anda að sér hreinu og svölu lofti". (Magnús G. bls. 36-40). <br>
"Mölunardagarnir þóttu slæmir dagar því að þá var vinna bæði erfíð og óholl. Rykið var rétt óþolandi, sérstaklega þegar möluð voru bein, þá sá ekki maður mann ef tveir eða þrír faðmar voru á milli. Ekki heyrðist heldur mannamál fyrir skrölti og hávaða í myllunni. Sumir óku efninu í hjólbörum að myllukjaftinum og aðrir mokuðu því inn í vélina. Unnu sex menn í einu við innmoksturinn. Skiptu þeir á kortérs fresti við aðra sex, sem hvíldu sig, því engir hefðu haldið þetta út án hvíldar. Þeir sem af hólmi voru leystir hímdu svo utan dyra milli mokstrartarnanna og voru líkari vofum en mennskum mönnum. Þegar dagsverkinu var lokið voru sumir svo sárir fyrir brjósti að þeir þoldu varla að hósta eða anda að sér hreinu og svölu lofti". (Magnús G. bls. 36-40). <br>
Lína 56: Lína 67:
Norðmennirnir Svend Foyn, Mons Larsen og Thomas Amlie áttu frumkvæðið að því að reisa hvalveiðistöð á Íslandi árið 1883. Afli norskra hvalveiðmanna við Finnmörk fór sífellt minnkandi þannig að fleiri Norðmenn fylgdu í kjölfarið og fluttu stöðvar sínar til Íslands. Fram til aldamóta ristu margar hvalveiðistöðvar á Vestfjörðum uns kom að því að veiðisvæðin þoldu ekki þessa miklu sókn.<br> Hvalbátarnir þurftu að sækja aflann sífellt austar og sunnar og upp komu raddir um að hagkvæmara væri að stunda veiðarnar frá Austfjörðum. Hans Ellefsen varð fyrstur til að reisa hvalveiðistöð fyrir austan um aldamótin og fljótlega fylgdu aðrir fordæmi hans. Árið 1900-1902 voru aflamestu árin en eftir það fór aflinn minnkandi þrátt fyrir að flotinn stækkaði. Stofninn þoldi einfaldlega ekki þessa stöðugu sókn og upp úr 1910 fór aflabresturinn að segja verulega til sín. Stöðvarnar hættu starfsemi sinni hver af annarri og árin 1914-1915 starfaði aðeins ein stöð á Vestfjörðum. Árið 1915 var hvalurinn friðaður.<br>
Norðmennirnir Svend Foyn, Mons Larsen og Thomas Amlie áttu frumkvæðið að því að reisa hvalveiðistöð á Íslandi árið 1883. Afli norskra hvalveiðmanna við Finnmörk fór sífellt minnkandi þannig að fleiri Norðmenn fylgdu í kjölfarið og fluttu stöðvar sínar til Íslands. Fram til aldamóta ristu margar hvalveiðistöðvar á Vestfjörðum uns kom að því að veiðisvæðin þoldu ekki þessa miklu sókn.<br> Hvalbátarnir þurftu að sækja aflann sífellt austar og sunnar og upp komu raddir um að hagkvæmara væri að stunda veiðarnar frá Austfjörðum. Hans Ellefsen varð fyrstur til að reisa hvalveiðistöð fyrir austan um aldamótin og fljótlega fylgdu aðrir fordæmi hans. Árið 1900-1902 voru aflamestu árin en eftir það fór aflinn minnkandi þrátt fyrir að flotinn stækkaði. Stofninn þoldi einfaldlega ekki þessa stöðugu sókn og upp úr 1910 fór aflabresturinn að segja verulega til sín. Stöðvarnar hættu starfsemi sinni hver af annarri og árin 1914-1915 starfaði aðeins ein stöð á Vestfjörðum. Árið 1915 var hvalurinn friðaður.<br>
Vinnan á hvalveiðistöðvunum var oft erfið og heilsuspillandi. Spikið var brætt og kjöt og bein soðið. Vinnan við að tæma kjöt- og beinakatlana var sérstaklega óþrifaleg og erfið og sama var að segja um þurrkun og mölun á beinum og kjöti. Þegar mikið veiddist höfðu menn ekki alltaf undan við að vinna hvalinn. Aðaláherslan var lögð á að nýta spikið en skrokkarnir voru látnir bíða. Síðar var reynt að sjóða, þurrka og mala það skásta af skrokkunum þó að afurðirnar yrðu oft rýrar.<br>
Vinnan á hvalveiðistöðvunum var oft erfið og heilsuspillandi. Spikið var brætt og kjöt og bein soðið. Vinnan við að tæma kjöt- og beinakatlana var sérstaklega óþrifaleg og erfið og sama var að segja um þurrkun og mölun á beinum og kjöti. Þegar mikið veiddist höfðu menn ekki alltaf undan við að vinna hvalinn. Aðaláherslan var lögð á að nýta spikið en skrokkarnir voru látnir bíða. Síðar var reynt að sjóða, þurrka og mala það skásta af skrokkunum þó að afurðirnar yrðu oft rýrar.<br>
 
[[Mynd:Höfuð af geysistórum búrhval Sdbl. 1991.jpg|miðja|thumb|Höfuð af geysistórum búrhval. berið höfuðið saman við manninn sem á því stendur.]]
Hvalstöðvar á Íslandi 1883-1915:<br>
Hvalstöðvar á Íslandi 1883-1915:<br>
Thomas Amlie (Mons Larsen, Svend Foyn) Álftafirði 1883-1906.<br>
Thomas Amlie (Mons Larsen, Svend Foyn) Álftafirði 1883-1906.<br>
Lína 74: Lína 85:


'''Yfirlit yfir hvalveiðar Norðmanna við Ísland 1891-1915:'''<br>
'''Yfirlit yfir hvalveiðar Norðmanna við Ísland 1891-1915:'''<br>
{|{{prettytable}}
{| {{prettytable}} cellpadding="4" cellspacing="0" style="margin: 1em 1em 1em 0; background: #f9f9f9; border: 1px #aaa solid; border-collapse: collapse; font-size: 95%;"
|+
|+
!Ár !!Fj. báta!!Hvalir samt.!!Lýsisföt!!Hv.m.tal!!Lýsi
!Ár !!Fj. báta!!Hvalir samt.!!Lýsisföt!!Hv.m.tal!!Lýsi
Lína 110: Lína 121:
|1906|| 25|| 650|| 21600|| 26|| 864
|1906|| 25|| 650|| 21600|| 26|| 864
|-
|-
|1907|| 25|| 843|| 34200|| 34| 1370
|1907|| 25|| 843|| 34200|| 34 | 1370
|-
|-
|1908 ||29|| 761|| 28100|| 26|| 969
|1908 ||29|| 761|| 28100|| 26|| 969
Lína 133: Lína 144:
Tönnesen Joh. N., Den Moderne Hvalfangst Historie, oprinnelse og utvikling, 2. bindi, Oslo 1967.<br>
Tönnesen Joh. N., Den Moderne Hvalfangst Historie, oprinnelse og utvikling, 2. bindi, Oslo 1967.<br>
Ásgeir Ásgeirsson, Eskifirði 1904-1913<br>
Ásgeir Ásgeirsson, Eskifirði 1904-1913<br>


{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Útgáfa síðunnar 25. mars 2019 kl. 14:06


Hjálmar Yngvason


Hvalveiðar Norðmanna við Ísland 1883-1915


Höfundurinn stundaði nám við Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum á árunum 1985-1987 og lauk prófi II. stigs vorið 1987. Þetta er lokaritgerð hans í íslensku frá skólanum. Hjálmar er Eskfirðingur, búsettur á Eskifirði og stundar sjó þaðan.

Í ritgerð þessari er fyrst reynt að rekja ástæður þess að Norðmenn hófu hvalveiðar við Ísland. Síðan er þróunin frá stofnun fyrstu stöðvarinnar til þeirrar síðustu rakin.
Leitast er við að svara því hvers vegna flestar stöðvarnar voru fluttar frá Vestfjörðum til Austfjarða upp úr aldamótum og hvers vegna þær hættu starfsemi sinni, hver af annarri upp úr 1910.
Því næst er fjallað um verkun hvalsins og vinnubrögð á hvalveiðistöðvunum. Raktir eru helstu þættir vinnslunnar en vegna skorts á heimildum er uppistaðan í þeim kafla lýsingar Magnúsar Gíslasonar frá hvalveiðistöðinni á Asknesi við Mjóafjörð. Telja verður líklegt að lýsingar Magnúsar séu dæmigerðar fyrir hvalveiðistöðvarnar almennt.
Helstu heimildir, sem notaðar voru við samningu ritgerðar þessarar, eru eins og áður sagði bók Magnúsar Gíslasonar, Á hvalveiðistöðvum og greinar um hvalveiðar Norðmanna við Ísland eftir Gils Guðmundsson og Ásgeir Jakobsson.

Upphafið.
Yfirleitt er talið að Norðmaðurinn Svend Foyn hafi átt frumkvæðið að hvalveiðum Norðmanna við Ísland. Hann hafði lagt grunninn að nútíma hvalveiðum með því að finna upp nothæfan sprengiskutul árið 1864. Hann hóf veiðar í Varangersfirði við Finnmörk í Norður-Noregi, gekk illa fyrstu árin en eftir því sem hann þróaði hinn nýja sprengiskutul fóru veiðarnar að ganga betur. Upp úr 1877 fékk hann ekki lengur að sitja einn að veiðunum við Finnmörk og um 1882 voru hvalveiðistöðvar Norðmanna í Norður-Noregi orðnar sjö og hvalveiðibátarnir samtals fimmtán. Þessi aukna sókn varð til þess að aflinn fór stöðugt minnkandi. Það var samt ekki fyrir neina tilviljun að Ísland varð fyrir valinu sem fyrsti staðurinn utan Noregs sem Norðmenn fóru að stunda veiðar frá. Sjómennirnir frá Haugasundi sögðu frá hval við strendur Íslands eftir að þeir fóru að stunda síldveiðar við landið.

Hvalveiðar við Svalbarða - Eftir gamalli teiknimynd.


Ýmsir tæknilegir örðugleikar höfðu orðið til þess að Bandaríkjamenn, sem höfðu stundað veiðar frá Seyðisfirði gáfust upp árið 1867. Sömu örlög fékk einnig "Det Danske Fiskeriselskab" í Hafnarfirði og á Djúpavogi árið 1871. (Tönnesen, J.N. DMHH, bls. 13-14 - Gils G. Vík. bls 310-313 - Ásgeir J., Ægir bls 44)
Eins og áður sagði fór að þrengja að Svend Foyn við Finnmörk og fór hann því að huga að nýjum veiðisvæðum. Hann fékk augastað á Íslandi um sama leyti og þrír aðrir Norðmenn fengu áhuga á að koma hér á fót hvalveiðistöð. Það voru þeir Mons Larsen og bræðurnir Peder og Thomas Amlie.
Þessir menn stofnuðu hvalveiðifélag og vorið 1883 hófust þeir handa á Langeyri í Álftafirði við Ísafjarðardjúp. Þetta fyrsta sumar var aðeins einn bátur notaður við veiðarnar og nefndist hann Ísafold. Tölur um afla eru nokkuð á reiki en talað er um að annað hvort hafi veiðst 8 eða 13 hvalir þetta sumar. (Tönnesen bls. 14-16 - Gils G. bls. 313 - Ásgeir J. bls. 44).

Sigldi ekki undir dönsku flaggi.
Strax þetta fyrsta ár mættu Norðmennirnir ýmsum erfiðleikum af hálfum íslenskra og danskra yfirvalda sem leist ekki meir en svo á þeir færu að raka saman fé hér við land. Samkvæmt lögum var útlendingum bannað að stunda veiðar við Ísland nema þeir settust að á landinu og tækju sér íslenskan ríkisborgararétt. Einnig áttu þeir að sigla undir dönskum fána og það gat til að mynda Svend Foyn ekki hugsað sér:
"Jeg har fart under norsk flagg siden jeg begynte til sjös og under andet flagg farer jeg heller ikke etter denne dag." (Tönnesen bls. 16-18)

Frá vinstri: Svend Foyn, hinn frægi norski útgerðarmaður; brauryðjandu um selveiðar og hvalveiðar Norðmanna. Til hægri: Hans Ellefsen.


Hann dró sig því út úr fyrirtækinu eftir aðeins eitt ár og yfirgaf Ísland en áður hafði hann hafið byggingu hvalstöðvar við Norðfjörð. Úr því varð ekki nema grunnurinn og skorsteinninn og komst sú hvalstöð aldrei í gagnið. Þegar Foyn dró sig út úr fyrirtækinu vildi Mons Larsen einnig losna og það varð úr að Thomas Amlie keypti hluti þeirra í hvalveiðistöðinni. Hann fluttist einnig búferlum til Íslands og hóf veiðar á Ísafold.
Eftir fyrsta árið fóru veiðarnar að ganga betur og veiddi Amlie 20-25 hvali á hverju ári 1884 -1886. (Gils G. bls. 313-314 – Ásgeir J. bls. 45-46).
Árið 1886 lét hann smíða nýjan bát sem kallaðist Reykjavík. Árið 1894 var þriðja bátnum, Jarlen, bætt við. Þremur árum síðar fórst Jarlen á leið til Noregs og með honum Thomas Amlie. Stöðin á Langeyri var seld hlutafélaginu "Hvalen" í Kristianíu og varð forstjóri þess hér á landi Isak Kobro.

Fleiri koma til sögunnar.
Fyrstu sex árin hafði Thomas Amlie verið einn við hvalveiðarnar við Ísland en um þetta leyti fór aflinn við Finnmörk sífellt minnkandi þannig að fleiri Norðmenn fóru að hugsa sér til hreyfings. Nú hafði brautin líka verið rudd og mestu byrjunarerfiðleikarnir voru að baki. Næstur til að flytja til Íslands var Hans Ellefsen. Hann kom sér upp hvalveiðistöð á Sóbakka í Önundarfirði og hóf veiðar þaðan vorið 1889 með tveimur bátum. Bróðir hans, Andreas Ellefsen, gekk svo í lið með honum tveimur árum síðar.
Þeir fóru að framleiða gúanó árið 1892 og var það nýlunda að nýta allan hvalinn en ekki bara spikið og láta svo skrokkinn reka til hafs. Þessi framleiðsla á gúanói kom sér oft vel fyrir hvalveiðistöðvarnar þegar verð á hvallýsi var lágt.
Árið 1893 voru bátar Ellefsens fimm að tölu, sjö árið 1900 og flestir urðu bátar í eigu hans níu árið 1908. Fyrirtæki Ellefsens átti eftir að verða stærsta hvalútgerðarfélag Norðmanna við Ísland. (Tönnesen bls. 18-24 - Gils G. bls. 313 - Ásgeir J. bls. 63).
Árið 1890 var næsta hvalveiðistöð byggð á Framnesi að Höfða við Dýrafjörð. Það var félagið "Victor" frá Tönsberg sem stóð að henni og framkvæmdastjóri var Lauritz Berg. Hvalveiðihlutafélagið "Talkna" hóf rekstur hvalveiðistöðvar í Tálknafirði árið 1892. Framkvæmdastjóri þess var fyrst Johan Stixrud og síðan Jakob Odland en félagið varð allumfangsmikið.

Frá vinstri: Lauritz Berg, Thomas Amlin


Árið 1894 stofnaði Marcus Bull hvalveiðistöð á Hesteyri við Hesteyrarfjörð undir félagsnafninu Brödrene Bull. Hann kom fyrir ýmsum nýjungum í verksmiðju sinni sem stórbættu vinnuskilyrði og juku afköst.
Árið 1895 var hlutafélagið "Harpunen" stofnað í Kristianiu og var forstjóri þess Carl F. Herlofsen. Félagið reisti hvalveiðistöð á Dvergasteinseyri við Álftafjörð vestra og rak hana síðan í átta ár.
Útgerðarmenn í Tönsberg stofnuðu "Dansk hvalfangst og fiskeriaktieselskabet" sem kom sér upp hvalveiðistöð í Veiðileysufirði árið 1896 og starfaði til 1903. Árið 1897 var stofnað eina félagið sem var íslenskt að mestu leyti. Það var hvalveiðiútgerð Ásgeirs Ásgeirssonar, kaupmanns á Ísafirði, en hann reisti hvalveiðistöð á Uppsalaeyri í Seyðisfirði við Ísafjarðardjúp. Verkstjóri í stöðinni var Conrad Evansen. Félagið varð aldrei neitt sérstaklega umfangsmikið og hætti starfsemi sinni í Seyðisfirði árið 1904. (Tönnesen bls. 28-36 - Gils G. bls. 314-315 - Ásgeir J. bls. 63-64)

Steypireyðurin mikilvægust.
Fram til aldamóta var steypireyðurin aðaluppistaðan í aflanum. Þegar tekið er tillit til stærðar og spikmagns verður steypireyðurin að teljast mikilvægasti hluti aflans. Sem dæmi má nefna að steypireyðurin nam 60% af afla Ellefsens frá 1889-1900. Verðmæti einnar steypireyðar jafngildir tveimur langreyðum og sex sandreyðum.
Um aldamótin var steypireyðum farið að fækka en veiðar á langreyðum jukust aftur á móti þannig að fjöldi veiddra hvala minnkaði ekki. Vegna mikillar fjölgunar báta fækkaði lýsisfötum á bát til muna. Flestir urður bátarnir vestra 27, sumarið 1901, en það var síðasta sumarið sem allar stöðvarnar voru starfræktar þar. Bestu árin verða að teljast 1900 – 1902 en á þeim tíma kom samt sem áður í ljós að veiðisvæðið út af Vestfjörðum þoldi ekki allan þennan flota. Hvalabátarnir urðu að sækja sífellt lengra á veiðarnar eða allt norður og austur fyrir Langanes og suður fyrir Reykjanes. Raddir fóru að heyrast í þá átt að miklu hentugra yrði að stunda veiðarnar frá Austfjörðum. Góður afli sumarið 1901 freistaði samt ennþá og árið 1902 var hvalveiðifélagið "Hekla" stofnað í Haugasundi og reisti það hvalveiðistöð á Hesteyri þar sem Bull hafði áður verið með sína stöð. (Tönnesen bls. 24, 30-36 - Gils G. bls. 315-316 - Ásgeir J. bls. 64-65).
Hans Ellefsen varð fyrstur til að koma sér upp hvalveiðistöð á Austfjörðum. Hann valdi sér stað á Asknesi í Mjóafirði árið 1900. Í upphafi var það ætlun hans að reka tvær hvalveiðstöðvar en svo illa vildi til að stöðin á Sóbakka brann til kaldra kola árið 1901.

Viðbúnir að skjóta.


Rekstur hvalveiðistöðvarinnar á Asknesi gekk vel og veitti Ellefsen mörgum Íslendingum atvinnu. Hann átti einnig stóran þátt í því að minnka þá óvild sem Íslendingar sýndu norsku hvalveiðmönnunum oft á tíðum. Margir Íslendingar fengu einnig vinnu hjá Lauritz Berg sem flutti hvalveiðistöðina "Victor" frá Dýrafirði til Mjóafjarðar árið 1900. Fleiri fylgdu svo í kjölfarið. Marcus BuII flutti frá Hesteyri austur til Hellisfjarðar árið 1900.
Hlutafélagið Chr. Salversen og co. keyptu stöðina árið 1905 en Bull var áfram framkvæmdastjóri. Ásgeir Ásgeirsson flutti stöð sína til Eskifjarðar árið 1904 og þýskur maður Dr. Poul, reisti hvalveiðistöð á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð árið 1902. Hún hét "Germania" og var einungis rekin í tvö ár. Árið 1904 voru því enn reknar fyrir vestan Langeyrarstöðin á Álftafirði, "Talkna" á Tálknafirði og Hekla í Hesteyrarfirði. (Tönnesen bls. 36-38 - Gils G. bls. 317-318 - Ásgeir J. bls. 88)

Ofveiði segir til sín.
Árið 1902 náði aflinn hámarki en það ár stunduðu 30 bátar veiðar. Heildaraflinn varð 1305 hvalir og lýsismagnið um 40.000 lýsisföt. Árið 1903 og 1904 kom þó nokkur afturkippur í veiðarnar og fyrstu stöðvarnar fara að hverfa frá Íslandi. Árin 1906 og 1907 voru sex hvalveiðistöðvar starfandi á landinu, þ.e. Ellefsen og Victor í Mjóafirði, Bull í Hellisfirði, Ásgeir Ásgeirsson á Eskifirði, Hekla á Hesteyrarfirði og Talkna á Tálknafirði. Áraskipti urðu að veiðum, t.d. var sumarið 1906 mjög lélegt, sumarið 1907 gott en sumarið 1908 aftur lélegt. Afli Vestfjarðastöðvanna var mun minni en Austfjarðastöðvanna þó að þær héldu áfram að sinni þrátt fyrir það. Árið 1910 var hvalaþurrðin alvarlega farin að segja til sín þannig að bátarnir þurftu stundum að fara norður til Jan Mayen og suður til Færeyja á veiðar. Hvalveiðibátarnir höfðu samt aldrei verið jafnmargir eða 32 að tölu. Aðeins 649 hvalir veiddust, þ.e. 22 á bát, og lýsismagnið nam 22.600 fötum. Árið 1911 voru fjögur félög starfrækt fyrir austan og gerðu þau ekki út nema 20 báta. Vestra voru enn starfandi Hekla og Talkna en þessar tvær stöðvar voru sameinaðar árið 1912. Félagið Victor í Mjóafirði seldi sína hvalveiðistöð hlutafélaginu "Victoria" árið 1912 en það félag rak stöðina aðeins í eitt ár. Aflinn brást algjörlega árið 1912 og aðeins veiddust 152 hvalir.
Bátarnir voru samtals 20 þannig að 7-8 hvalir voru á bát. Árið 1913 voru bátarnir 13 og aflinn 123 hvalir. Ellefsen varð fyrstur til að hætta rekstri stöðvar sinnar árið 1911 en hinar Austfjarðastöðvarnar hættu allar starfsemi sinni árið 1913. Það var því aðeins sameinaða félagið "Hekla og Talkna" í Hesteyrarfirði sem stundaði veiðar 1914-1915. Árið 1915 var hvalurinn friðaður en veiðarnar hefðu mjög sennilega lagst af þó ekki hefðu lagaboð komið til.
Hvalurinn var uppurinn. (Tönnesen bls. 36-38 - Gils G. bls. 317-318 - Ásgeir J. bls. 88).

Erfið vinna og óþrifaleg.
Hér á eftir verður vikið að vinnunni á hvalveiðistöðvunum. Heimildir eru reyndar af skornum skammti en þó gefur Magnús Gíslason greinargóða lýsingu á lífinu á hvalveiðistöðinni á Asknesi í Mjóafirði í bók sinni Á hvalveiðistöðvum.
Lýsingar Magnúsar á verkun hvalsins og annarri vinnu sem tilheyrði, eru líklega dæmigerðar fyrir hvalveiðistöðvarnar á landinu almennt. Hans Ellefsen hafði alltaf 40-50 Íslendinga í vinnu hjá sér á hverju sumri í hvalveiðistöðinni á Asknesi og var Magnús einn af þeim sem vann þar öll árin sem hún var starfrækt, eða frá 1901-1911.
Verkamönnunum var skipt í starfsflokka og hafði hver flokkur sinn ákveðna verk að vinna. Þegar hvalveiðibátarnir komu með hval þurfti að byrja á því að draga hann á land og var það gert með því að festa taug í sporðinn. Síðan var hvalurinn dreginn með eimvindu upp á trépall í flæðarmálinu. Þessi pallur kallaðist "flenseplan" og þeir sem flettu spikinu af hvalnum "flensarar." Byrjað var á því að rista skurð inn úr spikinu frá sporði og fram á haustrjónu. Síðan var festur vírstrengur í spiklengjuna hausmegin á hvalnum og hverri spiklengjunni af annarri flett af. Því næst voru þær dregnar inn í spikbræðsluhúsið og saxaðar niður í þunnar flísar. Saxaða spikið var svo fært upp í bræðslukörin. Þeir sem unnu við þetta voru kallaðir "spikloftsmenn". Hvalskrokkurinn var aftur á móti dreginn upp á svokallað kjötloft þar sem kjötið var skorið frá beinunum. Beinin voru söguð og höggvin í sundur en kjötið skorið í bita og síðan var allt soðið í sérstökum kötlum. (Magnús G. bls. 50-53).

Skotið hefur heppnast.


Magnús vann sem ketiltæmari nokkur sumur og eru lýsingar hans á því starfi þess vegna allítarlegar. Þetta starf var mjög erfitt og sóðalegt og þurfti þrekmenni til að gegna því. Á hvalveiðistöðinni á Asknesi voru 24 katlar þegar hún var fullbyggð. Kjötið af meðalstórum hval fyllti tvo kjötkatla en bein úr þremur hvölum þurfti til að fylla einn beinketil. Vinnan við hreinsun katlanna hófst um kl. þrjú að nóttu og unnu tveir menn við hreinsun hvers ketils. Þeir skiptust á að fara niður í ketilinn þar sem ekki var unnt að haldast þar við nema stutta stund í einu. Þegar búið var að skrúfa lokin af kötlunum streymdi út sjóðandi gufa en mennirnir hófust síðan handa eins fljótt og auðið var vegna þess að engan tíma mátti missa. Kjötið og beinin voru dregin út úr kötlunum með sérstökum járnkrókum.
Fljótlega þurfti að fara ofan í katlana sjálfa og moka upp úr þeim en við það var notað bæði kvísl og skófla. "Kjötið var oftast í samfelldri kássu, sérstaklega þegar það var af gömlum skrokkum eins og oft var þetta sumar (1903) því að það veiddist svo mikið að skrokkarnir söfnuðust fyrir. Þegar maður fór að róta í þessu stigu upp hitabylgur svo að menn sveið í andlitið og stundum einnig í líkamann í gegnum fötin. Við blotnuðum fljótt af svita og gufu og tók þá að renna í augun og fylgdi því sár sviði svo að maður varð að halda augum aftur öðru hvoru. Þegar maður hafði unnið þannig eins og tíu mínútur var maður að þrotum kominn og varð að fara upp úr til að klæða sig úr, fór hinn þá ofan í og þannig gekk þetta sitt á hvað þar til ketillinn var tómur." (Magnús G. bls. 28-31).

Í gini hvalsins.

Sumarið 1903 var stanslaus veiði í fimm mánuði og varð það aflamesta sumarið hjá Ellefsen en alls veiddust 486 hvalir. Á þessum tíma var stöðin ekki fullbyggð þannig að mannskapurinn hafði engan veginn undan að vinna hvalinn. Mesta áhersla var lögð á að bræða spikið en minna hirt um skrokkana, þeim var hrint á flot og lagt við festar í flæðarmálinu. Þegar líða tók á sumarið og aflinn fór að minnka var farið að velja skástu skrokkana úr kösinni og nýta þá. Eins og nærri má geta var þetta erfið og mjög óþrifaleg vinna. Veturinn eftir var síðan unnið af kappi við að sjóða, þurrka og mala hvalkjötið og beinin þó afurðirnar yrðu oft rýrar vegna þess hve hráefnið var lélegt. Vinnan við þurrkunina og þó sérstaklega mölunina var erfið og heilsuspillandi.
"Mölunardagarnir þóttu slæmir dagar því að þá var vinna bæði erfíð og óholl. Rykið var rétt óþolandi, sérstaklega þegar möluð voru bein, þá sá ekki maður mann ef tveir eða þrír faðmar voru á milli. Ekki heyrðist heldur mannamál fyrir skrölti og hávaða í myllunni. Sumir óku efninu í hjólbörum að myllukjaftinum og aðrir mokuðu því inn í vélina. Unnu sex menn í einu við innmoksturinn. Skiptu þeir á kortérs fresti við aðra sex, sem hvíldu sig, því engir hefðu haldið þetta út án hvíldar. Þeir sem af hólmi voru leystir hímdu svo utan dyra milli mokstrartarnanna og voru líkari vofum en mennskum mönnum. Þegar dagsverkinu var lokið voru sumir svo sárir fyrir brjósti að þeir þoldu varla að hósta eða anda að sér hreinu og svölu lofti". (Magnús G. bls. 36-40).

Niðurstöður
Norðmennirnir Svend Foyn, Mons Larsen og Thomas Amlie áttu frumkvæðið að því að reisa hvalveiðistöð á Íslandi árið 1883. Afli norskra hvalveiðmanna við Finnmörk fór sífellt minnkandi þannig að fleiri Norðmenn fylgdu í kjölfarið og fluttu stöðvar sínar til Íslands. Fram til aldamóta ristu margar hvalveiðistöðvar á Vestfjörðum uns kom að því að veiðisvæðin þoldu ekki þessa miklu sókn.
Hvalbátarnir þurftu að sækja aflann sífellt austar og sunnar og upp komu raddir um að hagkvæmara væri að stunda veiðarnar frá Austfjörðum. Hans Ellefsen varð fyrstur til að reisa hvalveiðistöð fyrir austan um aldamótin og fljótlega fylgdu aðrir fordæmi hans. Árið 1900-1902 voru aflamestu árin en eftir það fór aflinn minnkandi þrátt fyrir að flotinn stækkaði. Stofninn þoldi einfaldlega ekki þessa stöðugu sókn og upp úr 1910 fór aflabresturinn að segja verulega til sín. Stöðvarnar hættu starfsemi sinni hver af annarri og árin 1914-1915 starfaði aðeins ein stöð á Vestfjörðum. Árið 1915 var hvalurinn friðaður.
Vinnan á hvalveiðistöðvunum var oft erfið og heilsuspillandi. Spikið var brætt og kjöt og bein soðið. Vinnan við að tæma kjöt- og beinakatlana var sérstaklega óþrifaleg og erfið og sama var að segja um þurrkun og mölun á beinum og kjöti. Þegar mikið veiddist höfðu menn ekki alltaf undan við að vinna hvalinn. Aðaláherslan var lögð á að nýta spikið en skrokkarnir voru látnir bíða. Síðar var reynt að sjóða, þurrka og mala það skásta af skrokkunum þó að afurðirnar yrðu oft rýrar.

Höfuð af geysistórum búrhval. berið höfuðið saman við manninn sem á því stendur.

Hvalstöðvar á Íslandi 1883-1915:
Thomas Amlie (Mons Larsen, Svend Foyn) Álftafirði 1883-1906.
Hans Ellefsen Önundarfirði 1889-1911.
Victor Dýrafirði 1890-1911.
Talkna Tálknafirði 1893-1911.
Brödrene Bull Hesteyrarfirði 1894-1899.
Harpunen Álftafirði 1896-1903.
Dansk Hvalfangst og Fiskeri A/S Veiðileysufirði 1897-1903.
Ásgeir Ásgeirsson Seyðisfirði 1897-1904.
Hans Ellefsen Mjóafirði 1900-1912.
Victor/Victoria (1912-1913) Mjóafirði 1900-1913.
Brödrene Bull (Chr. Salvesen og Co.) Hellisfirði 1900-1913.
Hekla (Hekla og Talka) Hesteyrarfirði 1902-1915.
Germanía Fáskrúðsfirði 1903-1905.
Ásgeir Ásgeirsson Eskifirði 1904-1913.

Yfirlit yfir hvalveiðar Norðmanna við Ísland 1891-1915:

Ár Fj. báta Hvalir samt. Lýsisföt Hv.m.tal Lýsi
1891 8 206 8300 26 1038
1892 11 316 11600 29 1054
1893 15 505 15600 34 1040
1894 15 523 21600 35 1440
1895 16 768 29100 48 1818
1896 18 792 33000 44 1833
1897 18 Skýrslu vantar fyrir árið 1897
1898 21 796 33600 38 1600
1899 23 868 37000 38 1609
1900 23 823 33600 36 1461
1901 27 1192 39400 44 1459
1902 30 1305 40000 43 1333
1903 30 1257 36000 42 1200
1904 27 983 30000 36 1111
1905 25 1141 37000 42 1480
1906 25 650 21600 26 864
1907 25 843 34200 1370
1908 29 761 28100 26 969
1910 32 649 22600 20 706
1911 22 428 14800 19 673
1912 20 152 6100 8 305
1913 13 123 3914 9 301
1914 3 35 1565 7 522
1915 4 54 1715 13 429

Heimildir:
Ásgeir Jakobsson, Úr sögu hvalveiðanna, Ægir, 69. árg. Rvk. 1976.
Gils Guðmundsson, Hvalveiðar við Ísland, Víkingur, 8. árg., 11-12 tbl., Rvk. 1946.
Magnús Gíslason, Á hvalveiðistöðvum, Ísafoldarprentsm. 1949
Tönnesen Joh. N., Den Moderne Hvalfangst Historie, oprinnelse og utvikling, 2. bindi, Oslo 1967.
Ásgeir Ásgeirsson, Eskifirði 1904-1913