„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1991/Minnisstætt þorrablót“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
<br>
<br>
<big><big><big><big><big><center>Minnisstætt þorrablót </center></big></big></big></big></big>
<big><big><big><big><big><center>Minnisstætt þorrablót </center>




Lína 15: Lína 15:
Tíminn var fljótur að líða á þessari siglingu, menn dubbuðu sig upp, fóru í bað og svo þótti náttúrulega sjálfsagt að hella eilítið upp á mannskapinn, ekki við hæfi að mæta bláedrú á þorrablót. Meðan landað var í Fuglafirði hafði verið gengið símleis frá miðum og borðapöntun og voru engin vandkvæði á því. En þrautin var þyngri að útvega eitthvað sterkt að drekka, slíkt var nær ófáanlegt í Fuglafirði. Þó var sú bót í máli að talsvert var til af færeyskum bjór um borð, þar sem við höfðum landað áður í Færeyjum og lítill tími hafði gefist á loðnunni til að grynna á þeim birgðum. Þá voru einhverjir tveir forsjálir menn um borð sem áttu sína flöskuna hvor. Og svo reddaði karlinn einní í landi. Ekki þóttu þetta þó nein ósköp fyrir heila skipshöfn og urðu menn sammála um að drekka af bjórnum á leiðinni en láta það sterka bíða þar til komið væri á þorrablót.<br>
Tíminn var fljótur að líða á þessari siglingu, menn dubbuðu sig upp, fóru í bað og svo þótti náttúrulega sjálfsagt að hella eilítið upp á mannskapinn, ekki við hæfi að mæta bláedrú á þorrablót. Meðan landað var í Fuglafirði hafði verið gengið símleis frá miðum og borðapöntun og voru engin vandkvæði á því. En þrautin var þyngri að útvega eitthvað sterkt að drekka, slíkt var nær ófáanlegt í Fuglafirði. Þó var sú bót í máli að talsvert var til af færeyskum bjór um borð, þar sem við höfðum landað áður í Færeyjum og lítill tími hafði gefist á loðnunni til að grynna á þeim birgðum. Þá voru einhverjir tveir forsjálir menn um borð sem áttu sína flöskuna hvor. Og svo reddaði karlinn einní í landi. Ekki þóttu þetta þó nein ósköp fyrir heila skipshöfn og urðu menn sammála um að drekka af bjórnum á leiðinni en láta það sterka bíða þar til komið væri á þorrablót.<br>
En svo má drekka af Færeyjabjór að á menn svífi, sérstaklega ef menn hlakka mikið til einhvers. Og sú varð raunin að þessu sinni, langt síðan mannskapurinn hafði komist til skemmtanahalds. Og nú átti að gera einhver lifandi ósköp.<br>
En svo má drekka af Færeyjabjór að á menn svífi, sérstaklega ef menn hlakka mikið til einhvers. Og sú varð raunin að þessu sinni, langt síðan mannskapurinn hafði komist til skemmtanahalds. Og nú átti að gera einhver lifandi ósköp.<br>
 
[[Mynd:Haraldur og Ólafur Sdbl. 1991.jpg|miðja|thumb|Frá vinstri. Haraldur Þ Gunnarsson,  Ólafur Einarsson]]
'''Allt fljótandi í ákavíti.'''<br>
'''Allt fljótandi í ákavíti.'''<br>
Dimmt var orðið þegar við renndum að bryggju og flestir okkar ef ekki allir algjörlega ókunnir Þórshöfn. Sem betur fer var nóg af "hýruvognum" á "grenndinni" og leið ekki á löngu þar til við vorum komnir á fyrirheitna staðinn, þar sem Íslendingar og Færeyingar voru að blóta þorra. Þar voru inni líklega um hundrað manns og hafði samkvæmið verið fremur þögult fram til þessa. En nú varð þar bragarbót á. Þetta annars rólega samkvæmi snarbreyttist þegar inn ruddist heil skipshöfn, syngjandi Eyjaslagara við raust. Við settumst við þau borð sem okkur voru ætluð og nú kom í ljós að ekki höfðum við þurft að hafa ýkja miklar áhyggjur af áfengismálunum, þarna voru nefnilega vínveitingar og áfengi veitt með matnum, bæði færeyski bjórinn "Reyðagull" og svo Álaborgarákavíti sem hellt var óspart í glösin hjá okkur. Þeim sem sáu um þjónustuna þótti einsýnt að hér væru langþyrstir menn á ferð, varla hafðist undan að tæma úr glösum fyrr en þau voru orðin fleytifull að nýju. Reyndar voru menn góðglaðir þegar komið var inn en ekki leið á löngu þar til menn urðu enn kátari. <br>
Dimmt var orðið þegar við renndum að bryggju og flestir okkar ef ekki allir algjörlega ókunnir Þórshöfn. Sem betur fer var nóg af "hýruvognum" á "grenndinni" og leið ekki á löngu þar til við vorum komnir á fyrirheitna staðinn, þar sem Íslendingar og Færeyingar voru að blóta þorra. Þar voru inni líklega um hundrað manns og hafði samkvæmið verið fremur þögult fram til þessa. En nú varð þar bragarbót á. Þetta annars rólega samkvæmi snarbreyttist þegar inn ruddist heil skipshöfn, syngjandi Eyjaslagara við raust. Við settumst við þau borð sem okkur voru ætluð og nú kom í ljós að ekki höfðum við þurft að hafa ýkja miklar áhyggjur af áfengismálunum, þarna voru nefnilega vínveitingar og áfengi veitt með matnum, bæði færeyski bjórinn "Reyðagull" og svo Álaborgarákavíti sem hellt var óspart í glösin hjá okkur. Þeim sem sáu um þjónustuna þótti einsýnt að hér væru langþyrstir menn á ferð, varla hafðist undan að tæma úr glösum fyrr en þau voru orðin fleytifull að nýju. Reyndar voru menn góðglaðir þegar komið var inn en ekki leið á löngu þar til menn urðu enn kátari. <br>
 
[[Mynd:Kap VE 4 Sdbl. 1991.jpg|miðja|thumb|Kap VE 4]]
'''Söngfugl úr Eyjum tók lagið.'''<br>
'''Söngfugl úr Eyjum tók lagið.'''<br>
Hljómsveitin byrjaði að spila ekki löngu eftir að víð vorum sestir og ekki leið á löngu þar til við heyrðum söng úr míkrafóni sem við könnuðumst mætavel við; einn söngelskur úr áhöfninni var þar kominn á svið og söng af hjartans lyst. Þetta vakti feikna lukku viðstaddra sem áttu ábyggilega ekki von á slíkum hæfileikamönnum úr hópi loðnusjómanna frá Vestmannaeyjum.<br>
Hljómsveitin byrjaði að spila ekki löngu eftir að víð vorum sestir og ekki leið á löngu þar til við heyrðum söng úr míkrafóni sem við könnuðumst mætavel við; einn söngelskur úr áhöfninni var þar kominn á svið og söng af hjartans lyst. Þetta vakti feikna lukku viðstaddra sem áttu ábyggilega ekki von á slíkum hæfileikamönnum úr hópi loðnusjómanna frá Vestmannaeyjum.<br>
Maturinn var ágætur og vel útilátinn, dæmigerður íslenskur þorramatur og eitthvað af öðru meðlæti með svo sem steik og rauðkáli ásamt sósum. En eitthvað voru menn orðnir utan við sig af bjórþambi og ákavítissötri, því einn okkar hélt að hlaðborðinu með diskinn sinn, fékk sér þar slurk af hákarli og hval, bætti síðan svínasteik og rauðkáli ofan á og endaði loks á því að hella heilli ausu af hvítri sósu yfir allt saman.<br>
Maturinn var ágætur og vel útilátinn, dæmigerður íslenskur þorramatur og eitthvað af öðru meðlæti með svo sem steik og rauðkáli ásamt sósum. En eitthvað voru menn orðnir utan við sig af bjórþambi og ákavítissötri, því einn okkar hélt að hlaðborðinu með diskinn sinn, fékk sér þar slurk af hákarli og hval, bætti síðan svínasteik og rauðkáli ofan á og endaði loks á því að hella heilli ausu af hvítri sósu yfir allt saman.<br>
Ekki munum við gjörla allt það sem fram fór á þessari annars ágætu skemmtun en allt fór það friðsamlega fram, engar óspektir urðu og engin vandræði með gestina.<br>
Ekki munum við gjörla allt það sem fram fór á þessari annars ágætu skemmtun en allt fór það friðsamlega fram, engar óspektir urðu og engin vandræði með gestina.<br>
 
[[Mynd:Daginn eftir Sdbl. 1991.jpg|miðja|thumb|Daginn eftir þorrablótið góða]]
'''Löng leið niður í bát.'''<br>
'''Löng leið niður í bát.'''<br>
En vandræðin hófust þegar gleðskapnum lauk. Eins og áður sagði voru menn lítt kunnugir í Þórshöfn og vissu því ekkert hvert halda skyldi. Engum hafði hugkvæmst að athuga hvar báturinn lægi og því urðu þetta hjá mönnum ferðir án fyrirheits. Einhvern okkar rámaði í að staðið hefði Bacalao á húsi rétt fyrir ofan bryggjuna en þótti fáránlegt að fara að segja leigubílstjóra að aka sér á Bacalao. Og tilraunir okkar til að koma bílstjóranum í skilning um hvert við vildum fara báru misjafnan árangur. Allir komust þó um borð að lokum.<br> En einn úr hópnum fór hálfgerða djúpslóð um borð. Hann hafði orðið síðbúinn af þorrablóti og þegar hann kemur út sér hann engan af skipsfélögunum. Hann náði sér í "hýruvogn" og bað bílstjórann að aka sér um borð í skipið sem lægi í Fuglafirði! Bílstjóranum þótti ekkert athugavert við það og ók af stað. Þetta er rúmlega klukkutíma akstur og svo þegar þeir koma þar að í Rúnavík þar sem allt í einu birtast ljósin í þorpinu og höfnin, ásamt verksmiðjunni, þá allt í einu uppgötvar okkar maður hvað um er að vera, lemur í mælaborðið og segir: "Andskotinn! báturinn liggur í Þórshöfn!" Auðvitað var ekkert annað að gera en snúa við og aka til baka. Sá hinn sami sagði okkur síðar að þetta hefði bílstjóranum þótt með eindæmum fyndið, hann hefði aldrei ætlað að hætta að hlæja. Og þegar aftur kom til Þórshafnar vildi hann ekki taka borgun fyrir túrinn, fyrir svona skemmtun ætti ekki að borga.<br>
En vandræðin hófust þegar gleðskapnum lauk. Eins og áður sagði voru menn lítt kunnugir í Þórshöfn og vissu því ekkert hvert halda skyldi. Engum hafði hugkvæmst að athuga hvar báturinn lægi og því urðu þetta hjá mönnum ferðir án fyrirheits. Einhvern okkar rámaði í að staðið hefði Bacalao á húsi rétt fyrir ofan bryggjuna en þótti fáránlegt að fara að segja leigubílstjóra að aka sér á Bacalao. Og tilraunir okkar til að koma bílstjóranum í skilning um hvert við vildum fara báru misjafnan árangur. Allir komust þó um borð að lokum.<br> En einn úr hópnum fór hálfgerða djúpslóð um borð. Hann hafði orðið síðbúinn af þorrablóti og þegar hann kemur út sér hann engan af skipsfélögunum. Hann náði sér í "hýruvogn" og bað bílstjórann að aka sér um borð í skipið sem lægi í Fuglafirði! Bílstjóranum þótti ekkert athugavert við það og ók af stað. Þetta er rúmlega klukkutíma akstur og svo þegar þeir koma þar að í Rúnavík þar sem allt í einu birtast ljósin í þorpinu og höfnin, ásamt verksmiðjunni, þá allt í einu uppgötvar okkar maður hvað um er að vera, lemur í mælaborðið og segir: "Andskotinn! báturinn liggur í Þórshöfn!" Auðvitað var ekkert annað að gera en snúa við og aka til baka. Sá hinn sami sagði okkur síðar að þetta hefði bílstjóranum þótt með eindæmum fyndið, hann hefði aldrei ætlað að hætta að hlæja. Og þegar aftur kom til Þórshafnar vildi hann ekki taka borgun fyrir túrinn, fyrir svona skemmtun ætti ekki að borga.<br>
 
[[Mynd:Greinarhöfundur rifjar upp Sdbl. 1991.jpg|thumb|250x250dp|Greinarhöfundar rifja upp sætar minningar, með færeysk höfuðföt. Myndin tekin á ónafngreindri þjóðhátíð.]]
'''Enginn mætti í kalkún.'''<br>
'''Enginn mætti í kalkún.'''<br>
En næsti dagur var ekki alveg jafn ánægjulegur og sá fyrri. Heilsufarið var vægast sagt heldur bágborið. Einn staulaðist fram á klósett þegar á leið morguninn, kraup þar og spjó í klósettið nokkra stund. Þegar þeirri athöfn lauk brá honum heldur en ekki í brún þar sem honum virtist að hann hefði ælt nokkrum litrum af blóði allt var eldrautt sem frá honum kom. Hann kom náfölur til okkar og vildi að málið yrði kannað. Þá kom i Ijós að hann hafði setið eitthvað frameftir á þorrablóti við að háma í sig rauðkál og þar var komin skýringin á rauða litnum.<br>
En næsti dagur var ekki alveg jafn ánægjulegur og sá fyrri. Heilsufarið var vægast sagt heldur bágborið. Einn staulaðist fram á klósett þegar á leið morguninn, kraup þar og spjó í klósettið nokkra stund. Þegar þeirri athöfn lauk brá honum heldur en ekki í brún þar sem honum virtist að hann hefði ælt nokkrum litrum af blóði allt var eldrautt sem frá honum kom. Hann kom náfölur til okkar og vildi að málið yrði kannað. Þá kom i Ijós að hann hafði setið eitthvað frameftir á þorrablóti við að háma í sig rauðkál og þar var komin skýringin á rauða litnum.<br>

Útgáfa síðunnar 25. mars 2019 kl. 13:34


Minnisstætt þorrablót


Oft hefur þaö þótt hin ágætasta skemmtan þegar sjóarar rifja upp sögur úr erlendum höfnum. Hafa slíkar sögur jafnan veriö nefndar sjóarasögur og kemur þá oftar en ekki fyrir að áfengi, kvenfólk og slagsmál skipa þar hvað stærstan sess. Í flestum þessara sagna er sögusviðið einhver af þekktari borgum veraldar. Hitt mun fátíðara að slíkar sögur séu sagðar frá smábæjum og lítt hefur Þórshöfn í Færeyjum komið við sögu hingað til. En eftirfarandi saga sýnir ef til vill að víða geta atburðir gerst, ekki síður í Þórshöfn í Færeyjum en annars staðar.
Tveir gamlir skipsfélagar af Kap VE rifjuðu nýlega upp eina slíka sögu. Þetta voru þeir Ólafur Einarsson (sem nú er skipstjóri á Kap) og Haraldur Þ. Gunnarsson sem um langt skeið var þar háseti um borð. Frásögn þeirra fer hér á eftir, lítið stytt.

Á loðnuveiðum á Kap
Þetta var, ef við munum rétt, á loðnuvertíðinni 1986. Þá var landað nokkuð jöfnum höndum í höfnum hér heima og svo í Færeyjum, aðallega í Fuglafirði, þar sem oft var álíka langt að sigla þangað og sömuleiðis að þar fékkst mun betra verð fyrir loðnuna en hér heima. Sum loðnuskipin sigldu mun oftar til Fuglafjarðar en íslenskra hafna, t.d. lá við að Ísleifur VE ætti þar heimahöfn þessa vertíð svo oft fóru þeir þangað.
Við vorum búnir að taka tvo túra á Fuglafjörð á vertíðinni pg vorum á leið þangað í þriðja túr til löndunar. Þá heyrum við fréttir í útvarpinu á langbylgjunni þess efnis að heill Fokker sé að fara frá Austfjörðum til Þórshafnar í Færeyjum með fullfermi af fólki á þorrablót íslendingafélagsíns þar. Við vorum fljótir að reikna út að það væru hæg heimatökin hjá okkur að komast á þennan glaðning ef vilji væri fyrir hendi hjá ráðamönnum um borð. Og sá vilji var fyrir hendi, kallinn sá ekkert því til fyrirstöðu að skreppa til Þórshafnar þegar búið væri að landa.

Haldið til Þórshafnar
Einn er sá kosturinn við að landa í Færeyjum að þar sáu heimamenn um löndun. Hið eina sem við þurftum að gera, var að fylgjast með að gera klárt þegar verkinu lauk. Um leið og síðasti löndunarkarlinn var horfinn frá borði, var sleppt og skipinu snúið til Þórshafnar. Þetta er u.þ.b. 20 sjómílna sigling og hefði með réttu átt að taka um tvo tíma að sigla þangað en þessi ferð tók ekki nema hálfan annan tíma og tæplega það. Það var lítið spáð í olíusparnað á þesari leið enda heilmikið sem til stóð og degi tekið að halla þegar lagt var af stað.

Tíminn var fljótur að líða á þessari siglingu, menn dubbuðu sig upp, fóru í bað og svo þótti náttúrulega sjálfsagt að hella eilítið upp á mannskapinn, ekki við hæfi að mæta bláedrú á þorrablót. Meðan landað var í Fuglafirði hafði verið gengið símleis frá miðum og borðapöntun og voru engin vandkvæði á því. En þrautin var þyngri að útvega eitthvað sterkt að drekka, slíkt var nær ófáanlegt í Fuglafirði. Þó var sú bót í máli að talsvert var til af færeyskum bjór um borð, þar sem við höfðum landað áður í Færeyjum og lítill tími hafði gefist á loðnunni til að grynna á þeim birgðum. Þá voru einhverjir tveir forsjálir menn um borð sem áttu sína flöskuna hvor. Og svo reddaði karlinn einní í landi. Ekki þóttu þetta þó nein ósköp fyrir heila skipshöfn og urðu menn sammála um að drekka af bjórnum á leiðinni en láta það sterka bíða þar til komið væri á þorrablót.
En svo má drekka af Færeyjabjór að á menn svífi, sérstaklega ef menn hlakka mikið til einhvers. Og sú varð raunin að þessu sinni, langt síðan mannskapurinn hafði komist til skemmtanahalds. Og nú átti að gera einhver lifandi ósköp.

Frá vinstri. Haraldur Þ Gunnarsson, Ólafur Einarsson

Allt fljótandi í ákavíti.
Dimmt var orðið þegar við renndum að bryggju og flestir okkar ef ekki allir algjörlega ókunnir Þórshöfn. Sem betur fer var nóg af "hýruvognum" á "grenndinni" og leið ekki á löngu þar til við vorum komnir á fyrirheitna staðinn, þar sem Íslendingar og Færeyingar voru að blóta þorra. Þar voru inni líklega um hundrað manns og hafði samkvæmið verið fremur þögult fram til þessa. En nú varð þar bragarbót á. Þetta annars rólega samkvæmi snarbreyttist þegar inn ruddist heil skipshöfn, syngjandi Eyjaslagara við raust. Við settumst við þau borð sem okkur voru ætluð og nú kom í ljós að ekki höfðum við þurft að hafa ýkja miklar áhyggjur af áfengismálunum, þarna voru nefnilega vínveitingar og áfengi veitt með matnum, bæði færeyski bjórinn "Reyðagull" og svo Álaborgarákavíti sem hellt var óspart í glösin hjá okkur. Þeim sem sáu um þjónustuna þótti einsýnt að hér væru langþyrstir menn á ferð, varla hafðist undan að tæma úr glösum fyrr en þau voru orðin fleytifull að nýju. Reyndar voru menn góðglaðir þegar komið var inn en ekki leið á löngu þar til menn urðu enn kátari.

Kap VE 4

Söngfugl úr Eyjum tók lagið.
Hljómsveitin byrjaði að spila ekki löngu eftir að víð vorum sestir og ekki leið á löngu þar til við heyrðum söng úr míkrafóni sem við könnuðumst mætavel við; einn söngelskur úr áhöfninni var þar kominn á svið og söng af hjartans lyst. Þetta vakti feikna lukku viðstaddra sem áttu ábyggilega ekki von á slíkum hæfileikamönnum úr hópi loðnusjómanna frá Vestmannaeyjum.
Maturinn var ágætur og vel útilátinn, dæmigerður íslenskur þorramatur og eitthvað af öðru meðlæti með svo sem steik og rauðkáli ásamt sósum. En eitthvað voru menn orðnir utan við sig af bjórþambi og ákavítissötri, því einn okkar hélt að hlaðborðinu með diskinn sinn, fékk sér þar slurk af hákarli og hval, bætti síðan svínasteik og rauðkáli ofan á og endaði loks á því að hella heilli ausu af hvítri sósu yfir allt saman.
Ekki munum við gjörla allt það sem fram fór á þessari annars ágætu skemmtun en allt fór það friðsamlega fram, engar óspektir urðu og engin vandræði með gestina.

Daginn eftir þorrablótið góða

Löng leið niður í bát.
En vandræðin hófust þegar gleðskapnum lauk. Eins og áður sagði voru menn lítt kunnugir í Þórshöfn og vissu því ekkert hvert halda skyldi. Engum hafði hugkvæmst að athuga hvar báturinn lægi og því urðu þetta hjá mönnum ferðir án fyrirheits. Einhvern okkar rámaði í að staðið hefði Bacalao á húsi rétt fyrir ofan bryggjuna en þótti fáránlegt að fara að segja leigubílstjóra að aka sér á Bacalao. Og tilraunir okkar til að koma bílstjóranum í skilning um hvert við vildum fara báru misjafnan árangur. Allir komust þó um borð að lokum.
En einn úr hópnum fór hálfgerða djúpslóð um borð. Hann hafði orðið síðbúinn af þorrablóti og þegar hann kemur út sér hann engan af skipsfélögunum. Hann náði sér í "hýruvogn" og bað bílstjórann að aka sér um borð í skipið sem lægi í Fuglafirði! Bílstjóranum þótti ekkert athugavert við það og ók af stað. Þetta er rúmlega klukkutíma akstur og svo þegar þeir koma þar að í Rúnavík þar sem allt í einu birtast ljósin í þorpinu og höfnin, ásamt verksmiðjunni, þá allt í einu uppgötvar okkar maður hvað um er að vera, lemur í mælaborðið og segir: "Andskotinn! báturinn liggur í Þórshöfn!" Auðvitað var ekkert annað að gera en snúa við og aka til baka. Sá hinn sami sagði okkur síðar að þetta hefði bílstjóranum þótt með eindæmum fyndið, hann hefði aldrei ætlað að hætta að hlæja. Og þegar aftur kom til Þórshafnar vildi hann ekki taka borgun fyrir túrinn, fyrir svona skemmtun ætti ekki að borga.

Greinarhöfundar rifja upp sætar minningar, með færeysk höfuðföt. Myndin tekin á ónafngreindri þjóðhátíð.

Enginn mætti í kalkún.
En næsti dagur var ekki alveg jafn ánægjulegur og sá fyrri. Heilsufarið var vægast sagt heldur bágborið. Einn staulaðist fram á klósett þegar á leið morguninn, kraup þar og spjó í klósettið nokkra stund. Þegar þeirri athöfn lauk brá honum heldur en ekki í brún þar sem honum virtist að hann hefði ælt nokkrum litrum af blóði allt var eldrautt sem frá honum kom. Hann kom náfölur til okkar og vildi að málið yrði kannað. Þá kom i Ijós að hann hafði setið eitthvað frameftir á þorrablóti við að háma í sig rauðkál og þar var komin skýringin á rauða litnum.
Svo voru landfestar leystar einhvern tíma eftir hádegi og haldið í hann. Og ekki var burðugt upplitið á mannskapnum á leiðinni, bliðskaparveður og allir sjóveikir. Svo bágborið var heilsufarið að enginn hafði lyst á kvöldmatnum hjá kokknum sem var þó ekki af verri endanum, danskur kalkúnn. Þá máltíð treysti enginn sér til að snæða.

Við höfum nú sótt nokkur þorrablótin um dagana en sennilega verður okkur ævinlega minnistæðast af þeim öllum þetta ágæta þorrablót sem við sátum í Þórshöfn í Færeyjum.