„Una Jónsdóttir (skáldkona)“: Munur á milli breytinga
(Til aðgreiningar alnafna.) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 59: | Lína 59: | ||
[[Flokkur:Fólk fætt á 19. öld]] | [[Flokkur:Fólk fætt á 19. öld]] | ||
[[Flokkur:Fólk dáið á 20. öld]] | [[Flokkur:Fólk dáið á 20. öld]] | ||
[[Flokkur: Íbúar á Sólbrekku]] | |||
[[Flokkur:Íbúar við Faxastíg]] | [[Flokkur:Íbúar við Faxastíg]] |
Útgáfa síðunnar 20. desember 2018 kl. 14:58
- Vestmannaeyjaljóð
- Yndislega eyja
- Íslands ströndu við,
- margt þig mætti um segja,
- minstu geri jeg skil.
- Fuglabjörgin fríðu
- færa mönnum auð.
- Best í sumarblíðu,
- býr það fáum nauð.
- Tún og grænar grundir
- gróa víða ný.
- Halir, hýrleg sprundin
- hrósa sigri af því.
- Vænu Vestmannaeyjar
- vinnur dugleg þjóð.
- Mörg þar fjörug meyja,
- mörg og kona góð.
- Hraun og hnúkar fjalla,
- heldur tignarlig.
- Ársins hringi alla
- eygló vermir þig.
- Seggir Sóma slingir
- sigla á ránar hyl,
- áttu alt í kringum
- auðug fiskimið.
- Bið jeg Guð þig blessi
- bægi hríðum frá,
- og þó einatt hvessi
- út um víðann sjá
- firðar mörgu fleyin
- fús þín stunda mið.
- Yndislega eyin,
- Íslands ströndu við.
- Una Jónsdóttir
Una Jónsdóttir var fædd 31. janúar 1878 og lést 29. febrúar 1960, 82 ára gömul. Hún var gift Guðmundi Guðlaugssyni og var hann ævinlega kallaður Unu-Gvendur. Þau bjuggu að Sólbrekku á Faxastíg.
Faðir hennar drukknaði og móðirin var send á fæðingarsveit sína, Meðalland. Þar ólst Una upp. Var vinnukona á Stóruborg A-Eyjafjöllum, hjá foreldrum Þorgeirs Eiríkssonar, í 6 ár. Móðir Þorgeirs Margrét Ólafsdóttir vildi að þau giftust, en Þorgeir ekki..
Una fór til Eyja þegar slitnaði upp úr sambandi þeirra Þorgeirs, vanfær. Hún skildi dæturnar Jónínu og Ástríði eftir. Fékk inni í Grafarholti, nú Kirkjuvegur 11. og þar fæddist Sigurbjörg, árið 1912. Hún lést á 16. ári, og Jónína og Ástríður dóu uppkomnar og giftar, allar úr berklum. Una var tvö ár í Grafarholti, leigði síðan víða (Úr Blik 1963.)
Una var ljóðskáld.
Kvæði eftir Unu:
Heimildir
- Una Jónsdóttir. Vestmannaeyjaljóð. Reykjavík: Prentsmiðjan Guthenberg, 1929.
- Blik 1963