„Unnur Haraldsdóttir (Fagurlyst)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 13: | Lína 13: | ||
Unnur var með foreldrum sínum í æsku.<br> | Unnur var með foreldrum sínum í æsku.<br> | ||
Hún vann | Hún vann við netagerð og við verslun, uns hún giftist Magnúsi 1953. Þau eignuðust fjögur börn, bjuggu í Blikahöfða í Reykjavík, um skeið að [[Landagata|Landagötu 16]], en síðar að Arnartanga 83 í Mosfellsbæ.<br> | ||
Magnús Byron lést 2001. Unnur bjó að síðustu í íbúðum Eirar að Hlaðhömrum 2 í Mosfellsbæ. | Magnús Byron lést 2001. Unnur bjó að síðustu í íbúðum Eirar að Hlaðhömrum 2 í Mosfellsbæ. | ||
Núverandi breyting frá og með 28. nóvember 2018 kl. 19:46
Unnur Haraldsdóttir frá Fagurlyst, húsfreyja fæddist 27. október 1933 á Ekru og lést 23. júlí 2018 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Haraldur Hannesson skipstjóri, f. 24. júní 1911, d. 11. maí 2000, og kona hans
Elínborg Guðríður Sigbjörnsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1911 á Ekru, d. 11. ágúst 1995.
Börn Elínborgar og Haraldar:
1. Unnur Haraldsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1933 á Ekru, d. 23. júlí 2018.
2. Ásta Haraldsdóttir húsfreyja, f. 28. nóvember 1934 í Garðinum.
3. Hannes Haraldsson skipstjóri, f. 4. október 1938 í Garðinum.
4. Sigurbjörg Haraldsdóttir, f. 2. október 1939 í Garðinum, d. 11. júlí 1942.
5. Sigurbjörg Haraldsdóttir húsfreyja, f. 1. október 1945 í Fagurlyst.
Unnur var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann við netagerð og við verslun, uns hún giftist Magnúsi 1953. Þau eignuðust fjögur börn, bjuggu í Blikahöfða í Reykjavík, um skeið að Landagötu 16, en síðar að Arnartanga 83 í Mosfellsbæ.
Magnús Byron lést 2001. Unnur bjó að síðustu í íbúðum Eirar að Hlaðhömrum 2 í Mosfellsbæ.
I. Maður Unnar var Magnús Byron Jónsson rafvirkja- og trésmíðameistari, starfsmaður Fasteignamats Ríkisins, f. 12. október 1932, d. 27. desember 2001. Foreldrar hans voru Jón Gissurarson gæslumaður í Reykjavík, f. 18. apríl 1901, d. 14. ágúst 1981 og barnsmóðir hans Borghildur Magnúsdóttir, f. 4. ágúst 1893, d. 29. apríl 1959.
Börn þeirra:
1. Haraldur Magnússon matreiðslumeistari, strætisvagnastjóri í Reykjavík, f. 17. febrúar 1953 í Fagurlyst, d. 24. október 2015. Kona hans var Sigurbjörg Björnsdóttir.
2. Ásthildur Magnúsdóttir sjúkraliði í Noregi, f. 26. febrúar 1958 í Reykjavík. Maður hennar er Arne Holthe.
3. Sigurbjörg Magnea Magnúsdóttir sjúkraliði í Noregi, f. 5. júlí 1966 í Reykjavík. Maður hennar er Gunnar Hreinsson.
4. Helena Byron Magnúsdóttir nuddari, sjúkraliði, þroskaþjálfi, f. 22. júní 1976. Unnusti hennar er Ólafur Gunnarsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 1. ágúst 2018. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.