„Árni Guðjónsson (blikksmiður)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Árni Guðjónsson. '''Árni Guðjónsson''' frá Breiðholti, blikksmíðameistari fæddist 12. janúar 1934 í Pétursey og l...) |
m (Verndaði „Árni Guðjónsson (blikksmiður)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 14. september 2018 kl. 17:17
Árni Guðjónsson frá Breiðholti, blikksmíðameistari fæddist 12. janúar 1934 í Pétursey og lést 16. mars 2015 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru Guðjón Hafsteinn Jónatansson bifreiðastjóri, vélstjóri, rennismiður, f. 30. júní 1910 í Breiðholti, d. 8. mars 1993, og kona hans Guðríður Árnadóttir frá Hrólfsstaðahelli í Landsveit, húsfreyja, f. 5. apríl 1906, d. 19. ágúst 1984.
Börn Guðríðar og Guðjóns:
1. Jóna Bríet Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 5. mars 1933 í Breiðholti.
2. Árni Guðjónsson blikksmíðameistari, björgunarsveitarmaður í Kópavogi, f. 12. janúar 1934 í Pétursey, d. 16. mars 2015.
3. Rúnar Guðjónsson, f. 8. nóvember 1939 á Hjalteyri, d. 31. ágúst 1957.
Árni var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Kópavogs 1945.
Hann stundaði nám í blikksmíði við Iðnskólann í Hafnarfirði og fékk meistarabréf árið 1963. Hann vann lengst af hjá Blikksmiðjunni Vogi og síðar Vík. Hann var virkur félagi í Flugbjörgunarsveitinni.
Þau Sigurbjörg giftu sig 1972, eignuðust ekki börn.
Kona Árna, (23. nóvember 1972), var Sigurbjörg Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarframkvæmdastjóri Blóðbankans, f. 6. júní 1925, d. 11. september 2004. Foreldrar hennar voru Jóhann Sigurjónsson vélstjóri, kyndari á Jarlinum, f. 12. febrúar 1896, fórst með Jarlinum í september 1941, og kona hans Kristjana Halldórsdóttir húsfreyja, f. 10. október 1892, d. 18. ágúst 1970.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 23. mars 2015. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.