„Bjarngerður Ólafsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Bjarngerður Ólafsdóttir''' frá Keldudal í Mýrdal, húsfreyja á Heiði fæddist 11. júní 1907 í Keldudal í Mýrdal og lést 29. febrúar 1996.<br> Foreldrar hennar vo...)
 
m (Verndaði „Bjarngerður Ólafsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 5. mars 2018 kl. 20:41

Bjarngerður Ólafsdóttir frá Keldudal í Mýrdal, húsfreyja á Heiði fæddist 11. júní 1907 í Keldudal í Mýrdal og lést 29. febrúar 1996.
Foreldrar hennar voru Ólafur Bjarnason bóndi, f. 20. apríl 1866 í Engigarði í Mýrdal, d. 16. september 1952, og kona hans Guðrún Dagbjartsdóttir húsfreyja, f. 22. maí 1874, d. 3. febrúar 1941.

Bjarngerður var með foreldrum sínum til 1914, var tökubarn í Hjörleifshöfða 1914-1920, í Suður-Hvammi og síðan vinnukona þar 1920-1934, aftur vinnukona þar 1936-1940.
Hún fluttist til Eyja 1940, var vinnukona hjá Guðjóni á Heiði, síðan bústýra og þá húsfreyja. Jafnframt vann hún við fiskiðnað.


Bjarngerður fyrst frá vinstri í aftari röð.


ctr


Nokkrir af starfsmönnum Hraðfrystistöðvarinnar.
Guðjón Jónsson fremst til vinstri. Bjarngerður næst fyrir aftan.

I. Maður Bjarngerðar var Guðjón Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 18. maí 1882 í Indriðakoti u. Eyjafjöllum, d. 22. mars 1963.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.