„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1957/ Hugleiðingar fiskimanns“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: <big><center>Jóhann Pálsson</center></big><br> <big><big><center>Hugleiðingar fiskimanns</center></big></big><br> Mikið hefur verið ritað og rætt um hina svokölluðu n...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<big><center>[[Jóhann Pálsson]]</center></big><br> | <big><center>[[Jóhann Pálsson (skipstjóri)|Jóhann Pálsson]]</center></big><br> | ||
<big><big><center>Hugleiðingar fiskimanns</center></big></big><br> | <big><big><center>Hugleiðingar fiskimanns</center></big></big><br> | ||
Lína 12: | Lína 12: | ||
Þá safnaði þjóðin stórkostlegum inneignum bæði utanlands og innan, fyrst og fremst var það vegna erfiðleika á að fá vörur utanlands frá. Þótt fé væri fyrir hendi til kaupa á þeim inn í landið, voru þær lítt eða ekki fáanlegar meðan á styrjaldarrekstri þjóðanna stóð. Í öðru lagi var þjóðin ekki búin að átta sig á því eyðsluæði, er síðar greip hana.<br> | Þá safnaði þjóðin stórkostlegum inneignum bæði utanlands og innan, fyrst og fremst var það vegna erfiðleika á að fá vörur utanlands frá. Þótt fé væri fyrir hendi til kaupa á þeim inn í landið, voru þær lítt eða ekki fáanlegar meðan á styrjaldarrekstri þjóðanna stóð. Í öðru lagi var þjóðin ekki búin að átta sig á því eyðsluæði, er síðar greip hana.<br> | ||
Við styrjaldarlokin álitu ráðamenn þjóðarinnar að endurskipuleggja og endurnýja þyrfti atvinnuvegi þjóðarinnar og þá alveg sérstaklega sjávarútveginn. Hófst þá tímabil, sem enn þann dag í dag gengur undir nafninu nýsköpunartímabil. Togarafloti okkar var þá endurnýjaður svo að segja á einu bretti sem kallað er. Gömlu togararnir voru þurrkaðir út sem atvinnutæki. Nokkrir þeir fyrstu, er hættu starfi, voru seldir til Færeyja, hinir í brotajárn, en nokkrir liggja enn hér innanlands án þess að hægt sé að starfrækja þá til nokkurs gagns. Þeir halda áfram að ryðga og grotna niður í óhirðu, öllum til ama og armæðu, sem við þá eru kenndir eða taldir eru eigendur þeirra.<br> | Við styrjaldarlokin álitu ráðamenn þjóðarinnar að endurskipuleggja og endurnýja þyrfti atvinnuvegi þjóðarinnar og þá alveg sérstaklega sjávarútveginn. Hófst þá tímabil, sem enn þann dag í dag gengur undir nafninu nýsköpunartímabil. Togarafloti okkar var þá endurnýjaður svo að segja á einu bretti sem kallað er. Gömlu togararnir voru þurrkaðir út sem atvinnutæki. Nokkrir þeir fyrstu, er hættu starfi, voru seldir til Færeyja, hinir í brotajárn, en nokkrir liggja enn hér innanlands án þess að hægt sé að starfrækja þá til nokkurs gagns. Þeir halda áfram að ryðga og grotna niður í óhirðu, öllum til ama og armæðu, sem við þá eru kenndir eða taldir eru eigendur þeirra.<br> | ||
Nýju togararnir voru mikil breyting frá þeim gömlu, hvað stærð snertir, en ekki var nýjabrumið farið af, er menn gerðu sér | Nýju togararnir voru mikil breyting frá þeim gömlu, hvað stærð snertir, en ekki var nýjabrumið farið af, er menn gerðu sér ljóst, að þessi nýju skip voru jafnvel mörgum árum á eftir tímanum, bæði hvað snerti vélar og annan tæknilegan útbúnað þeirra. Aðeins síðustu skipin náðu í eitthvað af þeim nýju tæknibreytingum, er hefðu átt að vera grundvallarundirstöður undir endurbyggingu togaraflotans. Það er alveg víst, að hefðu skipin ekki verið byggð eins ört og raun varð á, hefði við reynslu þeirra fyrstu verið tekið meira tillit til reksturskostnaðar þeirra og notagildis. Reynsla þessarar útgerðar hefur orðið sú, að skipin eru svo dýr í rekstri, að þau standa hvergi undir sér nema einhver sérstök höpp komi til, sem ekki er hægt að reikna með almennt. Aðalhöpp íslenzkrar togaraútgerðar hafa verið blóðbaðstímabil þau, er yfir heiminn hafa gengið, en að við getum byggt aðalatvinnuveg okkar upp á slíkum grundvelli er öllum ljóst, að ekki er hægt, vegna þess fyrst og fremst, að sem betur fer er hann sjaldnast fyrir hendi.<br> | ||
Á sama tíma og þessi endurnýjun fór fram á togaraflotanum, er ég hef verið að ræða, fór og fram önnur samhliða aukning og endurnýjun á vélbátaflotanum. Þá hafði um nokkur undangengin ár verið stöðug og góð síldveiði fyrir Norðurlandi, og því miður, og til stórtjóns fyrir þjóðina, var alltof mikið einblínt á síldveiðarnar. Stór partur mótorfiskiskipastóls okkar var nær eingöngu smíðaður með síldveiðar sem aðalsjónarmið og lítið eða ekkert tillit tekið til annarra veiðiaðferða. Ef rekja ætti þróun vélbátanna á nýsköpunartímabilinu, yrði hún eitthvað á þessa leið:<br> | Á sama tíma og þessi endurnýjun fór fram á togaraflotanum, er ég hef verið að ræða, fór og fram önnur samhliða aukning og endurnýjun á vélbátaflotanum. Þá hafði um nokkur undangengin ár verið stöðug og góð síldveiði fyrir Norðurlandi, og því miður, og til stórtjóns fyrir þjóðina, var alltof mikið einblínt á síldveiðarnar. Stór partur mótorfiskiskipastóls okkar var nær eingöngu smíðaður með síldveiðar sem aðalsjónarmið og lítið eða ekkert tillit tekið til annarra veiðiaðferða. Ef rekja ætti þróun vélbátanna á nýsköpunartímabilinu, yrði hún eitthvað á þessa leið:<br> | ||
„Byrjað var að kaupa til landsins sænska fiskibáta, um og yfir 60 tonn. Fengu þeir fljótlega viðurnefnið blöðrur. Aðalgallar þeirra voru léleg stýrishús og úreltar vélar, en yfirleitt má segja, að þetta séu góðir bátar og hafi reynzt vel. Stærstu gallar nýbyggingar bátaflotans voru Svíþjóðarbátarnir, sem smíðaðir voru eftir íslenzkum teikningum. Alveg sérstaklega misheppnaðist stærri bátagerðin, um og yfir 100 tonnin. Segja má að þeir séu helzt óbrúkandi á annað en síldveiðar, fyrir það hvað þeir eru óhentugir. Það er öllu svo illa fyrir komið á þeim við flestar veiðar aðrar, t. d. línu- og netjaveiðar. Er mjög miklum erfiðleikum bundið að standa eins að notkun veiðarfæra og handhægast er eða eðlilegast. Auk þess eru þessir bátar alltof dýrir í rekstri miðað við afkastagetu þeirra. Betur tókst til með 50 tonna bátana, þó að ýmsa galla megi að þeim finna. Þeir gallar eru ekki það alvarlegs eðlis, að stór bagi sé að. Sennilegast er, þegar að öllu er gáð, að innlenda nýsmíðin hafi orðið okkur happadrýgst.<br> | „Byrjað var að kaupa til landsins sænska fiskibáta, um og yfir 60 tonn. Fengu þeir fljótlega viðurnefnið blöðrur. Aðalgallar þeirra voru léleg stýrishús og úreltar vélar, en yfirleitt má segja, að þetta séu góðir bátar og hafi reynzt vel. Stærstu gallar nýbyggingar bátaflotans voru Svíþjóðarbátarnir, sem smíðaðir voru eftir íslenzkum teikningum. Alveg sérstaklega misheppnaðist stærri bátagerðin, um og yfir 100 tonnin. Segja má að þeir séu helzt óbrúkandi á annað en síldveiðar, fyrir það hvað þeir eru óhentugir. Það er öllu svo illa fyrir komið á þeim við flestar veiðar aðrar, | ||
t.d. línu- og netjaveiðar. Er mjög miklum erfiðleikum bundið að standa eins að notkun veiðarfæra og handhægast er eða eðlilegast. Auk þess eru þessir bátar alltof dýrir í rekstri miðað við afkastagetu þeirra. Betur tókst til með 50 tonna bátana, þó að ýmsa galla megi að þeim finna. Þeir gallar eru ekki það alvarlegs eðlis, að stór bagi sé að. Sennilegast er, þegar að öllu er gáð, að innlenda nýsmíðin hafi orðið okkur happadrýgst.<br> | |||
[[Mynd:Einu_sinni_var.png|frame|center|500px|Einu sinni var.]]<br> | [[Mynd:Einu_sinni_var.png|frame|center|500px|''Einu sinni var.]]<br> | ||
Hér innanlands hafa verið smíðaðir margir bátar, stærri og minni gerðir. Yfirleitt er það sameiginlegt með þeim, að þeir hafa reynzt mjög vel, bæði hvað byggingarstyrkleik og byggingarlag snertir, þótt um mismunandi gerðir sé að ræða. Hefðu ráðamenn nýsköpunarinnar verið svo forsjálir í byrjun að velja menn úr stéttum skipasmiða og sjómanna, er í sameiningu hefðu unnið að því að samræma sjóhæfni, bezta tilhögun skipsins varðandi allar þær veiðiaðferðir, er stunda átti á því, ytri og innri fegurð þess í samræmi við kröfu hins starfandi manns að það væri bæði fallegt og gott, - hefði þessum grundvallarreglum verið fylgt í nýsköpun bátaflotans, ættum við jafnfallegri báta og betri báta en við eigum nú.<br> | Hér innanlands hafa verið smíðaðir margir bátar, stærri og minni gerðir. Yfirleitt er það sameiginlegt með þeim, að þeir hafa reynzt mjög vel, bæði hvað byggingarstyrkleik og byggingarlag snertir, þótt um mismunandi gerðir sé að ræða. Hefðu ráðamenn nýsköpunarinnar verið svo forsjálir í byrjun að velja menn úr stéttum skipasmiða og sjómanna, er í sameiningu hefðu unnið að því að samræma sjóhæfni, bezta tilhögun skipsins varðandi allar þær veiðiaðferðir, er stunda átti á því, ytri og innri fegurð þess í samræmi við kröfu hins starfandi manns að það væri bæði fallegt og gott, - hefði þessum grundvallarreglum verið fylgt í nýsköpun bátaflotans, ættum við jafnfallegri báta og betri báta en við eigum nú.<br> | ||
Það átti heldur ekki að velja eingöngu mest lærðu skipasmiðina í þessa athugun, heldur líka þá menn, er mesta hæfni höfðu sýnt í skipasmíðum og í því starfi voru, burt séð frá öðrum lærdómi. Einnig átti að taka sjómenn úr öllum landshlutum, svo að allar veiðar og öll sjónarmið hefðu komið fram, annars þurfum við alltaf að vera að byggja ný skip og báta. Ég tel að nú þegar ætti að framkvæma þetta, það á að samræma það bezta og fallegasta í eina heild varðandi fiskibáta okkar. Það á að búa til mismunandi stærðarteikningar af fiskibátum, sem eru þrautprófaðar og reyndar af okkar beztu mönnum. Teikningar þessar eiga svo að vera til sýnis, t. d. í Fiskveiðasjóði til stórhagræðis fyrir þá, er um nýsmíðar hugsa og til tryggingar því, að aðeins yrði um góð tæki að ræða. Einnig mætti ákveða að fiskveiðisjóðslán yrðu aðeins veitt út á þessar nýsmíðar.<br> | Það átti heldur ekki að velja eingöngu mest lærðu skipasmiðina í þessa athugun, heldur líka þá menn, er mesta hæfni höfðu sýnt í skipasmíðum og í því starfi voru, burt séð frá öðrum lærdómi. Einnig átti að taka sjómenn úr öllum landshlutum, svo að allar veiðar og öll sjónarmið hefðu komið fram, annars þurfum við alltaf að vera að byggja ný skip og báta. Ég tel að nú þegar ætti að framkvæma þetta, það á að samræma það bezta og fallegasta í eina heild varðandi fiskibáta okkar. Það á að búa til mismunandi stærðarteikningar af fiskibátum, sem eru þrautprófaðar og reyndar af okkar beztu mönnum. Teikningar þessar eiga svo að vera til sýnis, t.d. í Fiskveiðasjóði til stórhagræðis fyrir þá, er um nýsmíðar hugsa og til tryggingar því, að aðeins yrði um góð tæki að ræða. Einnig mætti ákveða að fiskveiðisjóðslán yrðu aðeins veitt út á þessar nýsmíðar.<br> | ||
Mér hefur dvalizt nokkuð við nýsmíðar og nýsköpunartímabilið, en áður en því var að fullu lokið var búið að eyða öllum innstæðum þjóðarinnar erlendis. En þá sögðu hinir bjartsýnu menn, að það gerði ekkert til, því að við ættum svo mikið orðið af góðum atvinnutækjum og á þeim gæti þjóðin lifað.<br> | Mér hefur dvalizt nokkuð við nýsmíðar og nýsköpunartímabilið, en áður en því var að fullu lokið var búið að eyða öllum innstæðum þjóðarinnar erlendis. En þá sögðu hinir bjartsýnu menn, að það gerði ekkert til, því að við ættum svo mikið orðið af góðum atvinnutækjum og á þeim gæti þjóðin lifað.<br> | ||
Eftir styrjaldarlokin fór fljótt að bera á því, að fiskiflotar erlendra þjóða stækkuðu ört hér við land. Jafnframt veittu menn því athygli, að aflamagnið fór nú niður á við. Var því mætt með aukinni útgerð, í meiri veiðarfæranotkun hvers báts. En þetta dugði skammt. Örtröðin á miðunum jókst stöðugt, og öllum var ljóst, að um hreina og beina ofveiði væri að ræða. Þetta viðhorf og reynsla varð til þess að ríkisstjórnin lagði út í það að færa út landhelgislínuna með tilliti til Norðmanna, en þeir höfðu fært út sína landhelgislínu í mótsögn við þær fiskveiðiþjóðir, er þar stunda veiðar, en fengið sínar ákvarðanir staðfestar af alþjóðadómstól, er um málið fjallaði. Þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar var almennt fagnað af þjóðinni, fyrst og fremst af því, að ríkisstjórnin túlkaði málsundirbúninginn á þann hátt, að landhelgislínan yrði úr annesi í annes eða yzta skeri í yzta sker umhverfis landið. Það var öllum ljóst, að þetta var stórkostleg breyting frá 3 mílna línunni og stór svæði umhverfis landið sem algerlega fengjust friðuð fyrir ágangi togara og annarra erlendra veiðiskipa. Mikil voru vonbrigði manna víða um land, er þeir fyrst sáu hina nýju | Eftir styrjaldarlokin fór fljótt að bera á því, að fiskiflotar erlendra þjóða stækkuðu ört hér við land. Jafnframt veittu menn því athygli, að aflamagnið fór nú niður á við. Var því mætt með aukinni útgerð, í meiri veiðarfæranotkun hvers báts. En þetta dugði skammt. Örtröðin á miðunum jókst stöðugt, og öllum var ljóst, að um hreina og beina ofveiði væri að ræða. Þetta viðhorf og reynsla varð til þess að ríkisstjórnin lagði út í það að færa út landhelgislínuna með tilliti til Norðmanna, en þeir höfðu fært út sína landhelgislínu í mótsögn við þær fiskveiðiþjóðir, er þar stunda veiðar, en fengið sínar ákvarðanir staðfestar af alþjóðadómstól, er um málið fjallaði. Þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar var almennt fagnað af þjóðinni, fyrst og fremst af því, að ríkisstjórnin túlkaði málsundirbúninginn á þann hátt, að landhelgislínan yrði úr annesi í annes eða yzta skeri í yzta sker umhverfis landið. Það var öllum ljóst, að þetta var stórkostleg breyting frá 3 mílna línunni og stór svæði umhverfis landið sem algerlega fengjust friðuð fyrir ágangi togara og annarra erlendra veiðiskipa. Mikil voru vonbrigði manna víða um land, er þeir fyrst sáu hina nýju landhelgislínu upp teiknaða í fyrsta sinn. Ákvörðuninni um að línan fylgdi yztu takmörkum hins fasta lands í beinum línum, hafði á síðustu stundum hins örlagaríka undirbúnings þessa stórmáls verið breytt. Hver þar réð úrslitum í málum, veit almenningur ekki um, en fullyrða má, að þar hafi meiru ráðið þeir skammsýnu en þeir framsýnu. Því að nú eru allir sammála um, að það þoli enga bið að gert verið enn stórt átak um útfærslu landhelgislínunnar, svo framt að ekki eigi að horfa upp á að fiskstofnarnir hér við land gangi algerlega til þurrðar vegna ofveiði. Einnig er mörgum nú farið að skiljast, að jafnframt nýrri útvíkkun landhelginnar, verði að friða viss svæði innan landhelgislínunnar, sérstaklega hrygningarsvæði þorskstofnsins. Koma þá viss hraunsvæði fyrst og fremst til athugunar sem alger bannsvæði fyrir þorskanet. Það er óumdeilanleg staðreynd, að þorskanetaveiðar á hraunum hafa hin skaðlegustu áhrif á hrygninguna eða réttara sagt viðkomu þorskstofnsins. Það er eðli þessa fisks að vilja helzt hrygna á þeim svæðum sem hraunbotn er.<br> | ||
Þar sem þorskurinn er áreiðanlega okkar aðalnytjafiskur yfir vetrarmánuðina, verður að tryggja nægilegt viðhald stofnsins, með þeim aðgerðum sem þurfa þykir. Það getur orðið baði friðun vissra þekktra hrygningarsvæða og fiskiklak í stórum stíl framkvæmt af mannshendinni eftir tæknilegum aðferðum.<br> | Þar sem þorskurinn er áreiðanlega okkar aðalnytjafiskur yfir vetrarmánuðina, verður að tryggja nægilegt viðhald stofnsins, með þeim aðgerðum sem þurfa þykir. Það getur orðið baði friðun vissra þekktra hrygningarsvæða og fiskiklak í stórum stíl framkvæmt af mannshendinni eftir tæknilegum aðferðum.<br> | ||
Það næsta og stærsta er, að þeir menn, er til þess hafa verið kjörnir af þjóðinni að sjá um sjávarútvegsmálin, skilji nú sinn vitjunartíma og hefjist handa um raunhæfar aðgerðir, er miða að því, að þorskstofninn þoli hina geysilegu tækni í veiðinni, er við nú þekkjum og alltaf er verið að auka við. Því fyrr sem byrjað verður á framkvæmdum í þessa átt, því meiri trygging verður fyrir því, að við getum rekið vetrarvertíðina á efnahagslega traustum grundvelli.<br> | Það næsta og stærsta er, að þeir menn, er til þess hafa verið kjörnir af þjóðinni að sjá um sjávarútvegsmálin, skilji nú sinn vitjunartíma og hefjist handa um raunhæfar aðgerðir, er miða að því, að þorskstofninn þoli hina geysilegu tækni í veiðinni, er við nú þekkjum og alltaf er verið að auka við. Því fyrr sem byrjað verður á framkvæmdum í þessa átt, því meiri trygging verður fyrir því, að við getum rekið vetrarvertíðina á efnahagslega traustum grundvelli.<br> | ||
Þegar landhelgislínan á sínum tíma var færð út, var fjöldi af útgerðum báta, er átti og notaði togveiðarfæri eða dragnótarveiðarfæri. Stærri bátarnir notuðu botnvörpuna, en þeir minni dragnótina. Þá var almennt talið, að útilokað væri að nota þessi veiðarfæri á þessum bátastærðum fyrir utan þessa nýju línu. Ekki einn einasti maður gerði tilraun til að láta veiða fyrir innan þessa nýju línu, svo algert fylgi hafði þessi ráðstöfun meðal þjóðarinnar, enda hefði það þá áreiðanlega verið talið ganga mannsmorði næst. Þá var það að ríkisstjórnin fór út í það að greiða öllum, er þessi veiðarfæri áttu, matsverð þeirra í beinum fjárgreiðslum, til þess að þeir yrðu ekki fyrir beinu fjárhagstjóni af aðgerðum ríkisstjórnarinnar og þeir gætu með þessu fé búið sér til annan útgerðargrundvöll. Auk þess tók það opinbera skriflega yfirlýsingu af hverjum útgerðarmanni, að hans útgerð skyldi aldrei notuð á þessi veiðarfæri framar. Þarna virðist nú vera búið að ganga á milli bols og höfuðs á hinni geysilegu misnotkun þessara botnveiðarfæra í landhelgi liðinna ára. Það var opinbert leyndarmál, að langmest af afla þessara bátaveiðarfæra var tekinn innan landhelgi. En Adam var ekki lengi í Paradís. Menn uppgötvuðu fljótt, að með algerri friðun fiskisvæðanna jukust allar flatfiskstegundir mjög ört. Þarna voru að safnast saman geysileg verðmæti, er ekki mátti hagnýta samkvæmt landslögum. Það verður að skrifast á fljótfærnisreikning þáverandi ríkisstjórnar að halda ekki alltaf opnum ákveðnum árstíma innan landhelgislínunnar til hagnýtingar flatfisks, er fiskaður væri í dragnót, en banna það veiðarfæri um borð í nokkru skipi utan þessa leyfða tíma, t. d. í | Þegar landhelgislínan á sínum tíma var færð út, var fjöldi af útgerðum báta, er átti og notaði togveiðarfæri eða dragnótarveiðarfæri. Stærri bátarnir notuðu botnvörpuna, en þeir minni dragnótina. Þá var almennt talið, að útilokað væri að nota þessi veiðarfæri á þessum bátastærðum fyrir utan þessa nýju línu. Ekki einn einasti maður gerði tilraun til að láta veiða fyrir innan þessa nýju línu, svo algert fylgi hafði þessi ráðstöfun meðal þjóðarinnar, enda hefði það þá áreiðanlega verið talið ganga mannsmorði næst. Þá var það að ríkisstjórnin fór út í það að greiða öllum, er þessi veiðarfæri áttu, matsverð þeirra í beinum fjárgreiðslum, til þess að þeir yrðu ekki fyrir beinu fjárhagstjóni af aðgerðum ríkisstjórnarinnar og þeir gætu með þessu fé búið sér til annan útgerðargrundvöll. Auk þess tók það opinbera skriflega yfirlýsingu af hverjum útgerðarmanni, að hans útgerð skyldi aldrei notuð á þessi veiðarfæri framar. Þarna virðist nú vera búið að ganga á milli bols og höfuðs á hinni geysilegu misnotkun þessara botnveiðarfæra í landhelgi liðinna ára. Það var opinbert leyndarmál, að langmest af afla þessara bátaveiðarfæra var tekinn innan landhelgi. En Adam var ekki lengi í Paradís. Menn uppgötvuðu fljótt, að með algerri friðun fiskisvæðanna jukust allar flatfiskstegundir mjög ört. Þarna voru að safnast saman geysileg verðmæti, er ekki mátti hagnýta samkvæmt landslögum. Það verður að skrifast á fljótfærnisreikning þáverandi ríkisstjórnar að halda ekki alltaf opnum ákveðnum árstíma innan landhelgislínunnar til hagnýtingar flatfisks, er fiskaður væri í dragnót, en banna það veiðarfæri um borð í nokkru skipi utan þessa leyfða tíma, t.d. í 2½ mánuð yfir sumartímann.<br> | ||
Margar þjóðir helga sjálfum sér í kringum sitt land sérstök veiðisvæði fyrir viss veiðarfæri, þar sem öðrum er óheimilt að koma inn á þau. Það er nokkurn veginn víst, að okkur hefði verið stætt á þessu, ákveðinn tíma á ári á afmörkuðum svæðum og þá að sjálfsögðu á þeim svæðum, sem vitað var, að mest flatfiskgengdin var á.<br> | Margar þjóðir helga sjálfum sér í kringum sitt land sérstök veiðisvæði fyrir viss veiðarfæri, þar sem öðrum er óheimilt að koma inn á þau. Það er nokkurn veginn víst, að okkur hefði verið stætt á þessu, ákveðinn tíma á ári á afmörkuðum svæðum og þá að sjálfsögðu á þeim svæðum, sem vitað var, að mest flatfiskgengdin var á.<br> | ||
Í staðinn fyrir að fara þessa leið og lofa öllum að hagnýta sér þennan útgerðarmöguleika, er það vildu á frjálsan og heiðarlegan hátt, þá hefur spekúlöntum og ákveðnum plássum verið veitt svokallað Húmtrollsleyfi frá því opinbera. Með þetta leyfi upp á vasann — að vísu með smáathugasemdum, sem allar eru misnotaðar og stungið undir stól — mega þeir ösla aftur og fram í landhelgi landsins á stórum svæðum. Allir sem eitthvað þekkja til þessara mála vita, að þetta er ekkert annað en dulbúin notkun á botnvörpu í landhelgi, sem eins og áður er sagt er ekki leyft nema vissum aðiljum. Í skjóli við þessa veiðiaðferð er svo farið að gera út á dragnót í stórum stíl í landhelgi, það sanna bezt fisktegundirnar, er dragnótabátarnir koma með að landi, dýrustu og um leið eftirsóttustu fisktegundirnar eru næstum eingöngu innan við hið rauða eða bláa strik. Menn stunda þessar veiðar eins og þjófar eða misindismenn. Það mun ekki fátítt, að litið sé á þessa aðilja sem miður heppilega þjóðfélagsmeðlimi.<br> | Í staðinn fyrir að fara þessa leið og lofa öllum að hagnýta sér þennan útgerðarmöguleika, er það vildu á frjálsan og heiðarlegan hátt, þá hefur spekúlöntum og ákveðnum plássum verið veitt svokallað Húmtrollsleyfi frá því opinbera. Með þetta leyfi upp á vasann — að vísu með smáathugasemdum, sem allar eru misnotaðar og stungið undir stól — mega þeir ösla aftur og fram í landhelgi landsins á stórum svæðum. Allir sem eitthvað þekkja til þessara mála vita, að þetta er ekkert annað en dulbúin notkun á botnvörpu í landhelgi, sem eins og áður er sagt er ekki leyft nema vissum aðiljum. Í skjóli við þessa veiðiaðferð er svo farið að gera út á dragnót í stórum stíl í landhelgi, það sanna bezt fisktegundirnar, er dragnótabátarnir koma með að landi, dýrustu og um leið eftirsóttustu fisktegundirnar eru næstum eingöngu innan við hið rauða eða bláa strik. Menn stunda þessar veiðar eins og þjófar eða misindismenn. Það mun ekki fátítt, að litið sé á þessa aðilja sem miður heppilega þjóðfélagsmeðlimi.<br> | ||
Lína 31: | Lína 30: | ||
Að síðustu vildi ég mega óska allri sjómannastétt landsins til hamingju með næsta sjómannadag.<br> | Að síðustu vildi ég mega óska allri sjómannastétt landsins til hamingju með næsta sjómannadag.<br> | ||
Vestmannaeyjum. 14. maí 1957<br> | ::::::::::Vestmannaeyjum. 14. maí 1957<br> | ||
''Jóhann Pálsson.''<br> | ::::::::::::''Jóhann Pálsson.''<br> | ||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} | {{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Núverandi breyting frá og með 13. febrúar 2018 kl. 20:47
Mikið hefur verið ritað og rætt um hina svokölluðu nýju friðunarlínu eða útvíkkun landhelginnar.
Menn tengja að vonum mikið við þessar breytingar til hins betra frá því, sem áður var.
Á árunum milli heimsstyrjaldanna gat það ekki farið fram hjá þeim, er þennan atvinnurekstur ráku, að aflamagnið fór árlega minnkandi og það svo áberandi, að kringum 1940 var sem kallað er orðinn dauður sjór á okkar vanalegu fiskimiðum.
Menn veltu því fyrir sér, hvaða orsakir lægju til þessa aflaleysis og komust víst flestir að þeirri niðurstöðu, að um ofveiði væri að ræða, fyrst og fremst vegna takmarkalausrar ágengni erlendra fiskiflota, er hér stunduðu veiðar árið um kring.
Allan tímann í síðari heimsstyrjöld fór aflamagnið jafnt vaxandi, þannig að hér gaf seinna árið heldur meiri afla en það fyrra. — Allan stríðstímann voru hér ekki teljandi útlend fiskiskip. Þó voru hér flest árin örfáir gamlir og litlir brezkir togarar, en svo fáir voru þeir, að þeirra gætti ekki neitt á miðunum.
Allan styrjaldartímann vorum við með okkar gamla fiskiskipastól, bæði hvað togara og vélskip snerti, utan að nokkrir vélbátar voru smíðaðir innanlands. Afkoma útgerðarinnar í heild var mjög jöfn og góð, bæði hvað vélbáta og togara snerti. Mikið var það tjón, er þjóðin beið í missi bæði mannslífa og skipa vegna styrjaldarinnar, aðallega togara og flutningaskipa. Í raðir þessara skipategunda okkar voru höggvin svo alvarleg skörð, að öll þjóðin horfði hnípin á án þess að fá nokkuð að gert.
Aldrei hefur togaraútgerðin verið rekin með annarri eins hörku og þessi stríðsár. Geymslurúm þessara gömlu skipa okkar var stækkað svo sem mögulegt var og þar með aukið á burðarþol þeirra í öfugu hlutfalli við hrörnun þeirra og slit. Skipin sigldu sjálf með aflann, og markaður var venjulega öruggur nema aðeins ef um skemmda vöru var að ræða. Vélbátaaflann fluttu landsmenn út sjálfir, ýmist í samlögum eða frjálsum kaupum af innlendum aðilum.
Þá safnaði þjóðin stórkostlegum inneignum bæði utanlands og innan, fyrst og fremst var það vegna erfiðleika á að fá vörur utanlands frá. Þótt fé væri fyrir hendi til kaupa á þeim inn í landið, voru þær lítt eða ekki fáanlegar meðan á styrjaldarrekstri þjóðanna stóð. Í öðru lagi var þjóðin ekki búin að átta sig á því eyðsluæði, er síðar greip hana.
Við styrjaldarlokin álitu ráðamenn þjóðarinnar að endurskipuleggja og endurnýja þyrfti atvinnuvegi þjóðarinnar og þá alveg sérstaklega sjávarútveginn. Hófst þá tímabil, sem enn þann dag í dag gengur undir nafninu nýsköpunartímabil. Togarafloti okkar var þá endurnýjaður svo að segja á einu bretti sem kallað er. Gömlu togararnir voru þurrkaðir út sem atvinnutæki. Nokkrir þeir fyrstu, er hættu starfi, voru seldir til Færeyja, hinir í brotajárn, en nokkrir liggja enn hér innanlands án þess að hægt sé að starfrækja þá til nokkurs gagns. Þeir halda áfram að ryðga og grotna niður í óhirðu, öllum til ama og armæðu, sem við þá eru kenndir eða taldir eru eigendur þeirra.
Nýju togararnir voru mikil breyting frá þeim gömlu, hvað stærð snertir, en ekki var nýjabrumið farið af, er menn gerðu sér ljóst, að þessi nýju skip voru jafnvel mörgum árum á eftir tímanum, bæði hvað snerti vélar og annan tæknilegan útbúnað þeirra. Aðeins síðustu skipin náðu í eitthvað af þeim nýju tæknibreytingum, er hefðu átt að vera grundvallarundirstöður undir endurbyggingu togaraflotans. Það er alveg víst, að hefðu skipin ekki verið byggð eins ört og raun varð á, hefði við reynslu þeirra fyrstu verið tekið meira tillit til reksturskostnaðar þeirra og notagildis. Reynsla þessarar útgerðar hefur orðið sú, að skipin eru svo dýr í rekstri, að þau standa hvergi undir sér nema einhver sérstök höpp komi til, sem ekki er hægt að reikna með almennt. Aðalhöpp íslenzkrar togaraútgerðar hafa verið blóðbaðstímabil þau, er yfir heiminn hafa gengið, en að við getum byggt aðalatvinnuveg okkar upp á slíkum grundvelli er öllum ljóst, að ekki er hægt, vegna þess fyrst og fremst, að sem betur fer er hann sjaldnast fyrir hendi.
Á sama tíma og þessi endurnýjun fór fram á togaraflotanum, er ég hef verið að ræða, fór og fram önnur samhliða aukning og endurnýjun á vélbátaflotanum. Þá hafði um nokkur undangengin ár verið stöðug og góð síldveiði fyrir Norðurlandi, og því miður, og til stórtjóns fyrir þjóðina, var alltof mikið einblínt á síldveiðarnar. Stór partur mótorfiskiskipastóls okkar var nær eingöngu smíðaður með síldveiðar sem aðalsjónarmið og lítið eða ekkert tillit tekið til annarra veiðiaðferða. Ef rekja ætti þróun vélbátanna á nýsköpunartímabilinu, yrði hún eitthvað á þessa leið:
„Byrjað var að kaupa til landsins sænska fiskibáta, um og yfir 60 tonn. Fengu þeir fljótlega viðurnefnið blöðrur. Aðalgallar þeirra voru léleg stýrishús og úreltar vélar, en yfirleitt má segja, að þetta séu góðir bátar og hafi reynzt vel. Stærstu gallar nýbyggingar bátaflotans voru Svíþjóðarbátarnir, sem smíðaðir voru eftir íslenzkum teikningum. Alveg sérstaklega misheppnaðist stærri bátagerðin, um og yfir 100 tonnin. Segja má að þeir séu helzt óbrúkandi á annað en síldveiðar, fyrir það hvað þeir eru óhentugir. Það er öllu svo illa fyrir komið á þeim við flestar veiðar aðrar,
t.d. línu- og netjaveiðar. Er mjög miklum erfiðleikum bundið að standa eins að notkun veiðarfæra og handhægast er eða eðlilegast. Auk þess eru þessir bátar alltof dýrir í rekstri miðað við afkastagetu þeirra. Betur tókst til með 50 tonna bátana, þó að ýmsa galla megi að þeim finna. Þeir gallar eru ekki það alvarlegs eðlis, að stór bagi sé að. Sennilegast er, þegar að öllu er gáð, að innlenda nýsmíðin hafi orðið okkur happadrýgst.
Hér innanlands hafa verið smíðaðir margir bátar, stærri og minni gerðir. Yfirleitt er það sameiginlegt með þeim, að þeir hafa reynzt mjög vel, bæði hvað byggingarstyrkleik og byggingarlag snertir, þótt um mismunandi gerðir sé að ræða. Hefðu ráðamenn nýsköpunarinnar verið svo forsjálir í byrjun að velja menn úr stéttum skipasmiða og sjómanna, er í sameiningu hefðu unnið að því að samræma sjóhæfni, bezta tilhögun skipsins varðandi allar þær veiðiaðferðir, er stunda átti á því, ytri og innri fegurð þess í samræmi við kröfu hins starfandi manns að það væri bæði fallegt og gott, - hefði þessum grundvallarreglum verið fylgt í nýsköpun bátaflotans, ættum við jafnfallegri báta og betri báta en við eigum nú.
Það átti heldur ekki að velja eingöngu mest lærðu skipasmiðina í þessa athugun, heldur líka þá menn, er mesta hæfni höfðu sýnt í skipasmíðum og í því starfi voru, burt séð frá öðrum lærdómi. Einnig átti að taka sjómenn úr öllum landshlutum, svo að allar veiðar og öll sjónarmið hefðu komið fram, annars þurfum við alltaf að vera að byggja ný skip og báta. Ég tel að nú þegar ætti að framkvæma þetta, það á að samræma það bezta og fallegasta í eina heild varðandi fiskibáta okkar. Það á að búa til mismunandi stærðarteikningar af fiskibátum, sem eru þrautprófaðar og reyndar af okkar beztu mönnum. Teikningar þessar eiga svo að vera til sýnis, t.d. í Fiskveiðasjóði til stórhagræðis fyrir þá, er um nýsmíðar hugsa og til tryggingar því, að aðeins yrði um góð tæki að ræða. Einnig mætti ákveða að fiskveiðisjóðslán yrðu aðeins veitt út á þessar nýsmíðar.
Mér hefur dvalizt nokkuð við nýsmíðar og nýsköpunartímabilið, en áður en því var að fullu lokið var búið að eyða öllum innstæðum þjóðarinnar erlendis. En þá sögðu hinir bjartsýnu menn, að það gerði ekkert til, því að við ættum svo mikið orðið af góðum atvinnutækjum og á þeim gæti þjóðin lifað.
Eftir styrjaldarlokin fór fljótt að bera á því, að fiskiflotar erlendra þjóða stækkuðu ört hér við land. Jafnframt veittu menn því athygli, að aflamagnið fór nú niður á við. Var því mætt með aukinni útgerð, í meiri veiðarfæranotkun hvers báts. En þetta dugði skammt. Örtröðin á miðunum jókst stöðugt, og öllum var ljóst, að um hreina og beina ofveiði væri að ræða. Þetta viðhorf og reynsla varð til þess að ríkisstjórnin lagði út í það að færa út landhelgislínuna með tilliti til Norðmanna, en þeir höfðu fært út sína landhelgislínu í mótsögn við þær fiskveiðiþjóðir, er þar stunda veiðar, en fengið sínar ákvarðanir staðfestar af alþjóðadómstól, er um málið fjallaði. Þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar var almennt fagnað af þjóðinni, fyrst og fremst af því, að ríkisstjórnin túlkaði málsundirbúninginn á þann hátt, að landhelgislínan yrði úr annesi í annes eða yzta skeri í yzta sker umhverfis landið. Það var öllum ljóst, að þetta var stórkostleg breyting frá 3 mílna línunni og stór svæði umhverfis landið sem algerlega fengjust friðuð fyrir ágangi togara og annarra erlendra veiðiskipa. Mikil voru vonbrigði manna víða um land, er þeir fyrst sáu hina nýju landhelgislínu upp teiknaða í fyrsta sinn. Ákvörðuninni um að línan fylgdi yztu takmörkum hins fasta lands í beinum línum, hafði á síðustu stundum hins örlagaríka undirbúnings þessa stórmáls verið breytt. Hver þar réð úrslitum í málum, veit almenningur ekki um, en fullyrða má, að þar hafi meiru ráðið þeir skammsýnu en þeir framsýnu. Því að nú eru allir sammála um, að það þoli enga bið að gert verið enn stórt átak um útfærslu landhelgislínunnar, svo framt að ekki eigi að horfa upp á að fiskstofnarnir hér við land gangi algerlega til þurrðar vegna ofveiði. Einnig er mörgum nú farið að skiljast, að jafnframt nýrri útvíkkun landhelginnar, verði að friða viss svæði innan landhelgislínunnar, sérstaklega hrygningarsvæði þorskstofnsins. Koma þá viss hraunsvæði fyrst og fremst til athugunar sem alger bannsvæði fyrir þorskanet. Það er óumdeilanleg staðreynd, að þorskanetaveiðar á hraunum hafa hin skaðlegustu áhrif á hrygninguna eða réttara sagt viðkomu þorskstofnsins. Það er eðli þessa fisks að vilja helzt hrygna á þeim svæðum sem hraunbotn er.
Þar sem þorskurinn er áreiðanlega okkar aðalnytjafiskur yfir vetrarmánuðina, verður að tryggja nægilegt viðhald stofnsins, með þeim aðgerðum sem þurfa þykir. Það getur orðið baði friðun vissra þekktra hrygningarsvæða og fiskiklak í stórum stíl framkvæmt af mannshendinni eftir tæknilegum aðferðum.
Það næsta og stærsta er, að þeir menn, er til þess hafa verið kjörnir af þjóðinni að sjá um sjávarútvegsmálin, skilji nú sinn vitjunartíma og hefjist handa um raunhæfar aðgerðir, er miða að því, að þorskstofninn þoli hina geysilegu tækni í veiðinni, er við nú þekkjum og alltaf er verið að auka við. Því fyrr sem byrjað verður á framkvæmdum í þessa átt, því meiri trygging verður fyrir því, að við getum rekið vetrarvertíðina á efnahagslega traustum grundvelli.
Þegar landhelgislínan á sínum tíma var færð út, var fjöldi af útgerðum báta, er átti og notaði togveiðarfæri eða dragnótarveiðarfæri. Stærri bátarnir notuðu botnvörpuna, en þeir minni dragnótina. Þá var almennt talið, að útilokað væri að nota þessi veiðarfæri á þessum bátastærðum fyrir utan þessa nýju línu. Ekki einn einasti maður gerði tilraun til að láta veiða fyrir innan þessa nýju línu, svo algert fylgi hafði þessi ráðstöfun meðal þjóðarinnar, enda hefði það þá áreiðanlega verið talið ganga mannsmorði næst. Þá var það að ríkisstjórnin fór út í það að greiða öllum, er þessi veiðarfæri áttu, matsverð þeirra í beinum fjárgreiðslum, til þess að þeir yrðu ekki fyrir beinu fjárhagstjóni af aðgerðum ríkisstjórnarinnar og þeir gætu með þessu fé búið sér til annan útgerðargrundvöll. Auk þess tók það opinbera skriflega yfirlýsingu af hverjum útgerðarmanni, að hans útgerð skyldi aldrei notuð á þessi veiðarfæri framar. Þarna virðist nú vera búið að ganga á milli bols og höfuðs á hinni geysilegu misnotkun þessara botnveiðarfæra í landhelgi liðinna ára. Það var opinbert leyndarmál, að langmest af afla þessara bátaveiðarfæra var tekinn innan landhelgi. En Adam var ekki lengi í Paradís. Menn uppgötvuðu fljótt, að með algerri friðun fiskisvæðanna jukust allar flatfiskstegundir mjög ört. Þarna voru að safnast saman geysileg verðmæti, er ekki mátti hagnýta samkvæmt landslögum. Það verður að skrifast á fljótfærnisreikning þáverandi ríkisstjórnar að halda ekki alltaf opnum ákveðnum árstíma innan landhelgislínunnar til hagnýtingar flatfisks, er fiskaður væri í dragnót, en banna það veiðarfæri um borð í nokkru skipi utan þessa leyfða tíma, t.d. í 2½ mánuð yfir sumartímann.
Margar þjóðir helga sjálfum sér í kringum sitt land sérstök veiðisvæði fyrir viss veiðarfæri, þar sem öðrum er óheimilt að koma inn á þau. Það er nokkurn veginn víst, að okkur hefði verið stætt á þessu, ákveðinn tíma á ári á afmörkuðum svæðum og þá að sjálfsögðu á þeim svæðum, sem vitað var, að mest flatfiskgengdin var á.
Í staðinn fyrir að fara þessa leið og lofa öllum að hagnýta sér þennan útgerðarmöguleika, er það vildu á frjálsan og heiðarlegan hátt, þá hefur spekúlöntum og ákveðnum plássum verið veitt svokallað Húmtrollsleyfi frá því opinbera. Með þetta leyfi upp á vasann — að vísu með smáathugasemdum, sem allar eru misnotaðar og stungið undir stól — mega þeir ösla aftur og fram í landhelgi landsins á stórum svæðum. Allir sem eitthvað þekkja til þessara mála vita, að þetta er ekkert annað en dulbúin notkun á botnvörpu í landhelgi, sem eins og áður er sagt er ekki leyft nema vissum aðiljum. Í skjóli við þessa veiðiaðferð er svo farið að gera út á dragnót í stórum stíl í landhelgi, það sanna bezt fisktegundirnar, er dragnótabátarnir koma með að landi, dýrustu og um leið eftirsóttustu fisktegundirnar eru næstum eingöngu innan við hið rauða eða bláa strik. Menn stunda þessar veiðar eins og þjófar eða misindismenn. Það mun ekki fátítt, að litið sé á þessa aðilja sem miður heppilega þjóðfélagsmeðlimi.
Eins og málum er nú háttað, er annaðhvort að gera fyrir það opinbera, að loka algerlega landhelginni fyrir öllum þessum botnveiðarfærum eða réttara sagt botnsköfum, og jafngilti það því, að enginn bátur mætti hafa þau um borð á öðrum tíma, — eða eins og ég hef hér að framan bent á að leyfa öllum, er það vildu, að hagnýta þessar auðlindir á frjálsan hátt.
Margt mætti fleira um þessi mál segja, en þar sem ég hef enga trú á, að þessu verði neinn gaumur gefinn, heldur látið reka sofandi að feigs manns ósi, eins og máltækið segir, læt ég hér staðar numið.
Að síðustu vildi ég mega óska allri sjómannastétt landsins til hamingju með næsta sjómannadag.
- Vestmannaeyjum. 14. maí 1957
- Vestmannaeyjum. 14. maí 1957
- Jóhann Pálsson.
- Jóhann Pálsson.