„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1977/Aflakóngur Vestmannaeyja 1976“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><big>Aflakóngur Vestmannaeyja 1976</big></big><br> Skipstjóri þess skips í Vestmannaeyjum, sem mest aflaverðmæti hefur fært á land á einu ári, frá 1. janúar til 31. ...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
<big><big>Aflakóngur Vestmannaeyja 1976</big></big><br>
<big><big>Aflakóngur Vestmannaeyja 1976</big></big><br>
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-27 at 10.59.42.png|300px|thumb|Óskar Ólafsson, stýrlmaður, ásamt syni sínum Bjarna, sem er 8 ára. Bjarni hefur oft farið á sjó, bæði á loðnu og þorskanet, og ætlar kannski að verða sjómaður.]]
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-27 at 10.59.54.png|300px|thumb|Gullberg VE 292]]
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-27 at 11.00.08.png|300px|thumb|Guðjón Pálsson, aflakóngur Vestmannaeyja 1976.]]
Skipstjóri þess skips í Vestmannaeyjum, sem mest aflaverðmæti hefur fært á land á einu ári, frá 1. janúar til 31. desember, hlýtur titilinn „Aflakóngur Vestmannaeyja" það ár, og um leið Ingólfsstöngina svonefndu sem allir kunna skil á. Er þá miðað við eigin afla eingöngu og að aflast hafi í tvennskonar veiðarfæri a. m. k.<br>
Skipstjóri þess skips í Vestmannaeyjum, sem mest aflaverðmæti hefur fært á land á einu ári, frá 1. janúar til 31. desember, hlýtur titilinn „Aflakóngur Vestmannaeyja" það ár, og um leið Ingólfsstöngina svonefndu sem allir kunna skil á. Er þá miðað við eigin afla eingöngu og að aflast hafi í tvennskonar veiðarfæri a. m. k.<br>


Lína 33: Lína 35:
Óskar Ólafsson er kvæntur Erlu Pálsdóttur Eyjólfssonar fyrrum forstjóra. Þau eiga tvö börn, dreng og stúlku. Þessi fjölskylda var ein með þeim allra fyrstu, sem aftur fluttu heim eftir gosið.<br>
Óskar Ólafsson er kvæntur Erlu Pálsdóttur Eyjólfssonar fyrrum forstjóra. Þau eiga tvö börn, dreng og stúlku. Þessi fjölskylda var ein með þeim allra fyrstu, sem aftur fluttu heim eftir gosið.<br>
Sjómannadagsblaðið óskar þessari ágætu fjölskyldu alls góðs í framtíðinni og þeim öllum á Gullberginu til hamingju með góðan árangur erfiðis síns á árinu 1976.<br>
Sjómannadagsblaðið óskar þessari ágætu fjölskyldu alls góðs í framtíðinni og þeim öllum á Gullberginu til hamingju með góðan árangur erfiðis síns á árinu 1976.<br>
 
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-27 at 11.00.23.png|500px|center|thumb|Skipshöfnin á Gullberginu. Frá vinstri: Pétur Andersen, háseti; Gunnar Haraldsson, 2. vélstjóri; Gunnar Sveinbjörnsson, matsveinn; Óskar Ólafsson, stýrimaður; Ólafur Sigmundsson, 1. vélstjóri og einn þriggja eigenda Gullbergs; Vigfús Guðlaugsson, 2. stýrimaður; Sveinbjörn Jónsson, háseti; Bernódus Alfreðsson, háseti; Guðjón Pálsson, skipstjóri; Hreinn Gunnarsson, háseti; Grétar Halldórsson, háseti; Ólavur Edvinsson, háseti; Samúel Friðriksson, háseti.]]
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-27 at 11.00.48.png|500px|center|thumb|Gamli og nýi tíminn: Skuttogarinn Vestmannaey og Skuldin gamla.]]
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 27. júní 2017 kl. 11:49

Aflakóngur Vestmannaeyja 1976

Óskar Ólafsson, stýrlmaður, ásamt syni sínum Bjarna, sem er 8 ára. Bjarni hefur oft farið á sjó, bæði á loðnu og þorskanet, og ætlar kannski að verða sjómaður.
Gullberg VE 292
Guðjón Pálsson, aflakóngur Vestmannaeyja 1976.

Skipstjóri þess skips í Vestmannaeyjum, sem mest aflaverðmæti hefur fært á land á einu ári, frá 1. janúar til 31. desember, hlýtur titilinn „Aflakóngur Vestmannaeyja" það ár, og um leið Ingólfsstöngina svonefndu sem allir kunna skil á. Er þá miðað við eigin afla eingöngu og að aflast hafi í tvennskonar veiðarfæri a. m. k.

Árið 1976 báru eftirtaldir bátar mest brúttóaflaverðmæti á land og í samræmi við framangreindar reglur:

Gullberg VE 292 kr. 122.251.838
Huginn VE 55 — 104.882.946
Sæbjörg VE 56 — 104.821.418
Þórunn Sveinsdóttir VE 401 — 70.389.683
Surtsey VE 2 — 68.664.357
Ísleifur VE 63 -- 67.102.838
Bergur VE 44 — 64.562.356

Samkvæmt framansögðu er það Guðjón Pálsson skipstjóri og útgerðarmaður á Gullberginu, sem hlýtur Ingólfsstöngina að þessu sinni og um leið titilinn „Aflakóngur Vestmannaeyja 1976". Guðjón varð einnig aflakóngur í Vestmannaeyjum árið 1975.
Sjómannadagsblöðin 1975 og '76 hafa kynnt Guðjón Pálsson rækilega, og væri að bera í bakkafullan lækinn að auka þar við sögu.

Allir miklir aflamenn hafa viðurkennt og haldið fram, að velgengni í sjósókn og aflabrögðum byggðist ekki hvað síst á dugmikilli skipshöfn, sem vinnur störf sín af þekkingu og samviskusemi. Þar er Guðjón Pálsson engin undantekning. Hann segist hafa úrtökugóða skipshöfn, sem eigi sinn stóra þátt í „dágóðum aflabrögðum" á Gullberginu. Verðugur fulltrúi afbragðssjómanna segir Guðjón að sé stýrimaður sinn, Óskar Ólafsson, Hásteinsvegi 60 hér í bæ. „Taliði við hann, ef þarf að tala við einhvern." Og við töluðum við hann.

Óskar Ólafsson er barnfæddur reykvíkingur, 34 ára gamall. Hann hefur stundað sjó frá unglingsárum og útskrifaðist frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1964. Flutti til Vestmannaeyja 1968 og hefur búið hér síðan, og segist una hag sínum vel.
Óskar hefur verið stýrimaður hjá Guðjóni á Gullberginu 5 síðustu árin, fyrst á gamla Gullberginu, 130 tonna eikarbát, sem nú heitir Glófaxi. Hann segist ekki hafa í hyggju að skipta um vinnustað á næstunni, nema þá hann verði rekinn, — kann vel við útgerðina og áhöfnina og þénar ágætlega eftir því sem gerist um sjómenn starfandi hjá öðrum.

Aðspurður um hvort hann sé ekki orðinn ríkur á að vera í mörg ár á háum hlut á toppskipi, segir Óskar að svo ætti vissulega að vera. En segist samt ekki geta ímyndað sér að hægt sé að verða ríkur á okkar landi. Með því að vinna tveim höndum við annarra atvinnurekstur á sjó eða landi. Þjóðfélagið sjái vandlega um að svo geti ekki orðið.

Sjósókn ársins 1976 hófu þeir á Gullberginu í byrjun janúar með loðnuveiðum, sem þeir stunduðu fram um miðjan apríl. Þá tóku þeir þorskanetin og síðar trollið fram undir mánaðamótin júní—júlí. Síðan var það loðnuveiðin fyrir Norðurlandi og loks Norðursjórinn og heimasíldveiðin. Í byrjun október var siglt til Noregs til að fá Gullbergið yfirbyggt þar, og tók það tímann fram yfir áramótin. Fiskveiðiúthald ársins losaði því rétt um 9 mánuði.
Á þessu 9 mánaða úthaldi aflaðist: 9700 tonn loðna, 550 tonn síld og 400 tonn annar fiskur, (þorskur, ufsi, ýsa o. s. frv.). Þetta gerði sem fyrr segir rúmlega 122 millj. króna aflaverðmæti brúttó, og hásetahlutur varð eitthvað yfir 2,5 milljónir króna.
Það sem af er þessu ári hafa þeir á Gullberginu fiskað 11300 tonn af loðnu og 115 tonn af þorski, sem losar 75 millj. í verðmæti. Telja verður þessa loðnuveiði í vetur mjög góða, segir Óskar, því þeir byrjuðu ekki fyrr en seint í janúar, voru ekki fyrr tilbúnir. Hins vegar er þorskaflinn miklu minni nú en í fyrra á sama tíma, og alveg hörmulega rýr.

Það er enginn vafi á því, segir Óskar, að stofnar helstu nytjafiskanna á miðunum kringum landið hafa rýrnað mjög á seinni árum. Og það er klárt mál, að smáfiskadrápið sem við stundum, aðallega fyrir norðan land og vestan, og höfum gert lengi, hefnir sín einhvern tíma og það eftirminnilega. Hins vegar er ég bjartsýnn á framtíðina sem sjómaður. Það er öllu hægt að bjarga ennþá, bara að við berum gæfu til að gera skynsamlegar ráðstafanir til friðunar og verndar fiskstofununum, og við verðum að gæta þess vel að semja ekki við útlendinga um veiðiheimildir innan fiskveiðilögsögunnar, meðan stofnarnir eru að ná sér. Eins verðum við að gæta að okkur sjálfum að virða vel þær ráðleggingar, sem vísindamenn gefa okkur um nýtingu fiskimiðanna.

Óskar segir, að launakjör sjómanna séu í dag langt fyrir neðan allt, sem sæmandi geti talist. — Ég get ekki ímyndað mér hvernig sjómenn á meðalbátum, hvað þá lakari, fara að því að lifa af tekjum sínum. Launakjör vinnandi fólks í landi eru að vísu al-mennt bágborin, en miðað við vinnutíma og vinnukjör ýmiskonar, svo sem fjarvistir frá heimilum, er eftirtekja sjómanna tvímælalaust lökust. — Það hlýtur að koma að því, að ekki verður hægt að manna allan flotann, og er reyndar komið að því nú þegar. Bestu mennirnir safnast eðlilega á bestu bátana, og það er svo komið, að varla er hægt að segja að margir bátar séu mannaðir þó reynt sé að halda þeim út til veiða. — Ég hef litla trú á miklum breytingum til batnaðar í þessum efnum með þeirri samningagerð, sem nú stendur yfir. En ég er bjartsýnn. Einhvern tíma hljóta menn að sjá að sér.

Óskar Ólafsson er kvæntur Erlu Pálsdóttur Eyjólfssonar fyrrum forstjóra. Þau eiga tvö börn, dreng og stúlku. Þessi fjölskylda var ein með þeim allra fyrstu, sem aftur fluttu heim eftir gosið.
Sjómannadagsblaðið óskar þessari ágætu fjölskyldu alls góðs í framtíðinni og þeim öllum á Gullberginu til hamingju með góðan árangur erfiðis síns á árinu 1976.

Skipshöfnin á Gullberginu. Frá vinstri: Pétur Andersen, háseti; Gunnar Haraldsson, 2. vélstjóri; Gunnar Sveinbjörnsson, matsveinn; Óskar Ólafsson, stýrimaður; Ólafur Sigmundsson, 1. vélstjóri og einn þriggja eigenda Gullbergs; Vigfús Guðlaugsson, 2. stýrimaður; Sveinbjörn Jónsson, háseti; Bernódus Alfreðsson, háseti; Guðjón Pálsson, skipstjóri; Hreinn Gunnarsson, háseti; Grétar Halldórsson, háseti; Ólavur Edvinsson, háseti; Samúel Friðriksson, háseti.
Gamli og nýi tíminn: Skuttogarinn Vestmannaey og Skuldin gamla.