„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1977/Sjómannaskólarnir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: <big><big>Sjómannaskólarnir</big></big><br> '''Sameiginleg mál.''' Sjómannadagsblaðið hitti Lýð Brynjólfsson skólastjóra að máli, og spurði nokkurra spurninga.<br>...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<big><big>Sjómannaskólarnir</big></big><br> | <big><big>Sjómannaskólarnir</big></big><br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-27 at 08.59.36.png|300px|thumb|Lýður Brynjólfsson, skólastjóri]] | |||
'''Sameiginleg mál.''' | '''Sameiginleg mál.''' | ||
Sjómannadagsblaðið hitti [[Lýð Brynjólfsson]] skólastjóra að máli, og spurði nokkurra spurninga.<br> | Sjómannadagsblaðið hitti [[Lýð Brynjólfsson]] skólastjóra að máli, og spurði nokkurra spurninga.<br> | ||
Lína 15: | Lína 15: | ||
'''Vélskólinn.''' | '''Vélskólinn.''' | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-27 at 08.59.56.png|300px|thumb|Vélskólamenn að starfi í vélasal. Vélin til vinstri er GM aðalvél úr m.b. Þórsnesi SH, en sú til hægri Lister ljósavél úr m.b. Ásver VE. — Ljósm.: Gísli Óskarsson.]] | |||
Kennsla byrjaði í Vélskólannm 20. sept. 1976 fyrir sjö nemendur í 1. stigi, en leyfi til að starfrækja 2. stig skólans fékkst ekki.<br> | Kennsla byrjaði í Vélskólannm 20. sept. 1976 fyrir sjö nemendur í 1. stigi, en leyfi til að starfrækja 2. stig skólans fékkst ekki.<br> | ||
Fjórir af nemendum 1. stigs í ár eru héðan, en þrír annarsstaðar frá. Einn er úr Borgarfirði, annar frá Eyrarbakka og þriðji frá Þórshöfn. Þar sem prófum er ekki lokið, þegar þetta er skrifað, þá er ekki hægt að skýra frá úrslitum prófa.<br> | Fjórir af nemendum 1. stigs í ár eru héðan, en þrír annarsstaðar frá. Einn er úr Borgarfirði, annar frá Eyrarbakka og þriðji frá Þórshöfn. Þar sem prófum er ekki lokið, þegar þetta er skrifað, þá er ekki hægt að skýra frá úrslitum prófa.<br> | ||
Í fyrra luku 6 nemendur prófi, sem veitir réttindi til vélstjórnar, og 3 af þeim hlutu framhaldseinkunn. En 5 eiga rétt á að endurtaka próf til framhalds.<br> | Í fyrra luku 6 nemendur prófi, sem veitir réttindi til vélstjórnar, og 3 af þeim hlutu framhaldseinkunn. En 5 eiga rétt á að endurtaka próf til framhalds.<br> | ||
Það skólaár sem nú er að líða, er 9. starfsár skólans hér, síðan Vélskóli Íslands tók við vélstjórafræðslu af Fiskifélagi Íslands úti á landi. Skólahald hefur verið með sama sniði í vetur og var í fyrra, nema að nú er [[Friðrik Ásmundsson]] orðinn skólastjóri Stýrimannaskólans, og er [[Lýður Brynjólfsson]] því skólastjóri Vélskóla og Iðnskóla. Einnig hefur verið hægt að bjóða nemendum upp á að búa í heimavist og er það mikil framför. Þar geta þeir eldað sér mat og svo er þar líka setustofa, þar sem meðal annars er hægt að horfa á sjónvarp.<br> | Það skólaár sem nú er að líða, er 9. starfsár skólans hér, síðan Vélskóli Íslands tók við vélstjórafræðslu af Fiskifélagi Íslands úti á landi. Skólahald hefur verið með sama sniði í vetur og var í fyrra, nema að nú er [[Friðrik Ásmundsson]] orðinn skólastjóri Stýrimannaskólans, og er [[Lýður Brynjólfsson]] því skólastjóri Vélskóla og Iðnskóla. Einnig hefur verið hægt að bjóða nemendum upp á að búa í heimavist og er það mikil framför. Þar geta þeir eldað sér mat og svo er þar líka setustofa, þar sem meðal annars er hægt að horfa á sjónvarp.<br> | ||
Verkefni nemenda í verklegri vélfræði hafa verið þau í vetur, að taka í sundur Lister ljósavél og G. M. aðalvél og setja þær saman. Hafa þær verið settar á undirstöður í vélasal, en gamla Áhaldahúsinu hefur verið skipt í vélasal og smíðasal.<br> | Verkefni nemenda í verklegri vélfræði hafa verið þau í vetur, að taka í sundur Lister ljósavél og G. M. aðalvél og setja þær saman. Hafa þær verið settar á undirstöður í vélasal, en gamla Áhaldahúsinu hefur verið skipt í vélasal og smíðasal.<br> | ||
Lína 34: | Lína 33: | ||
[[Kristján Jóhannesson]], kennari við Vélskólann.<br> | [[Kristján Jóhannesson]], kennari við Vélskólann.<br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-27 at 09.00.16.png|500px|center|thumb|Nemendur Vélskólans ásamt aðalkennara. Frá vinstri: Kristján Jóhannesson, kennari Ólafur I. Jóhannesson, Borgarfirði; Páll A. Georgsson, Vestmannaeyjum; Grímur Gíslason, Vestmannaeyjum; Matthías Magnússon, Þórshöfn; Sigfús Markússon, Eyrarbakka Sigurður Karl Sveinsson, Vestmannaeyjum; Sveinn Einarsson, Vestmannaeyjum. Vélin, sem sést á myndinni, er MAK 240 hk. úr gamla Stíganda (Frá VE 78). Ljósm. Gísli Óskarsson.]] | |||
'''Stýrimannaskólinn.''' | '''Stýrimannaskólinn.''' | ||
Lína 44: | Lína 43: | ||
1. stig í febrúarlok og tóku nemendur þar þátt í námskeiði í radarsiglingu.<br> | 1. stig í febrúarlok og tóku nemendur þar þátt í námskeiði í radarsiglingu.<br> | ||
2. stig fór í aprílbyrjun í námskeið í radarútsetningu (plotti).<br> | 2. stig fór í aprílbyrjun í námskeið í radarútsetningu (plotti).<br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-27 at 09.00.39.png|300px|thumb|2. stigs nemendur Stýrimannaskólans í heimsókn hjá vitaverðinum á Stórhöfða. Frá vinstri: Ægir Ármannsson; Erlendur Þórisson; Gísli Óskarsson, kennari; Ólafur Örn Ólafsson; Benóný Færseth; Óskar J. Sigurðsson, vitavörður.]] | |||
Nemendur fengu samskonar þjálfun og nemendur Stýrimannaskólans í Reykjavík fá með notkun sérstaks tækis, radarsamlíki (radarsimilator).<br> | Nemendur fengu samskonar þjálfun og nemendur Stýrimannaskólans í Reykjavík fá með notkun sérstaks tækis, radarsamlíki (radarsimilator).<br> | ||
[[Guðjón Ármann Eyjólfsson]] fyrrverandi skólastjóri okkar hér stjórnaði báðum þessum námskeiðum fyrir okkur með miklum ágætum. Hrósaði hann áhuga og kunnáttu nemenda.<br> | [[Guðjón Ármann Eyjólfsson]] fyrrverandi skólastjóri okkar hér stjórnaði báðum þessum námskeiðum fyrir okkur með miklum ágætum. Hrósaði hann áhuga og kunnáttu nemenda.<br> | ||
Lína 52: | Lína 51: | ||
Nemendum í stýrimannaskóla er ekki hægt að gefa í landi samskonar verklega þjálfun og nemendum annarra skóla. Um borð í báðum þessum skipum fengu nemendur eins góða verklega þjálfun og kostur var. Okkur var það heiður að fá að sigla með þeim Guðmundi skipherra Kjærnested og Einari Sveini Jóhannessyni skipstjóra á Lóðsinum.<br> | Nemendum í stýrimannaskóla er ekki hægt að gefa í landi samskonar verklega þjálfun og nemendum annarra skóla. Um borð í báðum þessum skipum fengu nemendur eins góða verklega þjálfun og kostur var. Okkur var það heiður að fá að sigla með þeim Guðmundi skipherra Kjærnested og Einari Sveini Jóhannessyni skipstjóra á Lóðsinum.<br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-27 at 09.00.54.png|300px|thumb|Tveir vélskólanemar í herbergi sínu á heimavistinni: Matthías Magnússon, Þórshöfn og Ólafur Ingi Jóhannesson, Borgarfirði.]] | |||
Á þessum vetri hafa nemendur talsvert komist í að afla sér tekna með náminu, fyrst og fremst hefur þeim orðið til góðs að fá alla útskipun á loðnumjöli frá Fiskimjölsverksmiðjunni h.f.<br> | Á þessum vetri hafa nemendur talsvert komist í að afla sér tekna með náminu, fyrst og fremst hefur þeim orðið til góðs að fá alla útskipun á loðnumjöli frá Fiskimjölsverksmiðjunni h.f.<br> | ||
Þegar próf byrjuðu, höfðu þeir ásamt 6 nemendum úr Vélskólanum unnið sér inn í laun samtals kr. 3.691.000,00. Þá voru geymslur Fiskimjölsverksmiðjunnar fullar af mjöli. Ef skipaferðir hefðu verið tíðari hefðu þeir þénað meira.<br> | Þegar próf byrjuðu, höfðu þeir ásamt 6 nemendum úr Vélskólanum unnið sér inn í laun samtals kr. 3.691.000,00. Þá voru geymslur Fiskimjölsverksmiðjunnar fullar af mjöli. Ef skipaferðir hefðu verið tíðari hefðu þeir þénað meira.<br> | ||
Lína 60: | Lína 59: | ||
Hæstu einkunn hlaut Þórbergur Torfason, 135 stig, meðaleink. 8,44. Annar varð Yngvi Sigurgeirsson með 134,5 stig, meðaleinkunn 8,41. Þriðji varð Jónas Jóhannsson með 131 stig, meðaleinkunn 8,19. | Hæstu einkunn hlaut Þórbergur Torfason, 135 stig, meðaleink. 8,44. Annar varð Yngvi Sigurgeirsson með 134,5 stig, meðaleinkunn 8,41. Þriðji varð Jónas Jóhannsson með 131 stig, meðaleinkunn 8,19. | ||
Allir nemendur 1. stigs eru ákveðnir í að koma hingað í 2. stig næsta skólaár.<br> | Allir nemendur 1. stigs eru ákveðnir í að koma hingað í 2. stig næsta skólaár.<br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-27 at 09.01.06.png|300px|thumb|Þórarinn Sigurðsson, skipaeftirlitsmaður og gamall sundkappi, kennir meðferð gúmbjörgunarbáta. Gísli Magnússon, íþróttakennari fylgist með.]] | |||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-27 at 09.01.58.png|300px|thumb|1. stig stýrimannaskóla í tíma hjá Sigurði Gunnarssyni, yfirfiskimatsmanni.]] | |||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-27 at 09.02.15.png|300px|thumb|Stýrimannaskólastrákar fixa troll handa togaranum Klakki í kennslustund í verklegri sjóvinnu í Netagerðinni Ingólfi]] | |||
Í apríl 1972 gengu í gildi ný lög um stýrimannaskóla. Samkvæmt þessum lögum er námsefni í skólunum nú ákveðið með reglugerð, sem ráðherra setur, en var áður ákveðið í sjálfum lögunum, sem leiddi til þess að allar breytingar, sem gerðar voru á námsefni varð Alþingi að samþykkja.<br> | Í apríl 1972 gengu í gildi ný lög um stýrimannaskóla. Samkvæmt þessum lögum er námsefni í skólunum nú ákveðið með reglugerð, sem ráðherra setur, en var áður ákveðið í sjálfum lögunum, sem leiddi til þess að allar breytingar, sem gerðar voru á námsefni varð Alþingi að samþykkja.<br> | ||
Þessi nýju lög ákveða m. a. 4 mánaða undirbúningsdeild fyrir 1. stig, fyrir þá sem ekki hafa gagnfræðapróf eða hliðstæða menntun.<br> | Þessi nýju lög ákveða m. a. 4 mánaða undirbúningsdeild fyrir 1. stig, fyrir þá sem ekki hafa gagnfræðapróf eða hliðstæða menntun.<br> | ||
Lína 83: | Lína 84: | ||
Ég lýk þessum skrifum mínum með ósk um að mál þróist þannig að til hvatningar verði ungum mönnum til að hefja nám í stýrimannaskóla og taka þannig þátt í þeim störfum, sem líf og velmegun íslensku þjóðarinnar grundvallast á.<br> | Ég lýk þessum skrifum mínum með ósk um að mál þróist þannig að til hvatningar verði ungum mönnum til að hefja nám í stýrimannaskóla og taka þannig þátt í þeim störfum, sem líf og velmegun íslensku þjóðarinnar grundvallast á.<br> | ||
[[Mynd:Screen Shot 2017-06-27 at 09.01.35.png|500px|center|thumb|Stýrimannaskóli 1. stig. Kortatími hjá Friðrik Ásmundssyni, skólastjóra. Frá vinstri: 1. röð: Jónas Jóhannsson, Guðmann Magnússon. 2. röð: Ingólfur Grétarsson, Gunnar Egilsson, Sigurður Þ. Sigurðsson. 3. röð: Steinn Pétursson, Reynir Jóhannesson, Ingþór Indriðason. 4. röð: Ásmundur Þórir Ólafsson, Þórbergur Torfason. Á myndina vantar Yngva Sigurgeirsson. — Ljósm.: Gísli Óskarsson.]] | |||
[[Friðrik Ásmundsson]]. | [[Friðrik Ásmundsson]]. | ||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} | {{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Núverandi breyting frá og með 27. júní 2017 kl. 09:33
Sjómannaskólarnir
Sameiginleg mál.
Sjómannadagsblaðið hitti Lýð Brynjólfsson skólastjóra að máli, og spurði nokkurra spurninga.
— Hvernig hefur starfið gengið með þrjá skóla svona saman?
— Það hefur að mínum dómi gengið mjög vel, og þakka ég þar um, að samstilltur vilji allra þeirra, sem kenna við þessa skólasamsteypu er fyrir hendi, til að gera sitt besta til að vel takist. Enda hafa allir gert sér grein fyrir að það er mikið atriði fyrir þetta bæjarfélag að hér séu skólar, sem veita atvinnuréttindi.
— Hverju spáir þú um framtíð þessa samstarfs?
— Ég er bjartsýnn. Ég álít að við séum nú þegar búnir að sýna fram á að þetta er hægt. Og eftir að hin nýju fræðslulög, sem verða vonandi afgreidd á næsta Alþingi taka gildi, þá ætti þetta að verða okkur auðveldara. Í raun og veru erum við nú með fjölbrautarskóla, sem byður upp á þrjár aðalbrautir.
— Hvað um húsnæði og aðbúnað ef um aukningu nemenda verður að ræða?
— Strax á næsta hausti gerum við ráð fyrir 1. og 2. stigi í Vélskóla og Stýrimannaskóla og 4 deildum í iðnskóla. Til þess að hægt verði að sinna því verkefni, svo vel sé, þurfum við tvær almennar kennslustofur til viðbótar því sem nú er og eina sérstofu fyrir verklega rafmagnsfræði og eðlisfræði — svo og hagræðingu í húsinu til að nýta það pláss, sem fyrir er, enn betur.
— Viltu segja eitthvað að lokum?
Ég vil segja það, að nú er starfandi 7 manna nefnd, sem er að ljúka störfum varðandi samræmdan framhaldsskóla hér í Vestmannaeyjum og gerir tillögur um þær námsbrautir, sem kleyft verður að hafa. Það er von mín og ósk að skólanefnd, fræðsluráð og bæjaryfirvöld verði jákvæð og virk í þessum málum — því okkur í Eyjum er full þörf á menntun ungs fólks til prófa, sem veita ýmiskonar atvinnuréttindi.
Vélskólinn.
Kennsla byrjaði í Vélskólannm 20. sept. 1976 fyrir sjö nemendur í 1. stigi, en leyfi til að starfrækja 2. stig skólans fékkst ekki.
Fjórir af nemendum 1. stigs í ár eru héðan, en þrír annarsstaðar frá. Einn er úr Borgarfirði, annar frá Eyrarbakka og þriðji frá Þórshöfn. Þar sem prófum er ekki lokið, þegar þetta er skrifað, þá er ekki hægt að skýra frá úrslitum prófa.
Í fyrra luku 6 nemendur prófi, sem veitir réttindi til vélstjórnar, og 3 af þeim hlutu framhaldseinkunn. En 5 eiga rétt á að endurtaka próf til framhalds.
Það skólaár sem nú er að líða, er 9. starfsár skólans hér, síðan Vélskóli Íslands tók við vélstjórafræðslu af Fiskifélagi Íslands úti á landi. Skólahald hefur verið með sama sniði í vetur og var í fyrra, nema að nú er Friðrik Ásmundsson orðinn skólastjóri Stýrimannaskólans, og er Lýður Brynjólfsson því skólastjóri Vélskóla og Iðnskóla. Einnig hefur verið hægt að bjóða nemendum upp á að búa í heimavist og er það mikil framför. Þar geta þeir eldað sér mat og svo er þar líka setustofa, þar sem meðal annars er hægt að horfa á sjónvarp.
Verkefni nemenda í verklegri vélfræði hafa verið þau í vetur, að taka í sundur Lister ljósavél og G. M. aðalvél og setja þær saman. Hafa þær verið settar á undirstöður í vélasal, en gamla Áhaldahúsinu hefur verið skipt í vélasal og smíðasal.
Skólinn hefur í vetur fengið tvær vélar til viðbótar. Er önnur úr Sævari
VE, — Caterpillar 120 hö, og hin er Lister ljósavél, loftkæld, úr Ver VE. Er gefendum hér með færðar þakkir.
Í smíðum hafa nemendur fengist við smíði á hamarshaus og járnkubb, sem er boraður og snittaður og kílspor sett í hann o. fl. Einnig fást þeir við rafsuðu, logskurð og aðra smíði í sambandi við uppsetningu véla í vélasal. Keypt var ný borvél og ný vélsög í vetur.
Sérpantað var efni til smíðakennslunnar frá Þýskalandi, og var það ódýrara en það efni, sem fengist hefur hér á landi.
Í verklegri rafmagnsfræði hefur ekki verið nein kennsla að ráði, vegna tækjaskorts, og líka vegna þess að ekki er enn búið að útbúa kennslustofu til þeirra nota. Er það mjog bagalegt vegna þess hve mikið er af rafmagnstækjum í umsjón vélstjóra. Verkleg og bókleg kennsla hefur verið í eldvörnum og björgunaræfingar gerðar bæði á sjó og landi. Má segja að þar stöndum við betur á vegi, heldur en t. d. þeir í Reykjavík.
Farið hefur verið með nemendur í nokkur skip og þeim kynnt vélarúm þeirra. Þar á meðal var farið um borð í stærsta skip, sem siglir nú undir íslenskum fána, Hvalvik, en þar er aðalvél af sömu gerð og ein kennsluvél skólans, þ. e. a. s. M.A.K.
Í vélfræði I og II, rafmagnsfræði, kælitækni, stýritækni, smíðum, verklegri vélfræði og tæknidönsku hefur undirritaður annast kennslu; í teikningu Lýður Brynjólfsson; í eldvörnum Kristinn Sigurðsson; í stærðfræði og eðlisfræði Gísli Óskarsson; í ensku Kristín Pétursdóttir og í íslensku Ragnar Óskarsson. Kennarar á námskeiði í skyndihjálp eru Hólmfriður Ólafsdóttir og Unnur Gígja Baldvinsdóttir í fyrra gat ég þess að elsta ljósavél bæjarins væri hingað komin, og geri það enn. En ekkert hefur verið gert til að varðveita hana. Þarf endilega að fara að koma henni á sinn stað og gera hana gangfæra.
Kristján Jóhannesson, kennari við Vélskólann.
Stýrimannaskólinn.
Stýrimannaskólinn var settur 1. okt. s. 1., og hóf hann þar annað árið í röð sameiginlega göngu sina með iðnskóla og vélskóla, sem tekist hefur vel.
Í 1. stig settust 11 nemendur, en í 2. stig 5 nemendur, þeir hinir sömu og luku 1. stigi 1976.
Kennaralið skólans frá fyrra ári hefur breyst þannig, að í stað Kristjáns Indriðasonar kom Jóhannes Johnsen og síðar Gísli Óskarsson og í stað Bergs Þórðarsonar komu þau Kristín Pétursdóttir enskukennari, Snorri Óskarsson og Ragnar Óskarsson í íslensku og dönsku. Á þessum vetri hafa bæði 1. og 2. stig farið í námsferðir til Stýrimannaskólans í Reykjavík.
1. stig í febrúarlok og tóku nemendur þar þátt í námskeiði í radarsiglingu.
2. stig fór í aprílbyrjun í námskeið í radarútsetningu (plotti).
Nemendur fengu samskonar þjálfun og nemendur Stýrimannaskólans í Reykjavík fá með notkun sérstaks tækis, radarsamlíki (radarsimilator).
Guðjón Ármann Eyjólfsson fyrrverandi skólastjóri okkar hér stjórnaði báðum þessum námskeiðum fyrir okkur með miklum ágætum. Hrósaði hann áhuga og kunnáttu nemenda.
Auk þessara ferða hafa nemendur farið í kynnisferðir til Óskars vitavarðar í Stórhöfða, Náttúrugripasafnið, Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins og Ferskfiskeftirlitsins.
15. febrúar s. l. bauð Landhelgisgæslan nemendum í siglingu með v.s, Tý. Sigldum við með þeim heilan dag. Síðar fórum við með Lóðsinum í heils dags siglingu. Báðar þessar ferðir voru mjög gagnlegar fyrir okkur.
Nemendum í stýrimannaskóla er ekki hægt að gefa í landi samskonar verklega þjálfun og nemendum annarra skóla. Um borð í báðum þessum skipum fengu nemendur eins góða verklega þjálfun og kostur var. Okkur var það heiður að fá að sigla með þeim Guðmundi skipherra Kjærnested og Einari Sveini Jóhannessyni skipstjóra á Lóðsinum.
Á þessum vetri hafa nemendur talsvert komist í að afla sér tekna með náminu, fyrst og fremst hefur þeim orðið til góðs að fá alla útskipun á loðnumjöli frá Fiskimjölsverksmiðjunni h.f.
Þegar próf byrjuðu, höfðu þeir ásamt 6 nemendum úr Vélskólanum unnið sér inn í laun samtals kr. 3.691.000,00. Þá voru geymslur Fiskimjölsverksmiðjunnar fullar af mjöli. Ef skipaferðir hefðu verið tíðari hefðu þeir þénað meira.
Nemendur unnu einnig um helgar hjá Netagerðinni Ingólfi, þegar mest var að gera í viðgerðum á loðnunótum.
Þegar þetta er skrifað eru próf nýhafin hjá 2. stigi, en prófum 1. stigs lauk 9. apríl. Allir nemendur stóðust próf. 7 hlutu 1. eink., sem eru einkunnir 7,5—9,0 og 4 hlutu 2. einkunn, sem eru einkunnir 6,0—7,5.
Hæstu einkunn hlaut Þórbergur Torfason, 135 stig, meðaleink. 8,44. Annar varð Yngvi Sigurgeirsson með 134,5 stig, meðaleinkunn 8,41. Þriðji varð Jónas Jóhannsson með 131 stig, meðaleinkunn 8,19.
Allir nemendur 1. stigs eru ákveðnir í að koma hingað í 2. stig næsta skólaár.
Í apríl 1972 gengu í gildi ný lög um stýrimannaskóla. Samkvæmt þessum lögum er námsefni í skólunum nú ákveðið með reglugerð, sem ráðherra setur, en var áður ákveðið í sjálfum lögunum, sem leiddi til þess að allar breytingar, sem gerðar voru á námsefni varð Alþingi að samþykkja.
Þessi nýju lög ákveða m. a. 4 mánaða undirbúningsdeild fyrir 1. stig, fyrir þá sem ekki hafa gagnfræðapróf eða hliðstæða menntun.
Í þessari deild eru aðeins kenndar 5 námsgreinar, þ. e. enska, danska, íslenska, stærðfræði og eðlisfræði. Nemendum er einnig heimilt að hausti að ganga undir inntökuprðf í 1. stig eftir hálfan mánuð á námskeiði, sem kemur í stað þessarar deildar.
Til inngöngu er krafist 24 mánaða siglingatíma eftir 15 ára aldur, augnvottorðs, heilbrigðisvottorðs, sakavottorðs og sundskírteinis.
Deildaskipting skólanna fyrir utan undirbúningsdeild er þessi: 1. stig farmanna- og fiskimannadeildar, en þessar deildir eru nú sameinaðar frá 1972, námstími 6 mán., réttindi 120 rt.
2. stig farmanna- og fiskimannadeildar: námstími 7½ mán. Ótakmörkuð réttindi á fiskiskipi og undirstýrimannsréttindi á verslunar- og varðskipi.
Samkv. lögum er ekki meira nám leyfilegt við Stýrimannaskóla Vestmannnaeyja.
Við Stýrimannaskólann í Reykjavík eru svo 3 stig farmanna, námstími 7½ mán. Ótakmörkuð réttindi á skip af hvaða gerð og stæðr sem er, nema skipherraréttindi á varðskip íslenska ríkisins. 4. Stig, varðskipadeild, námstími 4 mán. Réttindi til þess að vera skipherra á varðskipum íslenska ríkisins. Margir kunna að halda, að stýrimannamenntun sé aðeins miðuð við störf á sjó og veiti því litla sem enga möguleika til atvinnu í landi, en svo er þó ekki. Margir af bestu útgerðarmönnum okkar íslendinga hafa einum, enda eru þar kennd fög eins og bókfærsla, enska, danska, íslenska og stærðfræði, sem er mjög yfirgripsmikil í stýrimannaskóla, en öll eru þessi fög nauðsynlegur lærdómur þegar um rekstur fyrirtækja er að ræða. Einnig eru kennd fög eins og vélfræði, eðlisfræði, rafmagnsfræði, veðurfræði, tækjakennsla, radarútsetningar (radarplott), skipagerð, sem snýst aðallega um hleðslu skipa og byggingu þeirra, en það er mjög nauðsynlegt að geta vitað fyrirfram um breytingar á halla og djúpristu skips, hvort sem ræða. Svo er það auðvitað siglingafræðin, mikilvægasta fagið í stýrimannaskóla að sjálfsögðu.
Innan ramma siglingafræðinnar er kennd stjörnufræði, en hún er notuð til staðarákvörðunar á sjó með notkun himinhnatta.
Í heilsufræði er kennd notkun lyfja gegn öllum hugsanlegum slysum og sjúkdómum, umbúnaður beinbrota og sára, hjálp í viðlögum o. fl.
Kennsla er í eldvörnum og verklegri sjóvinnu.
Námsefni það, sem hér hefur verið talið, er kennt hér í 1. og 2. stigi.
Með lögunum frá í apríl 1972, þegar meginbreyting var gerð á lögunum um stýrimannaskóla, breytti það stöðu þeirra og gildi í þjóðfélaginu. Ég vil benda á aukna möguleika, sem stýrimannamenntun veitir, en vil um leið taka fram að þótt stýrimannamenntun hljóti alltaf að miðast við menn að störfum við skipstjórn, þá er stýrimannaskólunum enginn hagur í að miða eingöngu við hana. Þess vegna hefur verið gerður lauslegur samanburður á stýrimannaskólum og iðnskólum. Niðurstaða var þessi:
1. stig í stýrimannaskóla gildir einnig sem 1. bekkur í iðnskóla, 2. stig í stýrimannaskóla gildir sem 2. bekkur í iðnskóla o. s. frv. Að sjálfsögðu fyrirfinnast fög í iðnskólum, sem ekki eru kennd í stýrimannaskólum (og öfugt), verður þá nemandinn að taka þau fög utan skóla. Þessi fög munu vera efnafræði og ýmiskonar fagteikningar.
Í þeim greinum, sem stýrimannaskólar og iðnskólar kenna báðir, er yfirgripsmeiri kennsla í stýrimannaskólum. Á þetta við einkum um stærðfræði og tungumálin. Hér í Eyjum sjáum við þetta vel, þar sem þessi fög eru kennd sameiginlega með skólunum þremur. Stýrimannaskólinn verður að fá aukatíma í hverju fagi i viku hverri fram yfir hina.
Ég lýk þessum skrifum mínum með ósk um að mál þróist þannig að til hvatningar verði ungum mönnum til að hefja nám í stýrimannaskóla og taka þannig þátt í þeim störfum, sem líf og velmegun íslensku þjóðarinnar grundvallast á.