„Ágústa Þorkelsdóttir (Nýjahúsi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Jónas Kristjánsson og Ágústa Þorkelsdóttir. '''Ágústa Þorkelsdóttir''' í Nýjahúsi, síðar...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Jónas Kristjánsson og Ágústa Þorkelsdóttir.jpg|thumb|200px|''Jónas Kristjánsson og Ágústa Þorkelsdóttir.]] | [[Mynd:Jónas Kristjánsson og Ágústa Þorkelsdóttir.jpg|thumb|200px|''Jónas Kristjánsson og Ágústa Þorkelsdóttir.]] | ||
'''Ágústa Þorkelsdóttir''' í [[Nýjahús]]i, síðar húsfreyja í Vetleifsholti og Miðgarði í Holtum fæddist 19. ágúst 1896 á Brekkum í Hvolhreppi og lést 30. júní 1974.<br> | '''Ágústa Þorkelsdóttir''' í [[Nýjahús]]i, síðar húsfreyja í Vetleifsholti og Miðgarði í Holtum fæddist 19. ágúst 1896 á Brekkum í Hvolhreppi og lést 30. júní 1974.<br> | ||
Foreldrar hennar voru [[Þórunn Magnúsdóttir ( | Foreldrar hennar voru [[Þórunn Magnúsdóttir (Nýjahúsi)|Þórunn Magnúsdóttir]], síðar húsfreyja í Nýjahúsi, f. 23. maí 1872, d. 13. mars 1948, og barnsfaðir hennar Þorkell Guðmundsson, síðar trésmiður í Bolungarvík, f. 11. september 1870, d. 10. september 1910. | ||
Hálfsystir Ágústu, samfeðra, var <br> | Hálfsystir Ágústu, samfeðra, var <br> |
Útgáfa síðunnar 6. apríl 2017 kl. 14:30
Ágústa Þorkelsdóttir í Nýjahúsi, síðar húsfreyja í Vetleifsholti og Miðgarði í Holtum fæddist 19. ágúst 1896 á Brekkum í Hvolhreppi og lést 30. júní 1974.
Foreldrar hennar voru Þórunn Magnúsdóttir, síðar húsfreyja í Nýjahúsi, f. 23. maí 1872, d. 13. mars 1948, og barnsfaðir hennar Þorkell Guðmundsson, síðar trésmiður í Bolungarvík, f. 11. september 1870, d. 10. september 1910.
Hálfsystir Ágústu, samfeðra, var
1. Soffía Þorkelsdóttir húsfreyja á Hrafnagili, f. 14. maí 1891, d. 20. janúar 1960.
Ágústa var fósturbarn á Stóra-Moshvoli í Hvolhreppi 1901, var hjá Guðrúnu Guðmundsdóttur frænku sinni á Eystri-Torfastöðum í Fljótshlíð 1910, kom til móður sinnar í Eyjum 1914, var þar saumastúlka 1920.
Ágústa giftist Jónasi 1923. Þau voru í fyrstu vinnuhjú í Vetleifsholti, en bændur þar frá 1926 þar til hann lést 1941. Hún bjó áfram í Vetleifsholti til 1945, en bjó í Miðgarði í Djúpárhreppi 1946, síðan á Hellu og var síðast vistmaður á Kópavogshæli. Hún lést í Reykjavík 1974.
Maður Ágústu, (29. desember 1923), var Jónas Kristjánsson bóndi, f. 19. maí 1894 í Stekkholti í Biskupstungum, d. 4. desember 1941. Foreldrar hans voru Kristján Kristjánsson bóndi í Stekkholti, f. 2. september 1862, d. 14. desember 1930, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 20. september 1865, d. 11. ágúst 1946.
Börn Ágústu og Jónasar:
1. Sigríður Jónasdóttir klæðskeri í Vogum á Vatnsleysuströnd, f. 17. febrúar 1925, d. 15. ágúst 2016.
2. Þorkell Hólm Jónasson, f. 20. ágúst 1926, d. 5. maí 1927.
3. Margrét Jóna Jónasdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 15. nóvember 1927.
4. Gerður Þorkatla Jónasdóttir húsfreyja, saumakona á Hellu á Rangárvöllum, f. 2. apríl 1929.
5. Gunnar Kristján Jónasson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 6. október 1930, d. 23. september 1953.
6. Þórunn Guðmunda Jónasdóttir húsfreyja á Hellu, f. 27. september 1931, d. 24. desember 2012.
7. Áslaug Jónasdóttir húsfreyja á Hellu, f. 31. október 1932, d. 15. febrúar 2015.
8. Lárus Jónasson verkamaður á Hellu, f. 5. desember 1933, d. 29. júlí 2012.
9. Jóhanna Rakel Jónasdóttir húsfreyja, saumakona, f. 6. ágúst 1935.
10. Ingólfur Gylfi Jónasson bóndi í Hellatúni, útibússtjóri á Vegamótum í Holtum, skrifstofumaður og bankamaður á Hellu, f. 30. nóvember 1937, d. 2. mars 2000.
11. Auður Ásta Sigríður Jónasdóttir húsfreyja, svæðanuddari í Reykjavík, f. 21. mars 1939.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
- Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.