„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2003/ Jómsborgarfeðgar, formenn í fjóra ættliði“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 92: Lína 92:
Haraldur Guðnason segist muna Jón skömmu eftir að hann kom til Eyja, 1930, sem „virðulegan karl“ og minnist þess að hafa verið við uppboð á bókum í verslun hans (e.t.v. við uppgjör á dánarbúi Jóns) undir stjórn Sveins Schevings. Scheving lyfti upp nokkrum árgöngum af Óðni: „Gerir nokkur boð í þetta?" „5 kr.“ sagði Haraldur af rælni. „Fyrsta, annað og þriðja, bomm! Gerðu svo vel, ungi maður!“<br>
Haraldur Guðnason segist muna Jón skömmu eftir að hann kom til Eyja, 1930, sem „virðulegan karl“ og minnist þess að hafa verið við uppboð á bókum í verslun hans (e.t.v. við uppgjör á dánarbúi Jóns) undir stjórn Sveins Schevings. Scheving lyfti upp nokkrum árgöngum af Óðni: „Gerir nokkur boð í þetta?" „5 kr.“ sagði Haraldur af rælni. „Fyrsta, annað og þriðja, bomm! Gerðu svo vel, ungi maður!“<br>
Í Jómsborg búa þau hjón fram á dánardægur, en Jón lést 5. des. 1932 og Karólína tæpum tveimur árum síðar. Óskar og Sigriður eru í Jómsborg fram yfir 1940 er þau flytjast á Hilmisgötu þar sem þau bjuggu lengi. Jónína og börn hennar eru líka í Jómsborg allnokkur ár. Binni í Gröf og fjölskylda hans búa líka í Jómsborg, a.m.k. 1934-1940. Um tíma bjó í kjallara Hjörtþór Hjörtþórsson — og það var þar sem prakkarastrákar tjörguðu gluggann hjá honum svo að hann hélt að væri nótt alveg þangað til hann varð að fara út með koppinn! Sæmundur keypti svo húsið, en selur það Ólafi Granz um 1940. Grensarar eru skráðir í Jómsborg 1941, og sú fjölskylda bjó þar fram að eldgosi, síðast Ólafur yngri, snikkari eins og faðir hans, og hafði verkstæði sitt á hæðinni í suðurálmu Jómsborgar þar sem áður var verslun Jóns Sighvatssonar.<br>
Í Jómsborg búa þau hjón fram á dánardægur, en Jón lést 5. des. 1932 og Karólína tæpum tveimur árum síðar. Óskar og Sigriður eru í Jómsborg fram yfir 1940 er þau flytjast á Hilmisgötu þar sem þau bjuggu lengi. Jónína og börn hennar eru líka í Jómsborg allnokkur ár. Binni í Gröf og fjölskylda hans búa líka í Jómsborg, a.m.k. 1934-1940. Um tíma bjó í kjallara Hjörtþór Hjörtþórsson — og það var þar sem prakkarastrákar tjörguðu gluggann hjá honum svo að hann hélt að væri nótt alveg þangað til hann varð að fara út með koppinn! Sæmundur keypti svo húsið, en selur það Ólafi Granz um 1940. Grensarar eru skráðir í Jómsborg 1941, og sú fjölskylda bjó þar fram að eldgosi, síðast Ólafur yngri, snikkari eins og faðir hans, og hafði verkstæði sitt á hæðinni í suðurálmu Jómsborgar þar sem áður var verslun Jóns Sighvatssonar.<br>
Björney, dóttir Jónínu, segir mér að sér sé minnisstæður útfarardagur afa síns, Jóns, í desember 1932. Bein fundust í Höfðanum, óþekkt, og var ráðið að leggja þau í gröf með Jóni Sighvatssyni. Brjálað veður var þennan dag og töldu menn að þannig
Björney, dóttir Jónínu, segir mér að sér sé minnisstæður útfarardagur afa síns, Jóns, í desember 1932. Bein fundust í Höfðanum, óþekkt, og var ráðið að leggja þau í gröf með Jóni Sighvatssyni. Brjálað veður var þennan dag og töldu menn að þannig vildu æðstu völd sýna vanþóknun sína á þessari ráðstöfun!<br>
'''Sighvatur: Sandaformaður og litríkur alþingismaður.'''<br>
En hvaðan var þessi Jón Sighvatsson, og hverra manna var hann? Jú, faðir hans var héraðshöfðingi Rangæinga á síðari hluta 19. aldar, alþingismaður sýslunnar í rúma þrjá áratugi og einn helsti og traustasti stuðningsmaður Jóns Sigurðssonar forseta í sjálfstæðisbaráttunni, síðar staðfastur heimastjórnarmaður.<br>
Sighvatur var fæddur í Ysta-Skála undir Eyjafjöllum 29. nóv. 1823. Árni Sveinsson, faðir hans, var bókamaður mikill. Í ágætri bók Þórðar Tómassonar í Skógum, „Austan blakar laufið“ (1969) segir að Sighvatur hafi verið bráðger, orðið reikningsmaður góður, ágætur skrifari og hagur til handa; hann varð annálaður smiður. Hann fer 18 ára til smíða þessa stuttu leið úr Ysta-Skala vestur í Eyvindarholt þar sem þá bjó ekkja, Steinunn Ísleifsdóttir. Hún var 18 árum eldri en hann, 36 ára. Það kviknar ást og þau giftast tveimur árum síðar, enda Steinunn þá ófrísk að fyrsta barni þeirra, Jórunni. Þau Síghvatur og Steinunn eignuðust fjögur börn en Steinunn átti við nokkra vanheilsu að stríða efri ár sín. Hún dó 1883, þá orðin 78 ára gömul. Svo kraftmikill maður sem Sighvatur var gat illa búið við kvenmannsleysi og hann kom sér því upp hjákonu, Önnu Þorvarðsdóttur, átti barn með henni og gerði vel við hana, byggði yfir hana hús í Miðmörk og giftist henni síðar, þegar hann var orðinn ekkjumaður, eins og sönnum heiðursmanni sæmir. En þegar strjálaðist um hjúskaparfar Sighvats og Steinunnar gerði hann 1856, þá rösklega þrítugur, vinnukonu þar á bænum barn, Guðnýju Brynjólfsdóttur, og er þeirra sonur Jón Sighvatsson, áður nefndur. Enn sýndi Sighvatur heiðurslund sína og ól Jón upp hjá sér og gerði við hann eins og sín börn — sem þó var ekki svo almennt á þeirri tíð. Jón virtist handgenginn föður sínum og saman stunduðu þeir róðra frá Eyjafjallasandi á síðari hluta 19. aldar.<br>
Síðari kona Sighvats, Anna Þorvarðsdóttir, var sögð „vel gefin kona, hreinskilin og einörð við hvern sem var að skipta“. Fyrsta barn þeirra Sighvats fæddist of brátt, þegar árið 1874, en þá átti Steinunn, fyrri kona hans, enn ólifuð níu ár ævi sinnar. En eftir lát Steinunnar komu fjögur börn, hið yngsta fætt 1893, en þá stóð Sighvatur á sjötugu. Sighvatur var sem sagt afreksmaður á mörgum sviðum og stendur á metlista í Handbók Alþingis fyrir að vera sá maður sem elstur hverfur af þingi. Hinn 25. ágúst 1902 sat hann sinn síðasta þingfund tæplega 79 ára gamall, hafði verið kosinn þingmaður Rangæinga fyrr um sumarið til þess að koma fram stjórnarskrárbreytingu eftir sigur heimastjórnarmanna í sjálfsstjórnarbaráttunni. Það hlýtur að hafa glatt gamla manninn. Hann var þó enn í hópi hinna róttækustu, t.d. tortrygginn á ríkisráðsákvæðið sem átti eftir að valda stórdeilum síðar.<br>
Sighvatur var fyrst kosinn á þing 1864, liðlega fertugur, sat fyrst í fimm ár, til ársins 1869, var kosinn á ný 1874 og sat samfleytt til 1899; loks sat hann sumarþingið 1902 sem áður sagði. Hann var merkur þingmaður, t.d. flutti hann fyrsta frumvarpið um almenna barnafræðslu. Mest barðist hann þó í framfaramálum Sunnlendinga, svo sem fyrir brúargerð á Þjórsá og Ölfusá.<br>
Á fyrri hluta ævi sinnar stundaði Sighvatur sjóróðra. Hann var lengi formaður við sandinn og „var talinn með bestu og lánsömustu formönnum er þá ýttu þar skipi á sjó“.<br>
1.368

breytingar

Leiðsagnarval