„Gísli Þórðarson (Jaðri)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4: Lína 4:
Systkini Gísla í Eyjum  voru<br>
Systkini Gísla í Eyjum  voru<br>
1.  [[Þorkell Þórðarson (Sandprýði)|Þorkell Þórðarson]] í [[Sandprýði]], f. 7. desember 1872, d. 14.júlí 1945.<br>
1.  [[Þorkell Þórðarson (Sandprýði)|Þorkell Þórðarson]] í [[Sandprýði]], f. 7. desember 1872, d. 14.júlí 1945.<br>
2. [[Magnús Þórðarson (Skansinum)|Magnús Þórðarson Thorlacius]] á [[Skansinn|Skansinum]], f. 24. desember 1876, d. 1. apríl 1955.<br>
2. [[Magnús Þórðarson (Skansinum)|Magnús Þórðarson]] á [[Skansinn|Skansinum]], f. 24. desember 1876, d. 1. apríl 1955.<br>
3. [[Guðrún Þórðardóttir (Péturshúsi)|Guðrún Þórðardóttir]] verkakona, f. 31. ágúst 1882, d. 1. mars 1878.
3. [[Guðrún Þórðardóttir (Péturshúsi)|Guðrún Þórðardóttir]] verkakona, f. 31. ágúst 1882, d. 1. mars 1878.



Útgáfa síðunnar 28. janúar 2017 kl. 14:19

Gísli Þórðarson verkamaður fæddist 5. desember 1877 að Ormskoti í Fljótshlíð og lést 7. nóvember 1943.
Foreldrar hans voru Þórður Ívarsson bóndi, f. 10. september 1832, d. 19. júní 1890, og kona hana Sigríður Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 4. maí 1839, d. 28. febrúar 1908.

Systkini Gísla í Eyjum voru
1. Þorkell Þórðarson í Sandprýði, f. 7. desember 1872, d. 14.júlí 1945.
2. Magnús Þórðarson á Skansinum, f. 24. desember 1876, d. 1. apríl 1955.
3. Guðrún Þórðardóttir verkakona, f. 31. ágúst 1882, d. 1. mars 1878.

Gísli var með fjölskyldu sinni í Ormskoti í Fljótshlíð í frumbernsku, var niðursetningur í Bjargarkoti þar 1890, vinnumaður í Miðkoti þar 1901.
Þau Guðleif giftu sig 1906, voru vinnufólk í Stóru-Mörk, eignuðust Harald 1906, Sigríði Stefaníu 1908 og Þuríði Guðlaugu 1909. Sigríður Stefanía ólst upp hjá ömmusystur sinni Sigríði Erlendsdóttur í Hamragörðum, en hin börnin voru tökubörn í Stóru-Mörk.
Þau voru í vinnumennsku í Stóru-Mörk u. V-Eyjafjöllum 1910. Börn þeirra Haraldur og Þuríður Guðlaug voru þar tökubörn, en Sigríður Stefanía var tökubarn í Hamragörðum hjá Sigríði ömmusystur sinni. Þar var hún einnig 1920, en síðar húsfreyja í Kópavogi.
Þau Guðleif fluttust frá Stóru-Mörk að Sandprýði 1911 með börnin Harald og Þuríði Guðlaugu. Í Sandprýði voru þau 1912, en 1913-1915 í Görðum. Þau bjuggu á Jaðri 1916-1917; eignuðust 4 börn í Eyjum, misstu síðasta barnið nýfætt, en Guðleif dó úr mislingum nokkrum dögum síðar.
Börnunum Haraldi og Soffíu var komið í fóstur í Múlakoti í Fljótshlíð og Þuríði Guðlaugu að Grjótá þar, Fanneyju að Miðkoti þar. Gísli var með Kristján Bello með sér á Litlu-Grund 1917, í austurbænum í Múlakoti 1920.
Hann lést 1943, jarðs. í Eyjum.

Kona Gísla, (1906), var Guðleif Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 13. október 1886, d. 22. janúar 1917.
Börn þeirra voru:
1. Haraldur Gíslason sjómaður, verkamaður, f. 24. apríl 1907, d. 24. nóvember 1989. Hann var tökubarn í Múlakoti 1920.
2. Sigríður Stefanía Gísladóttir húsfreyja í Reykjavík og Kópavogi, f. 11. apríl 1908, d. 10. mars 1995. Hún ólst upp hjá ömmusystur sinni í Hamragörðum.
3. Þuríður Guðlaug Gísladóttir, f. 19. september 1909, d. 6. ágúst 1971. Hún var tökubarn á Grjótá í Fljótshlíð 1920.
4. Kristján Belló Gíslason leigubifreiðastjóri í Reykjavík, f. 1. febrúar 1912, d. 31. maí 2005. Hann var með föður sínum á Litlu-Grund 1917, í Múlakoti 1920.
5. Fanney Gísladóttir verkakona, f. 16. desember 1914, d. 10. júní 2005. Hún var tökubarn í Miðkoti í Fljótshlíð 1920.
6. Soffía Gísladóttir húsfreyja í Fljótshlíð og í Hvolhreppi, f. 31. desember 1915, d. 14. september 2003. Hún var tökubarn í Múlakoti 1920.
7. Ásta Gísladóttir, f. 17. janúar, d. sama dag.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.