„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2001/ Íslendingur“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <center>'''GUNNAR MAREL EGGERTSSON'''</center><br> <big><big><big><center>'''Íslendingur'''</center></big></big></big><br> Vorið 1994 ákvað undirritaður að byggja víkingaskip....)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
<center>'''GUNNAR MAREL EGGERTSSON'''</center><br>
<center>'''GUNNAR MAREL EGGERTSSON'''</center><br>
<big><big><big><center>'''Íslendingur'''</center></big></big></big><br>
<big><big><big><center>'''Íslendingur'''</center></big></big></big><br>
Vorið 1994 ákvað undirritaður að byggja víkingaskip. Eftir förina á víkingaskipinu Gaia '91 sveið sú staðreynd að ekki væri til vfkingaskip á Íslandi, hjá þeirri þjóð sem helst hefur ástæðu til að þakka þessum farkostum tilveru sína. Til Íslands fluttust frá árinu 874 og fram á miðja tíundu öldina 60 til 70 þúsund manns og var þá hver landskiki uppsetinn. Það segir okkur að hingað fluttust mörg þúsund manns á hverju ári, allir á víkingaskipum. Þó að hlægilegt sé er eins og árétta þurfi og minna á að ekki einn einasti kom með flugi, allir komu með víkingaskipum, konur, börn og karlar, það er raunveruleiki. Þetta gerðist fyrir rúmum þúsund árum.<br> Við Íslendingar höfum átt það til að líta þetta merkilega tímabil í sögu okkar kómískum augum og jafnvel vanvirða. Kannski er það ástæðan fyrir því að ekki hefur verið til víkingaskip sem mögulegt er að sýna ferðamönnum sem hingað koma, til uppfræðslu á því á hvernig farkostum við, siglingaþjóðin Íslendingar, komum hingað í upphafi.<br>Frá því smíði Íslendings hófst var ákveðið að sigla honum til Ameríku á þúsund ára afmæli siglinga þeirra Bjarna Herjólfssonar og Leifs Eiríkssonar til Vínlands, annað kom aldrei til greina. 1998 kom Einar Benediktsson, sendiherra, á vegum landafundanefndar að máli við undirritaðan og spurði hvort menn væru tilleiðanlegir að sigla skipinu til Ameríku árið 2000. Honum var tjáð að það hefði alltaf verið tilgangurinn með smíðinni. Létti Einari greinilega við þessa yfirlýsingu og hvatti til að sótt yrði um fjárveitingu frá Landafundanefnd til siglingarinnar sem var og gert.<br> Undirbúningur siglingarinnar hafði staðið yfir meira og minna frá upphafi smíðanna að segja má og hófst lokaspretturinn eftir áramótin '99-'00 þegar áhöfnin hafði verið valin.<br>
Vorið 1994 ákvað undirritaður að byggja víkingaskip. Eftir förina á víkingaskipinu Gaia '91 sveið sú staðreynd að ekki væri til vfkingaskip á Íslandi, hjá þeirri þjóð sem helst hefur ástæðu til að þakka þessum farkostum tilveru sína. Til Íslands fluttust frá árinu 874 og fram á miðja tíundu öldina 60 til 70 þúsund manns og var þá hver landskiki uppsetinn. Það segir okkur að hingað fluttust mörg þúsund manns á hverju ári, allir á víkingaskipum. Þó að hlægilegt sé er eins og árétta þurfi og minna á að ekki einn einasti kom með flugi, allir komu með víkingaskipum, konur, börn og karlar, það er raunveruleiki. Þetta gerðist fyrir rúmum þúsund árum.<br> Við Íslendingar höfum átt það til að líta þetta merkilega tímabil í sögu okkar kómískum augum og jafnvel vanvirða. Kannski er það ástæðan fyrir því að ekki hefur verið til víkingaskip sem mögulegt er að sýna ferðamönnum sem hingað koma, til uppfræðslu á því á hvernig farkostum við, siglingaþjóðin Íslendingar, komum hingað í upphafi.<br>Frá því smíði Íslendings hófst var ákveðið að sigla honum til Ameríku á þúsund ára afmæli siglinga þeirra Bjarna Herjólfssonar og Leifs Eiríkssonar til Vínlands, annað kom aldrei til greina. 1998 kom Einar Benediktsson, sendiherra, á vegum landafundanefndar að máli við undirritaðan og spurði hvort menn væru tilleiðanlegir að sigla skipinu til Ameríku árið 2000. Honum var tjáð að það hefði alltaf verið tilgangurinn með smíðinni. Létti Einari greinilega við þessa yfirlýsingu og hvatti til að sótt yrði um fjárveitingu frá Landafundanefnd til siglingarinnar sem var og gert.<br> Undirbúningur siglingarinnar hafði staðið yfir meira og minna frá upphafi smíðanna að segja má og hófst lokaspretturinn eftir áramótin '99-'00 þegar áhöfnin hafði verið valin.<br>
Úr vanda var að ráða þegar kom að því að velja áhöfnina. Ekki það að ekki væri nóg til af hæfum mönnum, íslenskir sjómenn eru jú bestu sjómenn í heimi, heldur hitt að margir hinir ágætustu menn höfðu haft samband og beðið um pláss. Líklega hefði ekki verið vandamál að manna fleiri skip ef á hefði þurft að halda. Niðurstaðan varð sú að hafa menn, sem þekktust, um borð og höfðu verið saman á sjó áður. Það eru nefnilega ótrúlegustu smáatriði sem geta vaxið og orðið að ófreskjum þetar dvölin um borð fer að skipta mánuðum, jafnvel þó menn telji sig fullþroskaða og getir mætt hverju sem er. Þess vegna er mikilvægt í för sem þessari að sem flestir viti hvað það er að búa þröngt um borð í skipi undir miklu vinnuálagi.<br>
Úr vanda var að ráða þegar kom að því að velja áhöfnina. Ekki það að ekki væri nóg til af hæfum mönnum, íslenskir sjómenn eru jú bestu sjómenn í heimi, heldur hitt að margir hinir ágætustu menn höfðu haft samband og beðið um pláss. Líklega hefði ekki verið vandamál að manna fleiri skip ef á hefði þurft að halda. Niðurstaðan varð sú að hafa menn, sem þekktust, um borð og höfðu verið saman á sjó áður. Það eru nefnilega ótrúlegustu smáatriði sem geta vaxið og orðið að ófreskjum þetar dvölin um borð fer að skipta mánuðum, jafnvel þó menn telji sig fullþroskaða og getir mætt hverju sem er. Þess vegna er mikilvægt í för sem þessari að sem flestir viti hvað það er að búa þröngt um borð í skipi undir miklu vinnuálagi.<br>
   
   

Útgáfa síðunnar 23. janúar 2017 kl. 16:14

GUNNAR MAREL EGGERTSSON


Íslendingur


Vorið 1994 ákvað undirritaður að byggja víkingaskip. Eftir förina á víkingaskipinu Gaia '91 sveið sú staðreynd að ekki væri til vfkingaskip á Íslandi, hjá þeirri þjóð sem helst hefur ástæðu til að þakka þessum farkostum tilveru sína. Til Íslands fluttust frá árinu 874 og fram á miðja tíundu öldina 60 til 70 þúsund manns og var þá hver landskiki uppsetinn. Það segir okkur að hingað fluttust mörg þúsund manns á hverju ári, allir á víkingaskipum. Þó að hlægilegt sé er eins og árétta þurfi og minna á að ekki einn einasti kom með flugi, allir komu með víkingaskipum, konur, börn og karlar, það er raunveruleiki. Þetta gerðist fyrir rúmum þúsund árum.
Við Íslendingar höfum átt það til að líta þetta merkilega tímabil í sögu okkar kómískum augum og jafnvel vanvirða. Kannski er það ástæðan fyrir því að ekki hefur verið til víkingaskip sem mögulegt er að sýna ferðamönnum sem hingað koma, til uppfræðslu á því á hvernig farkostum við, siglingaþjóðin Íslendingar, komum hingað í upphafi.
Frá því smíði Íslendings hófst var ákveðið að sigla honum til Ameríku á þúsund ára afmæli siglinga þeirra Bjarna Herjólfssonar og Leifs Eiríkssonar til Vínlands, annað kom aldrei til greina. 1998 kom Einar Benediktsson, sendiherra, á vegum landafundanefndar að máli við undirritaðan og spurði hvort menn væru tilleiðanlegir að sigla skipinu til Ameríku árið 2000. Honum var tjáð að það hefði alltaf verið tilgangurinn með smíðinni. Létti Einari greinilega við þessa yfirlýsingu og hvatti til að sótt yrði um fjárveitingu frá Landafundanefnd til siglingarinnar sem var og gert.
Undirbúningur siglingarinnar hafði staðið yfir meira og minna frá upphafi smíðanna að segja má og hófst lokaspretturinn eftir áramótin '99-'00 þegar áhöfnin hafði verið valin.
Úr vanda var að ráða þegar kom að því að velja áhöfnina. Ekki það að ekki væri nóg til af hæfum mönnum, íslenskir sjómenn eru jú bestu sjómenn í heimi, heldur hitt að margir hinir ágætustu menn höfðu haft samband og beðið um pláss. Líklega hefði ekki verið vandamál að manna fleiri skip ef á hefði þurft að halda. Niðurstaðan varð sú að hafa menn, sem þekktust, um borð og höfðu verið saman á sjó áður. Það eru nefnilega ótrúlegustu smáatriði sem geta vaxið og orðið að ófreskjum þetar dvölin um borð fer að skipta mánuðum, jafnvel þó menn telji sig fullþroskaða og getir mætt hverju sem er. Þess vegna er mikilvægt í för sem þessari að sem flestir viti hvað það er að búa þröngt um borð í skipi undir miklu vinnuálagi.

Tilgangur ferðarinnar var landkynning, í tilefni af því að um eitt þúsund ár voru liðin síðan Bjarni Herjólfsson og Leifur Eiríksson sigldu til Vínlands, ásamt því að gera tilraun til að rétta af þann leiða misskilning hjá nokkrum af hinum Norðurlanda-þjóðunum að Leifur Eiríksson hafi ekki verið ís-lenskur maður. I janúar 2000 fréttist af sænska vfkingaskipinu Skíðblaðni sem sigla skyldi til Ameriku með við-komu á Hjaltlandi, Færeyjum, íslandi og Græn-landi. Ætlun þeirra var að koma til fyrstu hafnar-innar í Ameriku um leið og íslendingur. Þannig var ásetningur þeirra að ná athygli til jafns við Islend-ing og nýta sér til fulls alla þá forvinnu sem Islendingar höfðu unnið. Reyndar fóru þeir fram á að fá að vera samskipa yfir hafið frá íslandi. Þetta kom eins og reiðarslag yfir Landafundarnefnd og töluverður skjálfti fór um kerfið. Atti að leyfa þeim að spila með og dreifa þar með athyglinni frá Is¬landi eða sniðganga eins og hverjar aðrar boðflenn-ur. Landafundanefnd sendi eins konar njósnara til Svfþjóðar til að grenslast fyrir um hversu alvarlega þyrfti að taka fréttunum. Einnig var haft samband við hinn norska vin siglingar Islendings og sér-fræðing um vfkingaskip, Jón Godal. Vitað var að hann hafði nýlega verið í Svfþjóð að aðstoða þá við segl og annað. Hann upplýsti að undirritaður hefði aldrei gefið út að Islendingur væri eftirlfking af Gaukstaðaskipinu eins og gert var um það sænska. Taldi hann að þeir kæmust ekki langt aðalega vegna þess að skipið væri hreinlega ekki haffært sökum lélegrar smíði. Að þessu samanlögðu við það sem njósnarinn hafði að segja eftir dagsparts kynningu við áhöfnina um borð, þar sem tilvon-andi sjómenn voru reykjandi eitthvað allt annað en venjulegt tóbak og kjölfestan aðallega bjór, var af undirrituðum létt. Landafundanefnd hafði áfram áhyggjur og taldi ástæðu til að vera við öllu búin. Viðurkennt er að gott sé að eiga bjór en okkur í áhöfn Islendings fannst Ifklegt að þegar og ef þeir létu úr höfn ættu þeir ekki mörgum skyrtum eftir að slíta. Tóku nú við áhyggjur af því að þeir yrðu sér að aldurtila, frekar en hinu að þeir kæmust á leiðarenda. 17. júní rann upp með yndislegu veðri svo að halda mátti að forfeðurnir og máttarvöldin hefðu verið sammála um að gera þjóhátíðardaginn eftir-minnilegri en aðra rigningarsama fyrirrennara. Fyrir hádegi þennan merka dag voram við Hörður Guðjóns um borð að gæta að hvort ekki væri allt að verða sjóklárt. Búið var að stilla Islendingi upp við flotbryggjuna þar sem kveðjuathöfnin átti að fara fram og beið hann þar eins og með hátíðlegum blæ eftir athöfninni. Vegna hjátrúar og andstyggðar stýrimannsins á tölunni níu en ekki af sömu ástæðu og Hrafna-Flóki hafði Höddi tekið tvo hrafnsunga úr laupi austur við Hornafjörð og fært þá um borð til að í áhöfn væm ellefu en ekki níu þegar lagt yrði af stað frá Reykjavfk. Húktu þeir þarna frammi í stafni á priki og möluðu eins og kettlingar af vel-líðan vegna þess að nýbúið var að gefa þeim vel útilátið af svínakjöti að éta svo að þeir færu nú ekki að garga í miðri forsætisráðherraræðunni. Ekki þarf nú að kenna Litlabæjarkyninu að meðhöndla fiður-fénaðinn dauðan eða lifandi. Kemur þá þarna flaumósa maður, spariklæddur með hvítflibba, og er ábúðarmikill. Steig hann um borð án þess að biðja leyfis eða gera áður grein fyrir sér og lá mikið á brjósti. Kvaðst hann vera frá Umhverfisráðuneytinu, einhverju verndarráði villtra fugla, og að samkvæmt lögum værum við í algjöru leyfisleysi með hrafnsungana um borð. Líklega hafði hann fregnað af hrafnsungahaldinu ógurlega í blöðum. Ef við skiluðum þeim ekki í hreiðrið eins og hann sagði eða í hendurnar á lög-mætum yfirvöldum varðaði það við lög. Við gætum búist við handtöku og jafnvel kyrrsetningu Islend-ings. S.s. við værum í verulega slæmum málum. Við Höddi litum hvor á annan.Hvað var nú svona flibbadúi eiginlega að slá sér hér á brjóst? var hægt að lesa úr gáttuðum augum Hödda. Það var þá maður, mátti næstum heyra hann hugsa. Skyldi hann vera á mála hjá Greenpeace? Maðurinn hafði nú þegar fengið okkur báða þversum upp á móti sér. Eftir fasi hans, framkomu og diguryrðum að dæma mátti halda að glæpir sögunnar væru hjóm eitt samanborið við hrafnsungahald um borð í víkingaskipi. Ef maður setur sig í spor Hrafna-Flóka hefði hann annaðhvort gert manninn höfðinu styttri á staðnum eða tekið hann til að moka flórinn ef hægt hefði verið að nýta hann til þess.Við Höddi létum okkur nægja að munnhöggvast við manninn um hríð, sögðum honum beinskeytt að hér eftir sem hingað til tækjum við hrafnsunga hvar og hvenær sem okkur sýndist um það fengi hann ekki rönd við reist. Hrafnarnir yrðu með frá Reykjavfk. Með það fór manngarmurinn, hneyktur en greinilegt var á fasi kauða að málinu var fráleitt lokið. Olýsanleg væntumþykjutilfinning til íslensku þjóðarinnar fór um hugann þegar líða tók að brott-för. Fólk tók að streyma á bryggjuna og þegar upp var staðið voru 25-30 þúsund manns dreifðir um hafnarsvæðið m. a. úti á hafnargörðunum til að fylgjast með. A flotbryggjuna þar sem Islendingur lá ferðbúinn, var Karlakór Reykjavfkur kominn til að syngja okkur kveðjusöng. Forsætisráðherrar íslands og Nýfundnalands og Landafundanefnd ásamt sendiherrum og öðru föruneyti voru þarna til að votta virðingu sína við brottför Islendings. Brian Tobin forsætisráðherra Nýfundnalands talaði og Davíð Oddsson forsætisráðherra lauk máli sínu með því að afhenda íslenskan stein sömu gerðar og fannst í sögualdarrústunum fyrir tveim árum á Nýfundnalandi og voru notaðir til að kveikja með eld. Það er að sjálfsögðu táknrænt að fara aftur, þúsund árum seinna, með jaspis yfir hafið á vfkingaskipi. Þessir steinar sanna að Islendingar voru í Ameríku fyrir þúsund árum vegna þess að slíkir finnast ekki annars staðar í heiminum en á Fróni og ekki voru þeir þarna í rúst-unum af öðrum ástæðum en að menn tóku þá með sér héðan í árdaga. Þetta var tregablandin kveðjustund ástvina og kunningja undir silkimjúkum söng Karlakórs Reykjavfkur sem ómaði þegar áhöfnin á íslendingi steig um borð. Menn komu sér fyrir hver á sínum stað og hrafnarnir f einu merkilegasta rúminu um borð nefnilega á lyftingunni frammi í stefni. Við höfðum ákveðið að hífa seglið upp inni við bryggju og sigla út höfnina án þess að setja vél í gang. Þetta tókst mjög vel og við sigum út á ytri höfn hæfilega hratt til að geta veifað á móti miklum húrrahrópum sem fylltu loftið, Alls staðar var fólk eins langt og augað eygði með fram strandlengjunni austur með Skúlagötunni og vestur í Gróttu voru bílar flaut-andi. A eftir okkur kom töluverður fjöldi báta og skipa, m.a. tvö frönsk seglskip sem voru í Reykja-vikurhöfn vegna kappsiglingar hingað til Islands. Guðjón Armann Eyjólfsson frá Bessastöðum, skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavfk var um borð í öðru þeirra veifandi. Menn voru djúpt snortnir af öllum þessum hlýhug, sem næstum var áþreifanlegur, frá fólki. Þarna upplifði undirritaður mikinn létti og leið jafn-vel eins og hann hefði kannski verið að gera rétta

hluti síðustu sex árin. Höfuðborgin hvarf aftur undan og fyrstu hvalirnir gerðu vart við sig vestur við Jökul. Ákveðið var að stoppa í Stykkishólmi þar sem við gætum lagfært og endanlega klárgert íslending áður en farið væri til Búðardals. Að sigla gegnum röstina inn Hvammsfjörð er ævintýri út af fyrir sig en engum ráðlegt í fyrsta skipti nema hafa lóðs. Þetta gerðu þeir í árdaga vélalausir. Hvergi er minnst á í sögunni að það hafi verið vandkvæðum bundið. I Búðardal var farið með okkur eins og kóngafólk. Allur viðgjömingur og gestrisni þeirra Dalamanna var frábær. Þeir áttu í okkur hvert bein meða á dvöl okkar þar stóð. Ekki er hægt að tíunda alla viðburði þar í svo stuttri grein en Vestmannaeyingurinn Sigríður Theodórsdóttir frá Nýjabæ, sem er ferðamálafulltrúi Vesturlands, hélt vel í taumana og skipulagði heimsókn okkar ásamt heimamönnum af einurð og rökvísi. Við vorum kvaddir með miklum hátíðahöldum og svo vildi til að félag eldri borgara í Vestmannaeyjum var þarna á ferðalagi. Afhenti það okkur kaþólskan kross mjög fallegan sem við hengdum upp í kokkhúsinu. áhöfninni til mikillar andlegrar uppbyggingar á leiðinni vestur. Samgönguráðhena. Sturla Böðvarsson, og fleiri héldu ræður og leysti ráðherra síðan landfestar þegar við fómm áleiðis til Ólafsvíkur. Við biðum af okkur brælu í Ólafsvík enda vorum við eiginlega viku of snemma á ferðinni til að leggja í hann til Grænlands. Flestir í áhöfninni fengu til sín betri helminginn til síðustu samvista áður en haldið yrði yfir hafið enda nógur tími. Sumir töldu sig mjög heppna að lenda á færeyskri Olafsvöku þama á meðan við biðum og ekki ónýtt að geta rætt málin „á færeysku". I heimsóknum okkar til Stykkishólms, Búðardals og Ólafsvíkur var ég ásamt, Hödda og Jóel, kvaddur oftar en tíu sinnum til yfirheyrslu hjá Sýslumanninum í Búðardal, Lögreglunni í Stykkishólmi og Ólafsvík vegna hins ófyrirgefanlega glæps að hafa tvo hrafnsunga í haldi um borð í vfkingaskipinu íslendingi. Bæði sýslumaðurinn og lögreglan afsökuðu sig í bak og fyrir,