„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1983/ Skipalyftan hf.“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 6: | Lína 6: | ||
Í fyrstu var ætlað að fyrirtæki og aðilar, er tengdust skipaiðnaði yrðu þátttakendur í stofnun félagsins, en að lokum urðu það hluthafar vélsmiðjanna Magna hf. og Völundar hf., ásamt raftækjaverkstæðinu Geisla hf. sem að stofnun félagsins stóðu.<br> | Í fyrstu var ætlað að fyrirtæki og aðilar, er tengdust skipaiðnaði yrðu þátttakendur í stofnun félagsins, en að lokum urðu það hluthafar vélsmiðjanna Magna hf. og Völundar hf., ásamt raftækjaverkstæðinu Geisla hf. sem að stofnun félagsins stóðu.<br> | ||
Segja má, að þá þegar hafi menn brett upp ermarnar, því 20. nóvember var hafist handa um byggingu húss á Eiðinu. Húsið, sem er um 11.000 m, var keypt frá danska fyrirtækinu Dansk Stálkonstrukion og reistu starfsmenn danska fyrirtækisins húsið.<br> | Segja má, að þá þegar hafi menn brett upp ermarnar, því 20. nóvember var hafist handa um byggingu húss á Eiðinu. Húsið, sem er um 11.000 m, var keypt frá danska fyrirtækinu Dansk Stálkonstrukion og reistu starfsmenn danska fyrirtækisins húsið.<br> | ||
Ástæðan til þess að keypt var hús erlendis frá var hagstætt verð og skammur byggingartími. Flutningar véla og verkfæra í nýja húsið hófust um miðjan apríl 1982 eða réttum fimm mánuðum eftir að [[Njáll Andersen]] stjórnarformaður Skipalyftunnar h.f. tók fyrstu skóflustunguna að húsbyggingunni. Á sama tíma var unnið að uppsetningu lyftupallsins og lokafrágangi lyftunnar. Lauk þessum verkum seinnihluta júnímánaðar og 27. júní rann stóra stundin upp. Þann dag var skipalyftan vígð við hátíðlega athöfn og mannvirkið afhent rekstraraðilum. [[Jón Í. Sigurðsson]] flutti aðalræðu dagsins og kom þar fram að fyrst var þessu máli hreyft árið 1954. Sagði Jón að síðan hefði „verið langur og strangur róður við mismunandi veður og sjólag. Í mörg ár hafa framsýnis og dugandi menn andæft og róið þeirri félagslegu gnoð, sem nú lenti í nausti, tryggð með félagslegum samtakamætti, áhuga og bjartsýni á því að skapa sem besta aðstöðu fyrir hina vinnandi hönd, byggðarlaginu til farsældar og hagsældar, og sjófarendum til aukins öryggis". Afhenti Jón síðan Njáli Andersen stjórnarformanni Skipalyftunnar hf. lyklavöldin að skipalyftunni. Fjöldi fólks fylgdist með er fyrsta skipið, b/v Sindri Ve, var tekinn á land.<br> | Ástæðan til þess að keypt var hús erlendis frá var hagstætt verð og skammur byggingartími. Flutningar véla og verkfæra í nýja húsið hófust um miðjan apríl 1982 eða réttum fimm mánuðum eftir að [[Njáll Andersen]] stjórnarformaður Skipalyftunnar h.f. tók fyrstu skóflustunguna að húsbyggingunni. Á sama tíma var unnið að uppsetningu lyftupallsins og lokafrágangi lyftunnar. Lauk þessum verkum seinnihluta júnímánaðar og 27. júní rann stóra stundin upp. Þann dag var skipalyftan vígð við hátíðlega athöfn og mannvirkið afhent rekstraraðilum. [[Jón Ísak Sigurðsson|Jón Í. Sigurðsson]] flutti aðalræðu dagsins og kom þar fram að fyrst var þessu máli hreyft árið 1954. Sagði Jón að síðan hefði „verið langur og strangur róður við mismunandi veður og sjólag. Í mörg ár hafa framsýnis og dugandi menn andæft og róið þeirri félagslegu gnoð, sem nú lenti í nausti, tryggð með félagslegum samtakamætti, áhuga og bjartsýni á því að skapa sem besta aðstöðu fyrir hina vinnandi hönd, byggðarlaginu til farsældar og hagsældar, og sjófarendum til aukins öryggis". Afhenti Jón síðan Njáli Andersen stjórnarformanni Skipalyftunnar hf. lyklavöldin að skipalyftunni. Fjöldi fólks fylgdist með er fyrsta skipið, b/v Sindri Ve, var tekinn á land.<br> | ||
Hófst nú starfsemin fyrir alvöru og komu japönsku skuttogararnir sjö talsins, hver af öðrum, og var Bjartur frá Neskaupstað fyrstur þeirra. Mikil vinna var í öllum skipunum og unnu starfsmenn fyrirtækisins hörðum höndum svo takast mætti að standa við gefin loforð um skiladag hvers skips. Lauk þessum verkum á tilsettum tíma og voru útgerðarmenn skipanna ánægðir með framkvæmd og gæði verkanna. Auk starfsmanna Skipalyftunnar unnu að þessum verkefnum fjölmargir iðnaðarmenn í bænum. Alls munu útgerðir ofangreindra skipa hafa keypt þjónustu hér í bæ fyrir um 9 millj. kr. á fjórum mánuðum. Ekki voru þetta einu verkefnin sem unnið var að, því að slipptökur urðu 32 talsins á sex mánuðum eða frá 27. júní til 31. desember 1982. Flest skip Eyjaflotans voru tekin á land og framkvæmt á þeim venjulegt viðhald.<br> | Hófst nú starfsemin fyrir alvöru og komu japönsku skuttogararnir sjö talsins, hver af öðrum, og var Bjartur frá Neskaupstað fyrstur þeirra. Mikil vinna var í öllum skipunum og unnu starfsmenn fyrirtækisins hörðum höndum svo takast mætti að standa við gefin loforð um skiladag hvers skips. Lauk þessum verkum á tilsettum tíma og voru útgerðarmenn skipanna ánægðir með framkvæmd og gæði verkanna. Auk starfsmanna Skipalyftunnar unnu að þessum verkefnum fjölmargir iðnaðarmenn í bænum. Alls munu útgerðir ofangreindra skipa hafa keypt þjónustu hér í bæ fyrir um 9 millj. kr. á fjórum mánuðum. Ekki voru þetta einu verkefnin sem unnið var að, því að slipptökur urðu 32 talsins á sex mánuðum eða frá 27. júní til 31. desember 1982. Flest skip Eyjaflotans voru tekin á land og framkvæmt á þeim venjulegt viðhald.<br> | ||
Í desember var hafin smíði nýrrar brúar á m/b Andvara Ve og skipið lengt um 3,2 m. Á sama tíma var m/b Danski Pétur tekinn á land og skipinu breytt til skuttogs ásamt því að stjórnborðsgangi skipsins var lokað. Lauk breytingum á þessum tveim skipum í lok febrúar og þóttu þær hafa tekist vel.<br> | Í desember var hafin smíði nýrrar brúar á m/b Andvara Ve og skipið lengt um 3,2 m. Á sama tíma var m/b Danski Pétur tekinn á land og skipinu breytt til skuttogs ásamt því að stjórnborðsgangi skipsins var lokað. Lauk breytingum á þessum tveim skipum í lok febrúar og þóttu þær hafa tekist vel.<br> |
Útgáfa síðunnar 12. janúar 2017 kl. 13:07
Skipalyftan hf. var stofnuð 14. nóvember 1981. Undirbúningur að stofnun félagsins hafði þá staðið yfir alllengi eða allt frá árinu 1978, en þá, á miðju sumri, var endanlega ákveðið um staðsetningu lyftunnar á Eiðinu.
Í fyrstu var ætlað að fyrirtæki og aðilar, er tengdust skipaiðnaði yrðu þátttakendur í stofnun félagsins, en að lokum urðu það hluthafar vélsmiðjanna Magna hf. og Völundar hf., ásamt raftækjaverkstæðinu Geisla hf. sem að stofnun félagsins stóðu.
Segja má, að þá þegar hafi menn brett upp ermarnar, því 20. nóvember var hafist handa um byggingu húss á Eiðinu. Húsið, sem er um 11.000 m, var keypt frá danska fyrirtækinu Dansk Stálkonstrukion og reistu starfsmenn danska fyrirtækisins húsið.
Ástæðan til þess að keypt var hús erlendis frá var hagstætt verð og skammur byggingartími. Flutningar véla og verkfæra í nýja húsið hófust um miðjan apríl 1982 eða réttum fimm mánuðum eftir að Njáll Andersen stjórnarformaður Skipalyftunnar h.f. tók fyrstu skóflustunguna að húsbyggingunni. Á sama tíma var unnið að uppsetningu lyftupallsins og lokafrágangi lyftunnar. Lauk þessum verkum seinnihluta júnímánaðar og 27. júní rann stóra stundin upp. Þann dag var skipalyftan vígð við hátíðlega athöfn og mannvirkið afhent rekstraraðilum. Jón Í. Sigurðsson flutti aðalræðu dagsins og kom þar fram að fyrst var þessu máli hreyft árið 1954. Sagði Jón að síðan hefði „verið langur og strangur róður við mismunandi veður og sjólag. Í mörg ár hafa framsýnis og dugandi menn andæft og róið þeirri félagslegu gnoð, sem nú lenti í nausti, tryggð með félagslegum samtakamætti, áhuga og bjartsýni á því að skapa sem besta aðstöðu fyrir hina vinnandi hönd, byggðarlaginu til farsældar og hagsældar, og sjófarendum til aukins öryggis". Afhenti Jón síðan Njáli Andersen stjórnarformanni Skipalyftunnar hf. lyklavöldin að skipalyftunni. Fjöldi fólks fylgdist með er fyrsta skipið, b/v Sindri Ve, var tekinn á land.
Hófst nú starfsemin fyrir alvöru og komu japönsku skuttogararnir sjö talsins, hver af öðrum, og var Bjartur frá Neskaupstað fyrstur þeirra. Mikil vinna var í öllum skipunum og unnu starfsmenn fyrirtækisins hörðum höndum svo takast mætti að standa við gefin loforð um skiladag hvers skips. Lauk þessum verkum á tilsettum tíma og voru útgerðarmenn skipanna ánægðir með framkvæmd og gæði verkanna. Auk starfsmanna Skipalyftunnar unnu að þessum verkefnum fjölmargir iðnaðarmenn í bænum. Alls munu útgerðir ofangreindra skipa hafa keypt þjónustu hér í bæ fyrir um 9 millj. kr. á fjórum mánuðum. Ekki voru þetta einu verkefnin sem unnið var að, því að slipptökur urðu 32 talsins á sex mánuðum eða frá 27. júní til 31. desember 1982. Flest skip Eyjaflotans voru tekin á land og framkvæmt á þeim venjulegt viðhald.
Í desember var hafin smíði nýrrar brúar á m/b Andvara Ve og skipið lengt um 3,2 m. Á sama tíma var m/b Danski Pétur tekinn á land og skipinu breytt til skuttogs ásamt því að stjórnborðsgangi skipsins var lokað. Lauk breytingum á þessum tveim skipum í lok febrúar og þóttu þær hafa tekist vel.
Í mars var langþráðu takmarki náð er Herjólfur var tekinn á land og nauðsynlegt viðhald framkvæmt hér heima.
Eftir átta mánaða starfrækslu lyftunnar erum við tiltölulega sáttir við hvernig til hefur tekist. Nokkum tíma tekur að komast inn á þennan markað og þá ekki síst vegna slæmrar fjárhagsstöðu útgerðarinnar í landinu, því minna er um stór verk s.s. endurbyggingu og breytingar en áður var og samkeppnin því harðari.
Flest stærri verkefni eru tilboðsverk og við val milli tilboða skiptir það útgerðir miklu máli hvaða greiðslukjör fást hjá hverjum bjóðanda. Því skiptir miklu hvern stuðning fyrirtækið fær frá lánastofnunum og viðskiptaaðilum.
Í slíkum tilvikum hefur Skipalyftan fengið góðan stuðning frá Útvegsbankanum og Sparisjóðnum.
Framkvæmdum á svæðinu við skipalyftuna miðar lítið áfram enda fjármagn af skornum skammti. Nú er unnið að frágangi stálþils við viðgerðarkant og verður sú aðstaða sem þá skapast til mikilla hagsbóta fyrir starfsemina.
Miklum framkvæmdum er enn ólokið á svæðinu. Eftir er að steypa þekjur, ganga frá lögnum fyrir rafmagn, loft, gas og súr, hefta sandfok, girða svæðið og margt fleira. Því miður hefur ekki tekist að afla fjár til þessara framkvæmda ennþá, en vonandi verður biðin ekki löng, því nauðsynlegt er að ljúka þessum framkvæmdum sem allra fyrst. Það er álit okkar, sem að rekstri Skipalyftunnar stöndum, að aðstaða til skipaviðgerða geti orðið betri hér en annarsstaðar á landinu og hún muni þá laða verkefni hingað. öllum má vera ljóst hversu mikilvægt þetta er, því 85-90% af veltu Skipalyftunnar hf. seinni hluta ársins 1982 var vegna verkefna sem ekki hefðu verið framkvæmd hér í bæ án lyftunnar.
Kristján Ólafsson