„Vigdís Hjartardóttir (Pétursey)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Vigdís Hjartardóttir''' frá Álftarhóli í A-Landeyjum, húsfreyja fæddist 25. júlí 1887 og lést 28. febrúar 1972.<br> Foreldrar hennar voru Hjörtur Snjólfsson húsmaðu...) |
m (Verndaði „Vigdís Hjartardóttir (Brimhólabraut 2)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 13. desember 2016 kl. 21:34
Vigdís Hjartardóttir frá Álftarhóli í A-Landeyjum, húsfreyja fæddist 25. júlí 1887 og lést 28. febrúar 1972.
Foreldrar hennar voru Hjörtur Snjólfsson húsmaður í Álftarhól, f. 2. október 1866, d. 26. apríl 1893, og kona hans Gyðríður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 4. október 1866, d. 16. júní 1941.
Vigdís var með foreldrum sínum á Álftarhóli 1890. Faðir hennar drukknaði er hún var tæpra sex ára. Hún var vinnukona á Fit u. V-Eyjafjöllum 1901, í London 1910. Hún réðst vinnukona til Norðfjarðar 1912, giftist Karli og eignaðist með honum þrjú börn.
Karl lést 1922. Sigfinnur fór í fóstur, en Vigdís fluttist til Eyja með tvö börn 1922, var ekkja í Háaskála 1923 og 1924 með Báru og Kristínu hjá sér, í Mörk með Pétri og börnunum 1925. Þau bjuggu í Háaskála 1927, í Baðhúsinu 1930, á Urðavegi 42 1940, í Pétursey, (Hásteinsvegi 43) 1945, en voru komin í nýbyggt hús sitt við Brimhólabraut 2 1947 eða 1948.
I. Fyrri maður Vigdísar var Karl Árnason frá Borgum í Norðfirði, sjómaður á Norðfirði, f. 13. október 1886, d. 22. júní 1922.
Börn þeirra:
1. Sigfinnur Karlsson vélstjóri, verkalýðsleiðtogi í Neskaupstað, f. 19. febrúar 1915, d. 7. maí 2004. Fósturforeldrar hans voru Jón Bjarnason bóndi á Skorrastað, f. 22. október 1858, d. 27. júní 1943 og kona hans Soffía Stefánsdóttir húsfreyja, f. 16. júlí 1875, d. 1953.
2. Hjörtrós Bára Karlsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. maí 1919, d. 25. apríl 1979.
3. Kristín Karlsdóttir húsfreyja, f. 28. janúar 1921, d. 30. september 1997.
II. Síðari maður Vigdísar, (1927), var Jón Pétur Björnsson Guðbjartsson frá Stóra-Laugardal í V-Barðastrandarsýslu, sjómaður, matsveinn, f. 14. júlí 1904, d. 28. febrúar 1993.
Barn þeirra:
4. Erna Pétursdóttir, f. 21. júlí 1928, dó af slysförum barn að aldri.
Pétur var stjúpfaðir Báru og Kristínar í Eyjum.
Fóstursonur Vigdísar og Péturs var
4. Ottó Laugdal sjómaður, bifreiðastjóri, síðar í Svíþjóð, f. 30. júní 1932, d. 26. október 1995.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.