„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1965/ Breyting á siglingareglunum“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><big><center>Breyting á siglingarreglunum</center></big></big><br> Eins og kunnugt er hafa siglingarreglurnar verið til endurskoðunar undanfarin ár vegna breyttra aðstæð...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 29: Lína 29:


[[Guðjón Ármann Eyjólfsson|G. Á. E.]]<br>
[[Guðjón Ármann Eyjólfsson|G. Á. E.]]<br>
[[Mynd:Breyting á siglingarreglum.png|500px|thumb|center|„Lóðsinn“ hefur reynzt Vestmannaeyjaflotanum ómissandi aðstoðarskip, og verður oft að sækja stíft eins og sjá má.]]


{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Útgáfa síðunnar 27. júní 2016 kl. 09:13

Breyting á siglingarreglunum


Eins og kunnugt er hafa siglingarreglurnar verið til endurskoðunar undanfarin ár vegna breyttra aðstæðna á ýmsum sviðum.
Alþjóðaráðstefnan um öryggi mannslífa á hafinu, sem haldin var í London 1960, samþykkti ýmsar breytingar og tók siglingarreglurnar til gagngerðrar endurskoðunar.
Þessar nýju reglur munu ganga í gildi 1. september 1965. Helztu nýmæli eru viðauki við kafla B um siglingar með ratsjá. Hefur viðauki þessi verið prentaður í tilkynningu frá Skipaskoðunarstjóra nr. 8 í maí 1961.
Viðauki B eru leiðbeiningar um notkun ratsjár til þess að forðast árekstra.
Hið helzta i þessum leiðbeiningum er, að ályktanir dregnar af ónógum upplýsingum fengnum með radar geti verið hættulegar.
Þá er bent á, að smáskip, ísjakar og svipaðir hlutir geti verið nálægir, þótt þeir séu ekki sjáanlegir í ratsjánni.

Helztu breytingarnar eru: „Þegar talað er um að skip sjáist hvort frá öðru, er átt við að þau sjáist með berum augum.“

Við grein 15 og 16 er mjög mikilvægur inngangur:
1. Upplýsingar fengnar með ratsjá leysa ekkert skip frá skyldum, til að fylgja siglingarreglunum stranglega og þá sérstaklega þeim reglum, sem 15. og 16. grein setja.
Ýmsar aðrar breytingar verða á siglingarreglunum og eru sumar allróttækar.
Verður hér aðeins drepið á hið allra helzta í lauslegri þýðingu, enda mun brátt von tilkynningar um þetta frá Skipaskoðun Ríkisins.
Regla 5: Seglskip getur auk hliðarljósa og afturljóss haft á frammastri 2 ljós, lóðrétt hvort upp af öðru, sjáist ljósin 2 sjómílur álengdar að minnsta kosti og sé þannig fyrirkomið, að þau lýsi yfir 10 strik hvorum megin skipsins, sem sé beint fram undan og 10 strik á hvort borð, 2 strik aftur fyrir þverskipsstefnu.
Efra Ijósið á að vera rautt en neðra ljósið á að vera grænt.
Regla 9 er að mestu gjörbreytt: Ljós þau og bendingamyndir, sem reglan segir til um skulu ávallt höfð uppi af skipum á fiskveiðum, hvort heldur skipið er laust eða liggur fyrir akkeri.
Þrilita togljósið í framsiglu hverfur og kemur grænt Ijós í staðinn (hringljós).
Skip á togveiðum skulu hafa uppi 2 ljós, lóðrétt hvort upp af öðru, sem sjást á alla vegu. Á milli ljósanna séu ekki minna en 4 fet (1,22 m), en aldrei meira en 12 fet (3,66 m). Efra ljósið skal vera grænt, neðra ljósið hvítt. Bæði ljósin skulu sjást hvaðan sem litið er, 1 sjómílur álengdar að minnsta kosti. Hvíta ljósið skal vera í þeirri hæð yfir hliðarljósunum, sem er að minnsta kosti tvisvar sinnum fjarlægðin milli lóðréttu ljósanna.
Togskip skal auk þessara tveggja Ijósa sýna hliðarljósin og afturljósið og auk þess má togskip hafa uppi toppljós, en þetta Ijós verður að vera lægra og aftar en græna og hvíta Ijósið.
ÖIl fiskiskip á öðrum veiðum en botnvörpuveiðum eiga að sýna 2 Ijós lóðrétt hvort upp af öðru, sem sjást á alla vegu (allround vertical lights) og á milli þeirra séu ekki minna en 4 fet (1,22 m), en aldrei meira en 12 fet (3,66 m). Efra ljósið á að vera rautt, neðra Ijósið hvítt. Bæði ljósin skulu sjást hvaðan sem litið er. Um hvíta ljósið gilda sömu reglur og hjá togskipinu.
Skip styttri en 40 fet (12,19 m) má hafa rauða ljósið í hæð, sem er að minnsta kosti 9 fet (2,74 m) fyrir ofan borðstokkinn og hvíta ljósið að minnsta kosti 3 fet undir rauða ljósinu.
Skip fyrir veiðarfærum, sem liggja meira en 500 fet í lárétta stefnu frá skipinu, skulu í minnst 6 feta (1,83 m) og mest 20 feta láréttri fjarlægð frá lóðréttu ljósunum tveimur (rauða og hvíta) og í stefnu þá sem veiðarfærið liggur í, hafa hvítt ljós, sem sést á alla vegu. Þetta hvíta ljós má alls ekki vera hærra en neðra lóðrétta ljósið og ekki lægra en hliðarljósin.
Fiskiskip hafa hliðarljós, ef þau eru á ferð, annars ekki.
Dagmerki: Skip, sem eru 65 fet á lengd (19,10 m) eða meira, eiga í stað körfunnar að hafa uppi tvær svartar keilur með mjóa endann gegnt hvor öðrum og hanga keilurnar hvor upp af annarri. Skip, sem ekki nær 65 fetum í lengd má í stað þessara svörtu keilna nota körfu eins og verið hefur. Þokumerki fiskiskipa breytast og þá sem eðlilegt er til samræmis við skip, sem ekki eru undir stjórn eða eiga erfitt um stjórn. Skal skip, sem er að fiskveiðum hvort heldur það er laust eða liggur við akkeri með einna minútna millibili í mesta lagi láta kveða við 3 hljóð hvert á eftir öðru, sem sé 1 langt og á eftir því 2 stutt.
Í reglu 15 um þokumerki er sú viðbót, auk breytinga sem varða fiskiskip, að hafnsögubátar geta auk þeirra hljóðmerkja, sem vélskip, sem eru laus, skulu gefa frá sér, gefið 4 stutt hljóð, sem einkenni hafnsögubátinn.

G. Á. E.

„Lóðsinn“ hefur reynzt Vestmannaeyjaflotanum ómissandi aðstoðarskip, og verður oft að sækja stíft eins og sjá má.