„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1965/ Aflakóngur Vestmannaeyja 1965“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><big><center>Aflakóngur Vestmannaeyja 1965</center></big></big><br> Tilvist okkar Íslendinga sem þjóðar byggist á því, sem úr sjónum fæst. Þegar vel veiðist, lifum...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 4: Lína 4:
En sjórinn gefur ekkert. Til hans sækir íslenzk sjómannastétt björgina hörðurn höndum, af ódrepandi elju og dugnaði og stundum hörku, ef því er að skipta. Starfinu er stjórnað af völdum kunnáttumönnum með þeim árangri, sem er viðurkennt margfalt heimsmet. Þetta veit þjóðin öll, en metur misjafnlega vel.<br>
En sjórinn gefur ekkert. Til hans sækir íslenzk sjómannastétt björgina hörðurn höndum, af ódrepandi elju og dugnaði og stundum hörku, ef því er að skipta. Starfinu er stjórnað af völdum kunnáttumönnum með þeim árangri, sem er viðurkennt margfalt heimsmet. Þetta veit þjóðin öll, en metur misjafnlega vel.<br>
Vestmannaeyingar hafa Iengi kunnað vel að meta þá, sem fram úr hafa skarað í sjósókn og aflabrögðum. Og þann skipstjóra, sem aflahæstur er á vetrarvertíð hér í Eyjum, nefna þeir aflakóng sinn það árið og er venja, að honum og skipshöfn hans sé sýndur ýmiss konar sómi á sjómannadaginn.<br>
Vestmannaeyingar hafa Iengi kunnað vel að meta þá, sem fram úr hafa skarað í sjósókn og aflabrögðum. Og þann skipstjóra, sem aflahæstur er á vetrarvertíð hér í Eyjum, nefna þeir aflakóng sinn það árið og er venja, að honum og skipshöfn hans sé sýndur ýmiss konar sómi á sjómannadaginn.<br>
[[Mynd:Óskar Matthíasson, aflakóngur Vestmannaeyja 1965.png|250px|thumb|Óskar Matthíasson, aflakóngur Vestmannaeyja 1965.]]
Að þessu sinni var það [[Óskar Matthíasson]] skipstjóri á M.b. [[Leó VE-400|Leó VE 400]], sem hlaut virðingartitilinn, með því að hann varð aflahæstur s.l. vertíð með samtals 1050 tonn fiskjar. Fullyrða má, að ensum hér um slóðir kom það á óvart, svo mikill og þekktur aflamaður sem Óskar er, þótt aldrei hafi hann verið kallaður aflakóngur fyrr. Því til sönnunar skal þess getið hér, að vertíðina 1959 er hann 3. aflahæstur. Vertíðirnar 1960 og 1961 er hann 2. hæstur. Árin 1962 og 1963 stundar hann síldveiðar nokkurn hluta vertíðanna, en var þó mjög framarlega með þorskveiðina. Og vertíðina 1964 er hann hæstur þeirra, sem stunduðu veiðarnar með línu og netum eingöngu, en aflahæsti báturinn hér veiddi þá í þorsknót.<br>
Að þessu sinni var það [[Óskar Matthíasson]] skipstjóri á M.b. [[Leó VE-400|Leó VE 400]], sem hlaut virðingartitilinn, með því að hann varð aflahæstur s.l. vertíð með samtals 1050 tonn fiskjar. Fullyrða má, að ensum hér um slóðir kom það á óvart, svo mikill og þekktur aflamaður sem Óskar er, þótt aldrei hafi hann verið kallaður aflakóngur fyrr. Því til sönnunar skal þess getið hér, að vertíðina 1959 er hann 3. aflahæstur. Vertíðirnar 1960 og 1961 er hann 2. hæstur. Árin 1962 og 1963 stundar hann síldveiðar nokkurn hluta vertíðanna, en var þó mjög framarlega með þorskveiðina. Og vertíðina 1964 er hann hæstur þeirra, sem stunduðu veiðarnar með línu og netum eingöngu, en aflahæsti báturinn hér veiddi þá í þorsknót.<br>
Óskar Matthíasson er Árnesingur að ætt. Foreldrar hans voru þau [[Þórunn Sveinsdóttir|Þórunn Júlía Sveinsdóttir]] (d. 20. 11. '62) Sveinssonar frá Ósi á Eyrarbakka og [[Matthías Gíslason]] frá Sjávargötu á Eyrarbakka. Matthías var, sem kunnugt er, bróðir [[Ingibergur Gíslason|Ingibergs]] skipstjóra og Þórðar meðhjálpara og þeirra systkina. Gísli í Sjávargötu, föðurafi Óskars var sonur Karels Jónssonar í Hvíld á Stokkseyri, en Karel Jónsson var á sinni tíð afburðaformaður og af flestum talinn bera höfuð og herðar yfir sína samtíðarmenn í þeirri grein.<br>
Óskar Matthíasson er Árnesingur að ætt. Foreldrar hans voru þau [[Þórunn Sveinsdóttir|Þórunn Júlía Sveinsdóttir]] (d. 20. 11. '62) Sveinssonar frá Ósi á Eyrarbakka og [[Matthías Gíslason]] frá Sjávargötu á Eyrarbakka. Matthías var, sem kunnugt er, bróðir [[Ingibergur Gíslason|Ingibergs]] skipstjóra og Þórðar meðhjálpara og þeirra systkina. Gísli í Sjávargötu, föðurafi Óskars var sonur Karels Jónssonar í Hvíld á Stokkseyri, en Karel Jónsson var á sinni tíð afburðaformaður og af flestum talinn bera höfuð og herðar yfir sína samtíðarmenn í þeirri grein.<br>
Lína 9: Lína 10:
Óskar byrjar svo sinn sjómannsferil 16 ára gamall á v.b. [[Emma VE-219|Emmu]] með [[Ragnar Þorvaldsson|Ragnari Þorvaldssyni]], og segir Óskar þannig sjálfur frá, að hann hafi þaðan verið rekinn í land eftir hálfan mánuð eða svo, fyrir sjóveiki og annan ræfildóm. Árið eftir ræður hann sig svo á vetrarvertíð til Ingibergs á Sandfelli, frænda síns. Skyldi hann beita línuna og róa netatímann. Ef illa færi, átti hann að fá að fara í land og í aðgerðina. En allt fór vel og segja má að síðan hafi Óskar verið á sjó.<br>
Óskar byrjar svo sinn sjómannsferil 16 ára gamall á v.b. [[Emma VE-219|Emmu]] með [[Ragnar Þorvaldsson|Ragnari Þorvaldssyni]], og segir Óskar þannig sjálfur frá, að hann hafi þaðan verið rekinn í land eftir hálfan mánuð eða svo, fyrir sjóveiki og annan ræfildóm. Árið eftir ræður hann sig svo á vetrarvertíð til Ingibergs á Sandfelli, frænda síns. Skyldi hann beita línuna og róa netatímann. Ef illa færi, átti hann að fá að fara í land og í aðgerðina. En allt fór vel og segja má að síðan hafi Óskar verið á sjó.<br>
Árið 1940 gerist Óskar vélstjóri og er við það starf á ýmsum bátum í nokkur ár.<br>
Árið 1940 gerist Óskar vélstjóri og er við það starf á ýmsum bátum í nokkur ár.<br>
[[Mynd:Skip aflakóngsins Leó VE 400.png|500px|thumb|center|Skip aflakóngsins Leó VE 400.]]
Um vorið 1944 hefst hans formannsferill á v.b. [[Glaður VE-270|Glað]], er [[Helgi Jónatansson]] átti og er hann með þann bát þá um sumarið og gekk vel. Vertíðina 1945 er Óskar svo með v.b. [[Skuld VE-263|Skuld]], sem þeir áttu, [[Jón Benónýsson]], [[Guðmundur Ólafsson|Guðmundur]] á [[Hrafnagil|Hrafnagili]] og [[Ágúst frá Ásnesi]]. Línuvertíðin gekk vel en netaúthaldið miður af ýmsum ástæðum. Þá um vorið tekur hann aftur við Glað og er með hann um sumarið og næstu tvö árin.<br>
Um vorið 1944 hefst hans formannsferill á v.b. [[Glaður VE-270|Glað]], er [[Helgi Jónatansson]] átti og er hann með þann bát þá um sumarið og gekk vel. Vertíðina 1945 er Óskar svo með v.b. [[Skuld VE-263|Skuld]], sem þeir áttu, [[Jón Benónýsson]], [[Guðmundur Ólafsson|Guðmundur]] á [[Hrafnagil|Hrafnagili]] og [[Ágúst frá Ásnesi]]. Línuvertíðin gekk vel en netaúthaldið miður af ýmsum ástæðum. Þá um vorið tekur hann aftur við Glað og er með hann um sumarið og næstu tvö árin.<br>
Svo er það í vertíðarlokin 1947, að [[Einar Ríki|Einar Sigurðsson]] vill selja alla sína báta og áttu þeir allir að kosta jafnmikið, eða kr. 100.000 hver, nema Freyjan, sem var vélarvana, hún átti að kosta kr. 45.000. Þá gerðist það, að Óskar Matthíasson stofnar fyrst til útgerðar, með því að kaupa v.b. [[Nanna VE-300|Nönnu]] af Einari. Telja verður, að þá hafi Óskar auðgazt mjög, því að þann sama dag og hann kaupir Nönnu gömlu, eignast hann einnig hús og strák, en átti þó varla nokkurn eyri til í eigu sinni.
Svo er það í vertíðarlokin 1947, að [[Einar Ríki|Einar Sigurðsson]] vill selja alla sína báta og áttu þeir allir að kosta jafnmikið, eða kr. 100.000 hver, nema Freyjan, sem var vélarvana, hún átti að kosta kr. 45.000. Þá gerðist það, að Óskar Matthíasson stofnar fyrst til útgerðar, með því að kaupa v.b. [[Nanna VE-300|Nönnu]] af Einari. Telja verður, að þá hafi Óskar auðgazt mjög, því að þann sama dag og hann kaupir Nönnu gömlu, eignast hann einnig hús og strák, en átti þó varla nokkurn eyri til í eigu sinni.

Núverandi breyting frá og með 24. júní 2016 kl. 12:33

Aflakóngur Vestmannaeyja 1965


Tilvist okkar Íslendinga sem þjóðar byggist á því, sem úr sjónum fæst. Þegar vel veiðist, lifum við eins og kóngar, en þegar afli tregast að marki, lepjum við dauðann úr skel. Þannig hefur það verið um langan aldur og verður enn um sinn.
En sjórinn gefur ekkert. Til hans sækir íslenzk sjómannastétt björgina hörðurn höndum, af ódrepandi elju og dugnaði og stundum hörku, ef því er að skipta. Starfinu er stjórnað af völdum kunnáttumönnum með þeim árangri, sem er viðurkennt margfalt heimsmet. Þetta veit þjóðin öll, en metur misjafnlega vel.
Vestmannaeyingar hafa Iengi kunnað vel að meta þá, sem fram úr hafa skarað í sjósókn og aflabrögðum. Og þann skipstjóra, sem aflahæstur er á vetrarvertíð hér í Eyjum, nefna þeir aflakóng sinn það árið og er venja, að honum og skipshöfn hans sé sýndur ýmiss konar sómi á sjómannadaginn.

Óskar Matthíasson, aflakóngur Vestmannaeyja 1965.

Að þessu sinni var það Óskar Matthíasson skipstjóri á M.b. Leó VE 400, sem hlaut virðingartitilinn, með því að hann varð aflahæstur s.l. vertíð með samtals 1050 tonn fiskjar. Fullyrða má, að ensum hér um slóðir kom það á óvart, svo mikill og þekktur aflamaður sem Óskar er, þótt aldrei hafi hann verið kallaður aflakóngur fyrr. Því til sönnunar skal þess getið hér, að vertíðina 1959 er hann 3. aflahæstur. Vertíðirnar 1960 og 1961 er hann 2. hæstur. Árin 1962 og 1963 stundar hann síldveiðar nokkurn hluta vertíðanna, en var þó mjög framarlega með þorskveiðina. Og vertíðina 1964 er hann hæstur þeirra, sem stunduðu veiðarnar með línu og netum eingöngu, en aflahæsti báturinn hér veiddi þá í þorsknót.
Óskar Matthíasson er Árnesingur að ætt. Foreldrar hans voru þau Þórunn Júlía Sveinsdóttir (d. 20. 11. '62) Sveinssonar frá Ósi á Eyrarbakka og Matthías Gíslason frá Sjávargötu á Eyrarbakka. Matthías var, sem kunnugt er, bróðir Ingibergs skipstjóra og Þórðar meðhjálpara og þeirra systkina. Gísli í Sjávargötu, föðurafi Óskars var sonur Karels Jónssonar í Hvíld á Stokkseyri, en Karel Jónsson var á sinni tíð afburðaformaður og af flestum talinn bera höfuð og herðar yfir sína samtíðarmenn í þeirri grein.
Óskar fæddist hér í Vestmannaeyjum 22. marz 1921, í húsinu Garðsauka. Hann missti föður sinn 24. janúar 1930, en hann fórst þann dag með vélbátnum Ara, frá konu og fimm börnum. Óskar mun því snemma hafa orðið að taka til hendi við ýmsa nytsama hluti, því að víða mun hafa verið hart í búi á þeim árum, ekki sízt hjá ekkjum og föðurleysingjum, en móður hans tókst með dugnaði sínum að halda saman heimilinu og systkinunum öllum, eftir fráfall eiginmannsins, og mun slíkt ekki hafa verið algengt í þá daga.
Óskar byrjar svo sinn sjómannsferil 16 ára gamall á v.b. Emmu með Ragnari Þorvaldssyni, og segir Óskar þannig sjálfur frá, að hann hafi þaðan verið rekinn í land eftir hálfan mánuð eða svo, fyrir sjóveiki og annan ræfildóm. Árið eftir ræður hann sig svo á vetrarvertíð til Ingibergs á Sandfelli, frænda síns. Skyldi hann beita línuna og róa netatímann. Ef illa færi, átti hann að fá að fara í land og í aðgerðina. En allt fór vel og segja má að síðan hafi Óskar verið á sjó.
Árið 1940 gerist Óskar vélstjóri og er við það starf á ýmsum bátum í nokkur ár.

Skip aflakóngsins Leó VE 400.

Um vorið 1944 hefst hans formannsferill á v.b. Glað, er Helgi Jónatansson átti og er hann með þann bát þá um sumarið og gekk vel. Vertíðina 1945 er Óskar svo með v.b. Skuld, sem þeir áttu, Jón Benónýsson, Guðmundur á Hrafnagili og Ágúst frá Ásnesi. Línuvertíðin gekk vel en netaúthaldið miður af ýmsum ástæðum. Þá um vorið tekur hann aftur við Glað og er með hann um sumarið og næstu tvö árin.
Svo er það í vertíðarlokin 1947, að Einar Sigurðsson vill selja alla sína báta og áttu þeir allir að kosta jafnmikið, eða kr. 100.000 hver, nema Freyjan, sem var vélarvana, hún átti að kosta kr. 45.000. Þá gerðist það, að Óskar Matthíasson stofnar fyrst til útgerðar, með því að kaupa v.b. Nönnu af Einari. Telja verður, að þá hafi Óskar auðgazt mjög, því að þann sama dag og hann kaupir Nönnu gömlu, eignast hann einnig hús og strák, en átti þó varla nokkurn eyri til í eigu sinni. Óskar er svo með Nönnu í 5 vertíðir. Fyrstu 4 vertíðirnar reri hann eingöngu með línu og aflaði mjög vel. En fyrir síðustu vertíðina fær hann sér loks netaveiðarfæri og notar þau.
Það mun mála sannast, að aldrei hafi sjór verið fastar sóttur úr Eyjum, en Óskar gerði á Nönnu, ekki stærri fleytu en hún var, og sannaði hann þar eftirminnilega að hann er ódeigur og enginn klaufi á sjó. Árið 1951 kaupir hann svo v.b. Leó of Þorvaldi Guðjónssyni, og svo loks árið 1959 kaupir bann þann bát, sem hann á og notar nú.
Óskar kvæntist árið 1943. Kona hans er Þóra Sigurjónsdóttir frá Víðidal hér í bæ. Þau eiga 7 börn, 6 syni og dóttur.
Gestkomandi á stóru heimili þeirra hjóna við Illugagötu sér í andrá, að þar bera allir hlutir vott um velmegun og allt að ríkidæmi.
En það öfundast enginn, því að upphaf þessa alls var vinna og aftur vinna, með hörðum höndum, og síðan jafnframt kjarkur og útsjónarsemi og aðrir þeir kostir, sem prýðlegastir eru í fari íslenzkrar sjómannastéttar, þar sem hún rís hæst.
Það hefur aldrei verið mulið undir Óskar Matthíasson.
Óskar Matthíasson mun vera maður harður í horn að taka, ef því er að skipta og Iætur ógjarnan sinn réttmæta hlut. Hann er mjög vel látinn af sínum starfsmönnum, glaður og reifur og til í fleira en fangbrögð við Ægi kóng.
Sjómannadagsblaðið óskar Óskari Matthíassyni til hamingju með sitt hlutskipti og honum og fjölskyldu hans allra heilla í framtíðinni.