„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1966/ Aflaverðmætisverðlaun Sjómannadagsins“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><center>Aflaverðmætisverðlaun Sjómannadagsins</center></big><br> Fyrir Sjómannadaginn árið 1963 gáfu hjónin Sigríður Sigurðardóttir frá Skuld og [[Ingólfu...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 15: Lína 15:
SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR<br>  
SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR<br>  
INGÓLFUR THEÓDÓRSSON<br>
INGÓLFUR THEÓDÓRSSON<br>
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Útgáfa síðunnar 22. mars 2016 kl. 15:05

Aflaverðmætisverðlaun Sjómannadagsins


Fyrir Sjómannadaginn árið 1963 gáfu hjónin Sigríður Sigurðardóttir frá Skuld og Ingólfur Theódórsson netagerðarmeistari fagran verðlaunagrip fyrir mesta aflaverðmæti, sem lagt væri á land í Vestmannaeyjum næsta liðið ár á undan.
Þegar betur er að gáð hefur gjafabréf þeirra hjóna aldrei birzt í Sjómannadagsblaðinu, og finnst okkur að bréfið sé bezt geymt í blaðinu.
Hafi þau þökk og heiður fyrir þessa höfðinglegu gjöf til sjómanna í Vestmannaeyjum.

Við undirrituð óskum fyrir hönd Netagerðarinnar Ingólfs að gefa Sjómannadagsráði Vestmannaeyja þessa jánastöng. Skal hún vera farandgripur og afhendast á Sjómannadegi Vestmannaeyja þeim skipstjóra, sem leggur á land mesta aflaverðmæti næstliðins árs, frá 1. janúar til 31. desember.
Viðkomandi bátur skal vera merktur í Vestmannaeyjum og skipstjóri hans eiga lögheimili þar á því ári sem veitt er fyrir.
Þessari fánastöng fylgir bók, sem við óskum eftir að skráð verði í skipshöfn viðkomandi báts árlega.
Ennfremur fylgja 350 viðurkenningarskjöl, sem veitast skulu hverjum einstökum skipverja. Séu um mannaskipti að ræða á viðkomandi bát þá skal skipstjóra heimilt að ákveða veitingu viðurkenningarskjala allt að þremur fleiri en samningar segja um að flestir megi vera á bátnum.

Vestmannaeyjum, 28. maí 1963.

f. h. Netagerðarinnar Ingólfs

SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR
INGÓLFUR THEÓDÓRSSON