„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1979/Maðurinn og hafið“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <center><big><big>'''Maðurinn og hafið 1978'''</big></big></center><br> Um mánaðarmótin júní-júlí í sumar voru haldnir í Eyjum menningardagar sjómanna og fiskvinnslufólk...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 10: Lína 10:
Verkakvennafélagið Snót var með dagskrá um störf konunnar, og blönduð dagskrá var í Samkomuhúsinu. Að sjálfsögðu voru dansleikir haldnir, bæði í Alþýðuhúsinu og Samkomuhúsinu þessa daga.<br>
Verkakvennafélagið Snót var með dagskrá um störf konunnar, og blönduð dagskrá var í Samkomuhúsinu. Að sjálfsögðu voru dansleikir haldnir, bæði í Alþýðuhúsinu og Samkomuhúsinu þessa daga.<br>


[[Herjólfur|Herjólfur]] sigldi kringum Eyjar með fólk og voru þar leiðsögumenn þeir Ási í Bæ og Árni Johnsen.<br>
[[Herjólfur|Herjólfur]] sigldi kringum Eyjar með fólk og voru þar leiðsögumenn þeir [[Ási í Bæ|Ási í Bæ]] og [[Árni Johnsen|Árni Johnsen]].<br>
Ýmislegt var fleira til skemmtunar þessa daga, en hér hefur aðeins verið stiklað á því stærsta.<br>
Ýmislegt var fleira til skemmtunar þessa daga, en hér hefur aðeins verið stiklað á því stærsta.<br>
Mikill fjöldi gesta sótti þessa daga bæði erlendir og innlendir og þóttu hátíðarhöldin takast með eindæmum vel enda var veður hið besta alla dagana. Eiga allir þeir, sem þarna lögðu hönd á plóg hinar bestu þakkir skildar fyrir þetta ágæta framlag til menningarauka hinna vinnandi stétta í Vestmannaeyjum.<br>
Mikill fjöldi gesta sótti þessa daga bæði erlendir og innlendir og þóttu hátíðarhöldin takast með eindæmum vel enda var veður hið besta alla dagana. Eiga allir þeir, sem þarna lögðu hönd á plóg hinar bestu þakkir skildar fyrir þetta ágæta framlag til menningarauka hinna vinnandi stétta í Vestmannaeyjum.<br>


{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Útgáfa síðunnar 19. febrúar 2016 kl. 15:37

Maðurinn og hafið 1978


Um mánaðarmótin júní-júlí í sumar voru haldnir í Eyjum menningardagar sjómanna og fiskvinnslufólks að tilstuðlan Menningar og fræðslustofnunar alþýðu. Var mikill undirbúningur vegna þessara daga og lögðust margir á eitt um að gera framkvæmd þeirra sem best úr garði.
Framkvæmdarstjóri þessara daga var Vilborg Harðardóttir, blaðamaður og henni til aðstoðar fjölmargir aðilar frá hinum ýmsu félagasamtökum í bænum. Setningarathöfn fór fram í íþróttamiðstöðinni að kvöldi fimmtudagsins 29. júní, en sama dag voru opnaðar ýmsar sýningar, sem tengdar voru efni daganna. Samsýning myndlistarmanna í Vestmannaeyjum var í Akógeshúsinu, sérstök sýning var í Byggðarsafninu og Bókasafnið var með sýningu á bókum eftir Vestmannaeyinga og öðrum sem tengjast Eyjunum. Í Stýrimannaskólanum var sýning á tækjum og öðru, sem skólann varðar. Í Félagsheimilinu var sýning á myndum, sem nemendur Barnaskólans höfðu unnið í tilefni þessara daga og einnig var efnt til ritgerðarsamkeppni meðal nemenda. Í Félagsheimilinu voru einnig kvikmyndasýningar alla dagana, þar sem sýndar voru kvikmyndir frá Eyjum. Til stóð að setja upp utanhúss mikla sýningu á veiðarfærum, en frá því varð að hverfa vegna kostnaðar.
Björgunarfélagið, slökkviliðið og hjálparsveitin sýndu listir sínar á Eiðinu, undir Skiphellum sýndu ungir piltar sig og sprang ásamt fleiri kúnstum og bjargsig var sýnt í Fiskhellum.
Flotbryggja var sett upp í Víkinni og þaðan siglt með fólk á gúmbátum að skoða Fjósin.
Ráðstefna var haldin þessa daga í Alþýðuhúsinu og bar hún yfirskriftina Rétturinn til atvinnu- Rétturinn til menningarlífs. Þá var það einn þátturinn í hátíðarhöldunum, að listamenn sóttu heim verkafólk í Fiskvinnslustöðvunum og léku og sungu í kaffitímum.
Leikflokkurinn Gríma frá Færeyjum hafði tvær sýningar í Félagsheimilinu á leikritinu Kvæðið um Kópakonuna og sömuleiðis hafði Leikbrúðuland sýningar þar fyrir yngstu kynslóðina.
Verkakvennafélagið Snót var með dagskrá um störf konunnar, og blönduð dagskrá var í Samkomuhúsinu. Að sjálfsögðu voru dansleikir haldnir, bæði í Alþýðuhúsinu og Samkomuhúsinu þessa daga.

Herjólfur sigldi kringum Eyjar með fólk og voru þar leiðsögumenn þeir Ási í Bæ og Árni Johnsen.
Ýmislegt var fleira til skemmtunar þessa daga, en hér hefur aðeins verið stiklað á því stærsta.
Mikill fjöldi gesta sótti þessa daga bæði erlendir og innlendir og þóttu hátíðarhöldin takast með eindæmum vel enda var veður hið besta alla dagana. Eiga allir þeir, sem þarna lögðu hönd á plóg hinar bestu þakkir skildar fyrir þetta ágæta framlag til menningarauka hinna vinnandi stétta í Vestmannaeyjum.